Fara í efni

Sérfræðingur – Ferðamálastofa/Vakinn

Sérfræðingur

Ferðamálastofa leitar eftir sérfræðingi til starfa sem fyrst. Viðkomandi getur verið með starfsstöð í Reykjavík eða á Akureyri. Um er að ræða 100% starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.

Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga á atvinnugrein í örum vexti og löngun til að takast á við verkefni á sviði gæðamála og alþjóðasamstarfs. Starfinu geta fylgt töluverð ferðalög, sérstaklega innanlands.

Nánar um starfið:

  • Gæðaúttektir hjá þátttakendum í Vakanum
  • Ráðgjöf og liðsinni við þátttakendur.
  • Úrvinnsla úttekta og eftirfylgni.
  • Aðkoma að uppfærsla á heimasíðu og Facebooksíðu Vakans, endurskoðun og uppfærsla á hjálpargögnum Vakans o. fl.
  • Liðsinni við ferðamálastjóra vegna alþjóðlegra samstarfsverkefna.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • BS/BA í ferðamálafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli og einu norðurlandamáli.
  • Reynsla af textaskrifum nauðsynleg.
  • Góð tölvuþekking, bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga.
  • Góðir samskiptahæfileikar, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Þekking á störfum innan ferðaþjónustugreina er skilyrði.
  • Reynsla af alþjóðasamskiptum er kostur.

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2015.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast skrifstofu Ferðamálastofu Hafnarstræti 91, 600 Akureyri eða á netfangið upplysingar@ferdamalastofa.is og vera merktar starfinu. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða en öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elías Bj. Gíslason forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs, elias@ferdamalastofa.is. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér starfssemi Ferðamálastofu hér á vefnum.