Fara í efni

Stuttmyndasamkeppni til kynningar á Evrópu

Stuttmyndasamkeppni til kynningar á Evrópu

Íslensku kvikmyndagerðarfólki gefst kostur á þátttöku í stuttmyndasamkeppni sem Evrópska ferðamálaráðið (ETC) hefur blásið til og hefur að markmiði að efla Evrópu sem áfangastað ferðafólks. Verkefnið er stutt af framkvæmdastjórn ESB.

Kvikmyndagerðarfólk, 18 ára og eldra, getur sent inn hugmyndir sínar, sem síðan verður valið úr. Í byrjun verða valdir 10 aðilar sem fá að kynna hugmyndir sínar betur, fimm af þeim verða boðaðir til Brussel í viðtal og að lokum valinn einn sem boðið verður að gera 3 mínúta mynd um Evrópu sem áfangastað ferðafólks. Til verksins fær viðkomandi 20.000 Evrur og tækifæri til að ferðast um alla Evrópu til að taka upp myndina. Frestur til að skila inn frumhugmynd að mynd er mánudaginn 13. maí næstkomandi en reiknað er með að upptökur fari fram í júlí og ágúst.

Nánari upplýsingar:
http://www.euroshorts-films.com/