Fréttir

Menntadagur atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins ásamt sjö aðildarsamtökum SA efna til Menntadags atvinnulífsins mánudaginn 3. mars 2014 á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13-16.30.
Lesa meira

Byko og Tendra kynna gistilausnir fyrir ferðaþjónustu

Gistill er ný gerð einingahúsa úr timbri sem eru sérstaklega hönnuð með þarfir þeirra sem reka hótel og gistiheimili í huga.
Lesa meira

Samið um þolmarkarannsóknir á átta stöðum

Ferðamálastofa hefur samið við Háskóla Íslands um framkvæmd þolmarkarannsókna á átta vinsælum ferðamannastöðum á Suður- og Vesturlandi. Samningunum tengjast einnig fleiri rannsóknir um áhrif ferðamennsku.
Lesa meira

Hjólaleiðir á Íslandi hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

Verkefnið Hjólaleiðir á Íslandi hlaut í gær nýsköpunarverðlaun forseta Íslands. Verkefnið fólst í því að vega og meta hjólaleiðir á Íslandi út frá kröfum EuroVelo verkefnisins með það að markmiði að koma einni leið á Íslandi inn á kort EuroVelo.
Lesa meira

VAKINN - Endurskoðuð viðmið

Endurskoðuð viðmið VAKANS, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar, tóku gildi 1. janúar síðastliðinn.
Lesa meira

VAKINN - fjarnámskeið í febrúar

Næstu fjarnámskeið um VAKANN verða haldin mánudaginn 17 febrúar. Um er að ræða þrjú námskeið; almenn innleiðing á VAKANUM, gerð öryggisáætlana og umhverfiskerfi VAKANS.
Lesa meira

40% fjölgun ferðamanna í janúar

Um 46 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar í ár samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða um 13.400 fleiri en í janúar á síðasta ári. Um er að ræða 40,1% fjölgun ferðamanna í janúar milli ára.
Lesa meira

Vilt þú liðsinna fyrirtækjum við innleiðingu VAKANS? -Kynning fyrir ráðgjafa

Fimmtudaginn 13. febrúar nk. mun Ferðamálastofa halda kynningu fyrir ráðgjafa sem áhuga hafa á að liðsinna fyrirtækjum við innleiðingu á VAKANUM, gæða – og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 14%

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í fyrra. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira

Kristbjörg Auður ráðin til Ferðamálastofu

Kristbjörg Auður Eiðsdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á starfsstöð Ferðamálastofu á Akureyri. Kristbjörg kemur m.a. til með að vinna að gerð viðmiða og innleiðingu á gistihluta VAKANS og að úttektum. Starfið var auglýst í nóvember og bárust ríflega 30 umsóknir.
Lesa meira