Fara í efni

Fimm sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Sumarkunnun 20116
Sumarkunnun 20116

Líkt og undanfarin sumur tekur Ferðamálastofa þátt í átaki Velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnun um sumarstörf sem eru opin öllum námsmönnum, sem eru á milli anna eða skólastiga, og þeim sem eru á atvinnuleysisskrá. Störfin eru hluti af tímabundnu átaksverkefni á vegum ráðuneyta og undirstofnanna þeirra.

Hjá Ferðamálastofu er um að ræða fimm störf:

Gagnasöfnun ferðamannastaða
Starfið felst í gagnasöfnun um ástand og framtíðaráform varðandi skipulagningu ferðamannastaða. Nánar

Eftirlit með leyfislausum aðilum í ferðaþjónustu
Starfið felst í því að kanna leyfismál ferðaþjónustuaðila, eftir ábendingum eða af eigin frumkvæði. Nánar

Breytingar á lögum ferðamála
Fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp til breytinga á lögum um skipan ferðamála. Frumvarpið felur í sér talsverðar breytingar á skilyrðum og útgáfu leyfa, öryggismálum o.fl. Starfið felst í að innleiða þær breytingar sem nauðsynlegar eru, samskipti og upplýsingagjöf til ferðaþjónustuaðila. Nánar

Gagnagrunnur Ferðamálastofu
heldur úti gagnagrunni um ferðaþjónustuaðila á Íslandi. Starfið felst í því að fara yfir og bæta við upplýsingum í grunninn. Nánar

Efnisöflun fyrir VAKANN/gæðakerfi
Verkefnið gengur út á að safna saman efni, t.d. um umhverfismál, aðbúnað og þjónustu sem nýst getur ferðaþjónustuaðilum og koma þessu efni inn á vakinn.is Nánar

Umsóknir og umsóknarfrestur
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á vef Vinnumálastofnunar en alls er um að ræða 900 störf, 500 á vegum ráðuneyta og undirstofnana og um 400 á vegum sveitarfélaga. Umsóknarfresturinn er til 14. maí og stefnt er á að ljúka ráðningum um miðjan maí.