Fara í efni

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í nóvember

Flugstöð
Flugstöð

Í nóvember síðastliðnum fóru rúmlega 107 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við tæplega 95 þúsund í nóvember í fyrra. Fjölgunin nemur 13% á milli ára.

Tæplega 8% aukning hefur orðið á umferð farþega um völlinn þar sem af er ári sé miðað við sama tímabil árið 2009. Hlutfallslega er fjölun áfram- og skiptifarþega meiri en þeirra sem eru á leið inn í landið eða fara frá því.

Inn í tölunum er öll  umfeð um flugvöllinn og er hún ekki sundurgreind eftir þjóðerni. Á vegum Ferðamálastofu eru taldir allir þeir sem fara úr landi og tölunum skipt niður eftir þjóðerni. Verður fróðlegt að sjá hvernig  þær tölur hafa þróast í nóvember. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.

  nóv.10 YTD nóv.09 YTD Mán % breyting YTD % breyting
Héðan: 43.869 680.857 40.008 672.863 9,65% 1,19%
Hingað: 45.234 696.652 40.045 673.543 12,96% 3,43%
Áfram: 2.049 21.154 2.866 43.744 -28,51% -5,16%
Skipti. 16.120 288.843 11.877 177.155 35,72% 63,05%
  107.272 1.688 94.796 1.567.305 13,16% 7,67%