Fara í efni

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 14%

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 14%

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í fyrra. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Ríflega 2 milljónir gistinátta

Gistinætur á hótelum fyrir árið 2013 voru 2.047.022 til samanburðar við 1.794.367 gistinætur árið 2012. Frá árinu 2012 hefur gistinóttum erlendra gesta fjölgað um 15% á meðan gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um 10%.

31% fjölgun í desember 2013

Gistinætur á hótelum í desember voru 117.100 sem er 31% aukning miðað við desember 2012. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 43% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 5%.

Nánar á vef Hagstofunnar