Fara í efni

Kosið um bestu tillöguna að lýsandi nafni fyrir Ísland

Ein tillagan er til að mynda
Ein tillagan er til að mynda "Aliveland"

Sunnudaginn 21. apríl verður opnuð ljósmyndasýning á Austurvelli þar sem sýndar verða 20 vinsælustu tillögurnar í nafnasamkeppni vetrarherferðar Inspired by Iceland.

Margar áhugaverðar tillögur

Herferðin hófst í ágúst 2012 og var erlendum ferðamönnum og vinum Inspired by Iceland gert kleift að senda inn tillögur að því hvað Ísland ætti að heita ef það væri að gefa landinu nafn miðað við sín kynni af landinu. Meðal þeirra nafna sem stungið hefur verið upp á eru: Iceland is my Wonderland, Iceland is my Lavaland, Iceland is my Aliveland, Iceland is my Amazeland og Iceland is my Uniqueland.

Jón Gnarr Borgarstjóri mun opna sýninguna og kynna 2 vinsælustu tillögurnar sem keppa um sigurinn. Opnunin fer fram á Austurvelli á sunnudaginn kemur, 21. apríl og byrjar kl. 13:00.

Kosið um tvær tillögur

Í framhaldi af sýningunni verður kosið um þær tvær tillögur sem vöktu mesta athygli en kosningin mun fara fram á heimasíðu Inspired by Iceland.

Við hvetjum alla til þess að koma á Austurvöll og skoða fallegar myndir með flottum og skemmtilegum tillögum af nafni á landinu.

Með kveðju,
Ísland – allt árið teymið