Fara í efni

SAF auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Erna Hauksdóttir hefur stýrt SAF frá stofnun samtakanna.
Erna Hauksdóttir hefur stýrt SAF frá stofnun samtakanna.

Samtök ferðaþjónustunnar hafa auglýst eftir framkvæmdastjóra. Erna Hauksdóttir, sem gegnt hefur starfinu frá stofnun samtakanna í nóvember 1998, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. desember næstkomandi. 

Samtök ferðaþjónustunnar eru hagsmunasamtök allra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu. Samtökin voru byggð á grunni Sambands veitinga- og gistihúsa og lögðu önnur hagsmunasamtök sem störfuðu innan ferðaþjónustunnar niður starfsemi sína á sama tíma. Meginhlutverk SAF er að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna, vinna að því að fyrirtækin búi við starfsskilyrði sem gera þau samkeppnishæf á alþjóðamarkaði og vinna að vexti og viðgangi greinarinnar með öllum tiltækum ráðum.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 4. september.

auglýsing um starf saf