Fara í efni

Ert þú með tilnefningu til Umhverfisverðlauna 2013?

©arctic-images.com
©arctic-images.com

Við minnum á að um helgina rennur út frestur vegna tilnefninga til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2013. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða aðilum sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.

Hverjir koma til greina sem verðlaunahafar?

Allir þeir sem tengjast ferðamálum og láta sig umhverfismál varða og vinna markvisst að því að viðhalda jafnvægi milli efnahagslegra, náttúrlegra og félagslegra þátta, geta komið til greina. Það geta verið einstaklingar, fyrirtæki eða félagasamtök.

Hvernig er tilnefnt?

Aðilar geta tilnefnt hvort sem er sjálfa sig eða önnur fyrirtæki/félög. Tilnefningar sendist á skrifstofu Ferðamálastofu, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík, merktar Umhverfisverðlaun eða með tölvupósti á umhverfisstjóra stofnunarinnar, Björn Jóhannsson, á netfangið bjorn@ferdamalastofa.is
og er frestur til og með 1. febrúar næstkomandi.

Skjal til útfyllingar
Hér að neðan er skjal með spurningum og atriðum sem þurfa að vera í lagi þegar ferðaþjónustuaðilar eru tilnefndir.