Skráning hafin á Vestnorden 2015 í Færeyjum

Vestnorden

Vestnorden Travel Mart ferðakaupstefnan verður haldin í þrítugasta sinn, þetta skiptið í Færeyjum, dagana 22. og 23. september.

Vestnorden er samstarfsverkefni Íslands, Grænlands og Færeyja sem skiptast á að halda viðburðinn og þetta árið er komið að Færeyingum. Þangað munu leggja leið sína ferðaþjónustufyrirtæki frá Íslandi og Grænlandi og kynna framboð sitt á sviði ferðaþjónustu ásamt Færeyingum. Erlendum ferðaheildsölum er einnig boðið til að mynda ný viðskiptasambönd en ekki síður til að styrkja núverandi tengsl. Nánari upplýsingar og skráning er á vefsíðu kaupstefnunnar.

Við hvetjum þá sem ætla að mæta til að skrá sig sem fyrst þar sem pláss í sýningarhöllinni og gisting klárast fljótt.


Athugasemdir