Fara í efni

Ísland næstbesta eyjan

Nú á dögunum var Ísland valið næstbesta eyjan í árlegri könnun starfsmanna ferðatímaritsins "Allt om resor" sem jafnframt er stærst sinnar tegundar í Svíþjóð.

Um 50 starfsmenn fyrirtækisins, blaðamenn og ljósmyndarar voru spurðir hver væri besta eyjan sem þeir hefðu heimsótt, vildu heimsækja aftur og myndu mæla með við vini sína. Sænska eyjan Gotland hafnaði í fyrsta sæti en fast á hæla hennar kom Ísland og varð framar Majorka, Bali, Sikiley og Manhattan svo dæmi séu tekin. Úrslitin voru tilkynnt með viðhöfn nú á dögunum og veitti fulltrúi sendiráðs Íslands í Stokkhólmi verðlaununum viðtöku.