Fara í efni

Herbergjanýting í júlí

Meira talnaefni er á vef HagstofunnarTekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar sýnir að herbergjanýting á 3 og 4 stjörnu hótelum í Reykjavík var 79% í nýliðnum júlímánuði en nýtingin hefur verið 85-89% síðustu þrjú árin. Meðalverð lækkar ennfremur frá júlímánuði í fyrra.

Sama var uppi á teningnum í júní sl. og er því ljóst að tekjur á herbergi í sumar hafa stórlækkað. Eins og áður hefur komið fram má rekja lækkunina til mikillar fjölgunar herbergja í ofangreindum hótelflokkum. Beðið er eftir upplýsingum fyrir júlí frá hótelum úti á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju fréttabréfi SAF sem kom út í dag en það er aðgengilegt á vef samtakanna.