Fréttir

Gistnóttum í júní fjölgar um 4 þúsund á milli ára

Hagstofan hefur gefið út tölur um gistinætur á hótelum í júnímánuði síðastliðnum. Samkvæmt þeim voru gistinæturnar 101 þúsund á móti 97 þúsund í júní árið 2002. Þetta er fjölgun um 4 þúsund gistinætur eða 4%. Fækkun fyrir norðanAukningin mældist mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum eða um 11%. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 9% og um 5% á höfuðborgarsvæðinu. Á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra fækkaði gistinóttum hins vegar um 1.200 eða 11% og á Suðurlandi stóð gistináttafjöldinn nánast í stað. Gistinætur Íslendinga voru um 3% færri nú í ár en í fyrra en gistinóttum útlendinga fjölgaði hins vegar milli ára um 4%. Tölur fyrir 2003 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega. Meira talnaefni er á vef Hagstofunnar.  
Lesa meira

Herbergjanýting í júlí

Meira talnaefni er á vef HagstofunnarTekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar sýnir að herbergjanýting á 3 og 4 stjörnu hótelum í Reykjavík var 79% í nýliðnum júlímánuði en nýtingin hefur verið 85-89% síðustu þrjú árin. Meðalverð lækkar ennfremur frá júlímánuði í fyrra. Sama var uppi á teningnum í júní sl. og er því ljóst að tekjur á herbergi í sumar hafa stórlækkað. Eins og áður hefur komið fram má rekja lækkunina til mikillar fjölgunar herbergja í ofangreindum hótelflokkum. Beðið er eftir upplýsingum fyrir júlí frá hótelum úti á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju fréttabréfi SAF sem kom út í dag en það er aðgengilegt á vef samtakanna.  
Lesa meira

Til leiðbeiningar við merkingu gönguleiða

Gönguferðir njóta sívaxandi vinsælda og ýmsir aðilar, svo sem sveitarfélög, ferðafélög og fleiri, beita sér árlega fyrir merkingu gönguleiða. Vert er að benda þeim sem hyggja á skipulagningu og merkingu gönguleiða á leiðbeiningarrit Ferðamálaráðs Íslands um þetta efni. Framkvæmd - gerð - efnisval - upplýsingar - ábyrgðÍ ritinu eru teknar upplýsingar um frágang og umbúnað á ferðamannastöðum, gerð er grein fyrir framkvæmdaröð og kvöðum af hálfu opinberra stofnana og hvert beri að snúa sér með fyrirspurnir. Helstu áherslur í bæklinginum eru í fyrsta lagi varðandi framkvæmd merkinga á gönguleiðum, gerð þeirra og efnisval, í öðru lagi hvaða upplýsingar þær eiga að veita, og að lokum hver ábyrgð umsjónaraðila er. Meginefnið er fengið með úttekt á fullbúnum framkvæmdum, mati á notagildi þeirra og notkunarsviði, einnig eru skýringar í máli og myndum. Gefin eru dæmi um hönnunarlausnir, efnisnotkun og kostnaðaráætlanir. Stílað inn á samræmingu merkinga"Markmiðið með þessu riti er fyrst og fremst að þeir aðilar sem standa í úrbótum og framkvæmdum á ferðamannastöðum geti fengið upplýsingar um lágmarkskröfur sem gerðar eru til framkvæmda. Einnig er ekki síst verið að stíla inn á samræmingu merkinga," segir Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálaráðs. Leiðbeiningarritið er aðgengilegt hér á vefnum og nú hefur verið bætt við útgáfu sem auðvelt er að prenta út. Smellið hér fyrir fræðslurit Ferðamálaráðs.  
Lesa meira

Einar Gústavsson gestur Lou Dobbs á CNN

Einar Gústavsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í New York, var í gærkvöld gestur hins heimsfræga þáttastjórnenda Lou Dobbs á CNN, sem er ein af goðsögnunum í amerísku sjónvarpi. Milljónir áhorfenda horfa daglega þátt hans "Lou Dobbs Tonight" sem nýtur mikillar virðingar fyrir vandaða umfjöllun um þau mál sem hæst ber í þjóðlífinu vestan hafs og á alþjóðavettvangi hverju sinni. Að þessu sinni var rætt um ferðamál og þær hremmingar sem ferðaþjónustan hefur mátt þola síðustu misseri.  
Lesa meira