Fara í efni

Björn Jóhannsson ráðinn umhverfisstjóri Ferðamálastofu

Björn JóhannsonBjörn Jóhannsson hefur verið ráðinn umhverfisstjóri Ferðamálastofu. Umsóknarfrestur um starfið rann út 15. júlí og bárust margar góðar umsóknir.

Landslagsarkitekt og alþjóðaviðskipti

Björn Jóhannsson er með BA hons. próf í landslagsarkitektúr frá háskólanum í Gloucestershire og diplóma frá sama skóla. Hann hefur jafnframt lokið M.Sc. prófi í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.

Víðtæk starfsreynsla

Ljóst er að Björn kemur vel búinn til starfsins en hann hefur yfir 20 ára starfsreynslu af hönnun og skipulagi, sem og reynslu af stefnumótun, verkefnastjórnun, kennslu, námskeiðahaldi og fyrirlestrum og ritstjórn verkefna bæði fyrir prent og vef. Hann hefur starfað sjálfstætt sem landslagsarkitekt á undanförnum árum og hafa verkefni hans hlotið ýmsar viðurkenningar. Auk þessa starfaði hann á síðustu tveimur árum sem ráðgjafi og markaðsstjóri hjá vefsíðufyrirtækinu Allra Átta. Hann mun hefja störf hjá Ferðamálastofu um miðjan september.

Starfsfólk Ferðamálastofu býður Björn velkominn til starfa og hlakkar til samstarfsins.