Fara í efni

Einar Gústavsson gestur Lou Dobbs á CNN

Einar Gústavsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í New York, var í gærkvöld gestur hins heimsfræga þáttastjórnenda Lou Dobbs á CNN, sem er ein af goðsögnunum í amerísku sjónvarpi. Milljónir áhorfenda horfa daglega þátt hans "Lou Dobbs Tonight" sem nýtur mikillar virðingar fyrir vandaða umfjöllun um þau mál sem hæst ber í þjóðlífinu vestan hafs og á alþjóðavettvangi hverju sinni. Að þessu sinni var rætt um ferðamál og þær hremmingar sem ferðaþjónustan hefur mátt þola síðustu misseri.