Fréttir

Eftirlíkingar af inspired vídeóum

Hér er nokkuð nákvæm eftirlíking af videoinu okkar góða gert af Slóvenskum stelpum.  http://www.youtube.com/watch?v=mcXYEtxfMHI   Og þessi Belgi er líka Inspired by Inspired by Iceland. http://www.youtube.com/watch?v=0JfnmQOMRUU
Lesa meira

Frestað! - Málþing um stöðu fámennra byggða

28. okt: Málþinginu hefur verið frestað í ljósi slæmrar veðurspár.   Þann 30 október gengst Sveitarfélagið Skagafjörður, í samvinnu við samtökin Landsbyggðin lifi og íbúa í Fljótum, fyrir málþingi um stöðu fámennra byggða. Þar verður fjallað um atvinnumál og búsetu í fámennum byggðum, ekki síst um nýsköpun og nýjar hugmyndir í ferðaþjónstu. Nokkrir aðilar flytja framsöguerindi en síðari hluti málþingsins verður helgaður hópastarfi þar sem unnið verður með hugmyndir til uppbyggingar í fámennum byggðum, með sérstakri áherslu á hugmyndir heimamanna í Fljótum. Málþingið er öllum opið. Nánari upplýsingar og dagskrá (PDF)    
Lesa meira

Golf World

Umfjöllun í tímaritinu Golf World (PDF)    
Lesa meira

Ísland vinnur alþjóðleg markaðsverðlaun

Ráðstefnuskrifstofa Íslands (RSÍ) og Inspired By Iceland verkefnið báru sigur úr bítum í úrslitum markaðsverðlauna ICCA-samtakanna, stærstu alþjóðlegu samtaka aðila á ráðstefnu og hvataferðamarkaðinum. Verðlaunin voru afhent í dag í Hyderabad á Indlandi. Verðlaunin tengjast Inspired by Iceland verkefninu og hvernig aðildarfélagar RSÍ brugðust við þeim vanda sem eldgosið í Eyjafjallajökli skapaði. Þetta er því í raun viðurkenning á góðu starfi aðildarfélaga RSÍ og fagmennsku þeirra sem tryggði að höggið var minna en upphaflega stefndi í, sem og hvernig Inspired by Iceland verkefnið studdi við allar gerðir ferðamennsku til landsins. Stærstu alþjóðlegu samtök í faginuICCA eru sem fyrr segir stærstu alþjóðleg samtök aðila á ráðstefnu og hvataferðamarkaðinum. Meðlimir eru um 900 talsins í 86 löndum um allan heim. Verðlaunin sem um ræðir nefnast „Best Marketing Award“ og eru veitt til aðila sem þykir hafa staðið sig framúrskarandi vel í að koma vöru sinni eða þjónustu á framfæri. Ljóst er að sigur Íslands í þessari keppni kemur til með að vekja rækilega athygli á landinu sem valkosti á ráðstefnu og hvataferðamarkaðinum. Má segja að hann komi á góðum tíma nú þegar styttist í að Harpa verði opnuð. Hvatning til að halda áfram"Verðlaunin eru fyrst og fremst viðurkenning á því markaðsstarfi sem var unnið í kjölfar gossins. Þau munu einnig hjálpa okkur sem störfum á ráðstefnu- og hvataferðamarkaðinum því að þau vekja mikla athygli á landi og þjóð og sýna að hér búa og starfa fagfólk sem kann að bregðast hratt og örugglega við. Í því liggur styrkur okkar sem áfangastaðar fyrir þessa gerð ferðamennsku. Verðlaunin eru líka hvatning til þess að halda áfram og sýnir einnig fram á mikilvægi samvinnu allra þeirra sem koma að markaðssetningu lands og þjóðar," segir Anna Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Ráðstefnuskrofstofu Íslands, sem veitti verðlaununum viðtöku. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri. Þrír aðilar komust í úrslit en keppinautarnir voru Excel-sýningarhöllin í London og Sandon ráðstefnumiðstöðin í Suður-Afríku. Um ráðstefnuskrifstofu ÍslandsHlutverk Ráðstefnuskrifstofu Íslands er að markaðssetja Ísland á erlendum vettvangi sem áfangastað fyrir fundi, ráðstefnur og hvatningaferðir. Aðildarfélagar eru Ferðamálastofa, Icelandair, Reykjavíkurborg og leiðandi aðilar á sviði funda og ráðstefnuhalds, svo sem hótel, ferðaskrifstofur og veitingahús. Um Inspired by IcelandAð markaðsátakinu Inspired by Iceland standa iðnaðarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Íslandsstofa og yfir 80 íslensk ferðaþjónstufyrirtæki. Frétt ICCA um sigur Íslands  
Lesa meira

Ferðamál og félagsvísindi

Föstudaginn 29. október 2010 verður hin árlega félagsvísindaráðstefna Þjóðarspegill haldin við Háskóla Íslands. Sem fyrri ár verða tvær málstofur um ferðamál og hefjast þær eftir hádegið, kl. 13.00 og eru í Gimli, byggingu tengdri nýju Háskólatorgi. Rannsóknamiðstöð ferðamála er beintengd 5 af 8 verkefnum sem þarna eru kynnt, sum unnin af starfsfólki RMF en önnur með stuðning og aðkomu RMF. Samhliða ráðstefnunni verður sem fyrri ár fundur kennara og rannsakenda í ferðamálafræðum og verðu hann haldin 17.00 daginn áður (28. okt) í veitingastaðnum Dill í Norræna Húsinu. Hér að neðan má sjá hvað fjallað verður um á þessum tveimur málstofum en hvert erindi er um 15 mínútur.  
Lesa meira

Umfjöllun í Kína

Smellið á hlekkina í fréeinni til að skoða umfjallanir. Neðst eru einnig hlekkir á tvö myndbönd. 54 pics http://2010.qq.com/a/20101019/000009.htm#p=1 65 pics http://2010.qq.com/a/20101019/000160.htm#p=1 Whale watching http://2010.qq.com/a/20101020/000224.htm#p=1   Video http://2010.qq.com/a/20101019/000103.htm http://2010.qq.com/a/20101019/000104.htm  
Lesa meira

Umfjöllun í Kína

54 pics http://2010.qq.com/a/20101019/000009.htm#p=1 65 pics http://2010.qq.com/a/20101019/000160.htm#p=1 Whale watching http://2010.qq.com/a/20101020/000224.htm#p=1   Video http://2010.qq.com/a/20101019/000103.htm http://2010.qq.com/a/20101019/000104.htm  
Lesa meira

Culinaire Reizen - Holland

Culinaire Reizen - Holland - PDF Power point með myndum úr ferðinni    
Lesa meira

Culinaire Reizen - Holland

Culinaire Reizen - Holland - PDF Power point með myndum úr ferðinni    
Lesa meira

Norrænir styrkjamöguleikar á ýmsum sviðum- kynningafundir

Í tengslum við þing Norðurlandaráðs 2.-4. nóvember verða haldnir kynningafundir um samnorræna styrkjamöguleika á nokkrum sviðum. Margar samnorrænar stofnanir senda fulltrúa á þingið, og var tækifærið nýtt til þess að vera með sameiginlegar kynningar á þeim stofnunum sem veita mestu fé í styrki. Fundirnir eru skipulagðir af því átaksverkefni sem undirritaður heldur utan um og haldnir í samvinnu við Norræna húsið. Fundirnir verða þrír og eru þemaskiptir: - Styrkir til menningar og lista, 2. nóvember kl. 15-17, Listaháskóli Íslands - Styrkir til nýsköpunar og rannsókna, 3. nóvember kl. 9-11, Norræna húsið - Styrkir til umhverfis- og orkumála, 3. nóvember kl. 14-16, Norræna húsið Styrkirnir eru fyrir fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga, þó breytilegt eftir sviðum. Skráning á kynningarfundina fer fram á netfanginu: norden@nmi.is - nauðsynlegt er að tilkynna á hvaða fund er verið að skrá mætingu. Vinsamlegast tilkynnið mætingu fyrir 1. nóvember. Endilega komið upplýsingum um kynningafundina á framfæri við sem flesta. Nánari upplýsingar um kynningafundina er að finna hér:http://www.nmi.is/styrkir-og-studningsmoguleikar/norraenir-styrkir-og-studningsmoguleikar/norraent-samstarf/nr/1115/  
Lesa meira