Fara í efni

Elías Bj. Gíslason settur ferðamálastjóri

Elías Bj. Gíslason
Elías Bj. Gíslason

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálstjóri fór nú um mánaðamótin í fjögurra mánaða starfsleyfi. Á meðan hefur ráðherra ferðamála falið Elíasi Bj. Gíslasyni að gegna starfi ferðamálastjóra.

Hjá Ferðamálastofu frá 1998

Elías hefur starfað hjá Ferðamálastofu frá árinu 1998 sem forstöðumaður skrifstofunnar á Akureyri. Mun hann gegna því starfi samhliða.

Fjölþætt reynsla

Hann er með MBA gráðu frá Florida Institute of Technology og BSc gráðu í viðskiptafræði með áherslu á hótelstjórn frá Webber College en báðir þessi skólar eru í Bandaríkjunum. Þá er Elías einnig útskrifaður sem matreiðslumaður frá Hótel og veitingaskóla Íslands. Hann á að baki fjölþætta reynslu innan ferðaþjónustunnar, m.a. sem hótelstjóri á Hótel KEA og Edduhótelunum og sem atvinnu- og ferðamálafulltrúi í Vestmannaeyjum. Á árum áður starfaði Elías einnig hér heima og erlendis sem matreiðslumaður.