Fréttir

Tilkynnt um úthlutun smærri styrkja

Styrknefnd Ferðamálastofu hefur lokið yfirferð og tekið ákvörðun um úthlutun smærri styrkja til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum 2012. Til úthlutunar voru 8 milljónir króna og fengu 24 verkefni styrk. Alls bárust 75 styrkumsóknir að heildarupphæð 49 milljónir króna. Ætlað fyrir efniskostnaði og/eða hönnunÁhersla var á verkefni sem tengjast uppbyggingu og vöruþróun göngu- og hjólaleiða, bættu aðgengi og öryggi ferðamanna og söguferðamennsku. Styrkurinn er ætlaður fyrir efniskostnaði og/eða hönnun. Fleiri möguleikar til styrkjaSveinn Rúnar Traustason umhverfsisstjóri Ferðamálastofu segir að því miður hafi óhjákvæmilega mörg góð verkefni ekki fengið styrk að þessu sinni. „Við bendum á að Ferðamálastofa mun auglýsa eftir umsóknum til verkefna er tengjast heildarskipulagi, stefnumörkun og vöruþróun ferðamannastaða og -leiða í sumar eða haust. Þá mun Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsa eftir styrkumsóknum fyrir árið 2013 innan skamms. Mörg þeirra verkefna sem ekki fengu styrk núna eru gjaldgeng í þá sjóði,“ segir Sveinn Rúnar. Listi yfir styrkþega og verkefni þeirra er í meðfylgjandi PDF skjali. Smærri styrkir til úrbóta í umhverfismálum 2012 (PDF)
Lesa meira

Ferðamönnum fjölgaði um 20,4% á fyrsta ársþriðjungi

Um 37 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum aprílmánuði eða um fimm þúsund fleiri en í apríl 2011. Aukningin 16,5% milli áraFerðamenn nú í apríl voru 16,5% fleiri en í apríl í fyrra en á því ellefu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur talið ferðamenn í Leifsstöð hefur aukningin verið að jafnaði 8,2% milli ára í mánuðinum, eins og sjá má í töflunni hér til hliðar. 81% ferðamanna af tíu þjóðernumAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í apríl frá Bretlandi eða 22,4% af heildarfjölda. Næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn, 11,8% og Norðmenn, 10,3%. Síðan komu Danir (7,6%), Svíar (7,0%), Þjóðverjar (6,8%), Frakkar (5,9%), Kanadamenn (3,4%), Hollendingar (3,1%) og Finnar (2,9%). Samtals voru þessar tíu þjóðir 81,2% af heildarfjölda ferðamanna í apríl. Norður-Ameríkubúar og Bretar báru uppi fjölgun í aprílEf litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun Norður-Ameríkubúa og Breta frá því í apríl í fyrra. Þannig fjölgaði Norður-Ameríkubúum um 33,7% og Bretum um 25,5%. Norðurlandabúum fjölgaði nokkuð eða um 10,4% og sama má segja um Breta sem fjölgaði um 7,1%. Ferðamönnum frá löndum sem flokkuð eru undir annað fjölgaði um 13,8% milli ára. Ferðamönnum hefur fjölgað um 20,4% frá áramótumFrá áramótum hafa 125.333 erlendir ferðamenn farið frá landinu sem er 20,4% aukning frá árinu áður. Tæplega helmingsaukning (45,9%) hefur verið í brottförum Breta, ríflega fjórðungsaukning (27,7%) í brottförum N-Ameríkana og um fimmtungsaukning (21,8%) frá löndum sem flokkast undir ,,Annað”. Brottförum Norðurlandabúa hefur fjölgað um 8,0% en fjöldi Mið- og S-Evrópubúa hefur hins vegar staðið í stað. Utanferðir ÍslendingaSvipaður fjöldi Íslendinga fór utan í nýliðnum apríl og í fyrra eða um 29 þúsund. Frá áramótum hafa 100 þúsund Íslendingar farið utan, sex þúsund fleiri en árið 2012. Aukningin nemur 6,4% milli ára. Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni / Ferðamannatalningar hér á vefnum. Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is   Apríl eftir þjóðernum Janúar - apríl eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Bandaríkin 3.318 4.450 1.132 34,1   Bandaríkin 12.837 16.756 3.919 30,5 Bretland 6.722 8.437 1.715 25,5   Bretland 24.000 35.022 11.022 45,9 Danmörk 3.175 2.855 -320 -10,1   Danmörk 8.480 8.790 310 3,7 Finnland 937 1.093 156 16,6   Finnland 1.947 2.472 525 27,0 Frakkland 1.836 2.213 377 20,5   Frakkland 6.137 6.683 546 8,9 Holland 1.216 1.158 -58 -4,8   Holland 4.074 4.180 106 2,6 Ítalía 327 329 2 0,6   Ítalía 1.091 1.140 49 4,5 Japan 228 415 187 82,0   Japan 2.364 3.453 1.089 46,1 Kanada 977 1.294 317 32,4   Kanada 2.157 2.394 237 11,0 Kína 420 630 210 50,0   Kína 1.059 1.798 739 69,8 Noregur 3.008 3.889 881 29,3   Noregur 8.602 10.700 2.098 24,4 Pólland 939 911 -28 -3,0   Pólland 2.356 2.266 -90 -3,8 Rússland 130 203 73 56,2   Rússland 542 737 195 36,0 Spánn 505 436 -69 -13,7   Spánn 1.474 1.340 -134 -9,1 Sviss 186 325 139 74,7   Sviss 823 976 153 18,6 Svíþjóð 2.381 2.651 270 11,3   Svíþjóð 7.614 6.806 -808 -10,6 Þýskaland 2.496 2.571 75 3,0   Þýskaland 7.477 6.937 -540 -7,2 Annað 3.532 3.815 283 8,0   Annað 11.034 12.883 1.849 16,8 Samtals 32.333 37.675 5.342 16,5   Samtals 104.068 125.333 21.265 20,4                       Apríl eftir markaðssvæðum Janúar - apríl eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Norðurlönd 9.501 10.488 987 10,4   Norðurlönd 26.643 28.768 2.125 8,0 Bretland 6.722 8.437 1.715 25,5   Bretland 24.000 35.022 11.022 45,9 Mið-/S-Evrópa 6.566 7.032 466 7,1   Mið-/S-Evrópa 21.076 21.256 180 0,9 N-Ameríka 4.295 5.744 1.449 33,7   N-Ameríka 14.994 19.150 4.156 27,7 Annað 5.249 5.974 725 13,8   Annað 17.355 21.137 3.782 21,8 Samtals 32.333 37.675 5.342 16,5   Samtals 104.068 125.333 21.265 20,4                       Ísland 28.996 28.884 -112 -0,4   Ísland 94.016 100.007 5.991 6,4
Lesa meira

Fimm sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Líkt og undanfarin sumur tekur Ferðamálastofa þátt í átaki Velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnun um sumarstörf sem eru opin öllum námsmönnum, sem eru á milli anna eða skólastiga, og þeim sem eru á atvinnuleysisskrá. Störfin eru hluti af tímabundnu átaksverkefni á vegum ráðuneyta og undirstofnanna þeirra. Hjá Ferðamálastofu er um að ræða fimm störf: Gagnasöfnun ferðamannastaðaStarfið felst í gagnasöfnun um ástand og framtíðaráform varðandi skipulagningu ferðamannastaða. Nánar Eftirlit með leyfislausum aðilum í ferðaþjónustuStarfið felst í því að kanna leyfismál ferðaþjónustuaðila, eftir ábendingum eða af eigin frumkvæði. Nánar Breytingar á lögum ferðamálaFyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp til breytinga á lögum um skipan ferðamála. Frumvarpið felur í sér talsverðar breytingar á skilyrðum og útgáfu leyfa, öryggismálum o.fl. Starfið felst í að innleiða þær breytingar sem nauðsynlegar eru, samskipti og upplýsingagjöf til ferðaþjónustuaðila. Nánar Gagnagrunnur Ferðamálastofuheldur úti gagnagrunni um ferðaþjónustuaðila á Íslandi. Starfið felst í því að fara yfir og bæta við upplýsingum í grunninn. Nánar Efnisöflun fyrir VAKANN/gæðakerfiVerkefnið gengur út á að safna saman efni, t.d. um umhverfismál, aðbúnað og þjónustu sem nýst getur ferðaþjónustuaðilum og koma þessu efni inn á vakinn.is Nánar Umsóknir og umsóknarfresturOpnað hefur verið fyrir umsóknir á vef Vinnumálastofnunar en alls er um að ræða 900 störf, 500 á vegum ráðuneyta og undirstofnana og um 400 á vegum sveitarfélaga. Umsóknarfresturinn er til 14. maí og stefnt er á að ljúka ráðningum um miðjan maí.
Lesa meira