Fara í efni

Hjólavænir ferðamannastaðir

Hjólaferðamennska fer vaxandi á Íslandi.
Hjólaferðamennska fer vaxandi á Íslandi.

VSÓ Ráðgjöf hefur gefið út leiðbeiningar og gátlista um aðbúnað hjólavænna ferðamannastaða. Ritið er unnið með styrk frá Ferðamálastofu.

Verkefnisstjórn var í höndum Fríðu B. Eðvarðsdóttur og hugmyndavinna m.a. frá Eyrúnu Björnsdóttur hjá Hike&Bike, Sveini Rúnari Traustasyni hjá Ferðamálastofu og Sesselíu Traustadóttur hjá Hjólafærni.

Grunnupplýsingar um aðbúnað og skipulag hjólastæða

Markmiðið með leiðbeiningunum er að gefa grunnupplýsingar um aðbúnað og skipulag hjólastæða þannig að rekstraraðilar geti markvisst byggt upp aðbúnað og þjónustu til þessa notendahóps. Áhuginn er einnig vaxandi hjá sveitarfélögum og rekstraraðilum að bæta aðstöðu og gera vel við hjólreiðafólk sem vistvæna vegfarendur.

Hjólavænir ferðamannastaðir - Gátlisti og leiðbeiningar um aðbúnað