Fréttir

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í nóvember

Í nóvember síðastliðnum fóru rúmlega 107 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við tæplega 95 þúsund í nóvember í fyrra. Fjölgunin nemur 13% á milli ára. Tæplega 8% aukning hefur orðið á umferð farþega um völlinn þar sem af er ári sé miðað við sama tímabil árið 2009. Hlutfallslega er fjölun áfram- og skiptifarþega meiri en þeirra sem eru á leið inn í landið eða fara frá því. Inn í tölunum er öll  umfeð um flugvöllinn og er hún ekki sundurgreind eftir þjóðerni. Á vegum Ferðamálastofu eru taldir allir þeir sem fara úr landi og tölunum skipt niður eftir þjóðerni. Verður fróðlegt að sjá hvernig  þær tölur hafa þróast í nóvember. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.   nóv.10 YTD nóv.09 YTD Mán % breyting YTD % breyting Héðan: 43.869 680.857 40.008 672.863 9,65% 1,19% Hingað: 45.234 696.652 40.045 673.543 12,96% 3,43% Áfram: 2.049 21.154 2.866 43.744 -28,51% -5,16% Skipti. 16.120 288.843 11.877 177.155 35,72% 63,05%   107.272 1.688 94.796 1.567.305 13,16% 7,67%
Lesa meira

EIBTM í Barcelona

EIBTM sýningin í Barcelona fer fram dagana 30. nóvember - 2. desember 2010 og sér Ráðstefnuskrofstofa Íslands um áð skipuleggja þátttöku Íslands.  Þátttökukostnaður per fyrirtæki er ?2345 og síðasti dagur til þess að skrá sig fyrir hækkun er 30. ágúst 2010.  Fyrirtæki sem hafa þegar skráð sig eru beðin að staðfesta fyrri skráningar. Nánari upplýsingar á www.radstefnuskrifstofa.is
Lesa meira

Áhugi kannaður á þátttöku á TUR ferðasýningunni

Íslandsstofa kannar áhuga íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á ferðasýningunni  TUR, sem haldin verður í Gautaborg í Svíþjóð  dagana 24-27 mars 2011. TUR er tvískipt sýning þar sem fyrstu tveir dagar sýningarinnar eru eingöngu B2B en seinni tveir dagar eru opnir fyrir almenning. Á TUR gefst gott tækifæri fyrir íslensk fyriræki í ferðaþjónustu að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum. Þátttaka í sýningunni getur verið með tvennum hætti: Full þátttaka  og viðvera á Íslandsbásnum Senda kynningarefni til dreifingar á sýningunni TUR er stærsta ferðasýningin á Norðurlöndunum en um 40.000–50.000 manns sækja hana. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband sem allra fyrst og eigi síðar en 8. desember. Nánari upplýsingar veitir Sunna Þórðardóttir, sunna@islandsstofa.is. Sími: 5114000. Nánari upplýsingar um sýninguna má sjá á heimasíðu TUR
Lesa meira

Gistibæklingurinn Áning er kominn út

Gistibæklingurinn Áning er nú kominn út sautjánda árið í röð. Hann kemur út í 50.000 eintökum á íslensku, ensku og þýsku. Í bæklingnum er að finna upplýsingar um tæplega 240 gististaði, um 60 tjaldsvæði og 40 sundlaugar og staðsetningu þeirra um land allt. Áningu er dreift ókeypis á öllum helstu ferðamannastöðum innanlands, á upplýsingamiðstöðvum, hótelum og gistiheimilum og víðar. Áningu er einnig dreift til yfir 200 ferðaskrifstofa í Evrópu og Norður-Ameríku,sem selja ferðir til Íslands. Þá er Áningu einnig dreift um borð í Norrænu. Netútgáfu bæklingsins er að finna á www.heimur.is/world og www.icelandreview.com   Útgáfufélagið Heimur hf. gefur bæklinginn út, ritstjóri er Ottó Schopka" segir í fréttatilkynningu frá útgáfufélaginu Heimi hf.
Lesa meira