Fara í efni

Ferðaþjónusta í tölum 2012 komin út

Ferðaþjónusta í tölum 2012 komin út

Árlegur talnabæklingur Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta í tölum 2012, er nú komin út. Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu.

Í bæklingnum eru teknar saman og settar fram myndrænt og í texta ýmsar tölulegar staðreyndir um íslenska ferðaþjónustu, fjölda erlendra ferðamanna, gistinætur og ferðahegun erlendra ferðamanna og Íslendinga. Helstu heimildir eru kannanir Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna og Íslendinga, talning ferðamanna í Leifsstöð og tölur frá Hagstofunni. Meðal þess sem sjá má í bæklingnum er:

 • Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu
 • Hlutur ferðaþjónustu í gjaldeyristekjum
 • Ferðaneysla erlendra ferðamanna
 • Kaup á ferðaþjónustu innanlands
 • Meðalútgjöld erlendra ferðamanna
 • Fjöldi ferðamanna og skipafarþega
 • Ferðamenn eftir þjóðerni
 • Gistirými eftir landshlutum
 • Nýting á gistirými
 • Gistinætur erlendra ferðamanna og Íslendinga
 • Greining á ferðamönnum eftir kyni, aldri, starfi og tekjum 
 • Ákvörðunarferli erlendra ferðamanna að Íslandsferð, ferðahegðum þeirra á Íslandi, útgjöld og viðhorf þeirra til ýmissa þátta
 • Ferðalög Íslendinga innanlands og utan, ferðahegðun innanlands og áform um ferðalög

Ritið í heild er aðgengilegt hér að neðan í PDF-formi. Ensk útgáfa er væntanleg á næstu dögum.

Nánari upplýsingar gefur Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri Ferðamálastofu oddny@ferdamalastofa.is.

 Ferðaþjónusta í tölum 2012