Fréttir

Gæða- og umhverfiskerfið heitir VAKI

Í dag svipti Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðmála, hulunni af nafni á nýju gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar sem hlotið hefur nafnið VAKI. Efnt var til samkeppni um nafnið - sem skyldi vera á íslensku og lýsandi fyrir verkefnið en jafnframt þjált í framburði á alþjóðavettvangi. 130 tillögur bárustUm 130 tillögur bárust og var það niðurstaða dómnefndar að nýtt gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu skuli hljóta nafnið VAKI en kerfinu sé einmitt ætlað að vaka yfir frammistöðu þeirra sem starfa í greininni og vekja og viðhalda áhuga á gæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Þar sem fleiri en ein tillaga barst með nafninu VAKI var dregið um vinningshafa. Upp kom nafn Gunnars Svavarssonar og hlýtur hann í verðlaun 100 þúsund krónur. Kennimerki VAKAVAKI hefur jafnframt eignast sitt kennimerki sem er vindrella, hönnuð af Þórhalli Kristjánssyni hjá auglýsingastofunni Effekt á Akureyri. Auk almennrar skírskotunar og jákvæðra hughrifa má að mati dómnefndar sjá í merkinu tilvísun til umhverfisins, í þjóðarblóm Íslendinga holtasóleyna, hvað varðar bæði lögun og lit. Þá myndi útlínur merkisins stjörnu og vísi það í viðurkenninguna sem felst í gæðakerfinu. Alls bárust 14 tillögur að merki í lokaðri samkeppni. VAKA er ætlað að auka og efla gæði í ferðaþjónustu á Íslandi og byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustuaðila. Kerfið skiptist annars vegar í stjörnuflokkun fyrir gististaði og hins vegar aðra þjónustu sem tengist ferðamönnum og verður það tekið í notkun á næstu misserum. Fyrirmyndin að kerfinu er sótt til Nýja Sjálands en þróun og aðlögun þess hefur staðið yfir um nokkurt skeið hjá Ferðmálastofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtökum Íslands. Á fundinum kynnti Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður þróunarsviðs Ferðamaálstofu, nýja kerfið. Kynning á Vaka (Powerpoint)
Lesa meira

Farfuglaheimilin í Reykjavík hljóta umhverfisverðlaun Ferðamálstofu 2010

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru veitt í 16. sinn í dag og koma þau að þessu sinni í hlut farfuglaheimilanna í Reykjavík fyrir markvissa umhverfisstefnu og sjálfbæran rekstur. Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, afhendi verðlaunin við athöfn á Grand Hótel Reykjavík. Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu hafa verið veitt frá árinu 1995 því fyrirtæki sem þykir hafa staðið sig best í umhverfismálum það árið innan ferðaþjónustunnar og hreppa farfuglaheimilin í Reykjavík; í Laugardal og á Vesturgötu 17, verðlaunin að þessu sinni. Umhverfisvottaðir gististaðirFram kemur m.a. í rökum dómnefndar að farfuglaheimilin í Reykjavík séu einu umhverfisvottuðu gististaðirnir á höfuðborgarsvæðinu og líklega á landinu öllu ásamt Hótel Hellnum. Það vó einnig þungt við ákvörðun dómnefndarinnar að bæði farfuglaheimilin eru með Svaninn, opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Slík vottun gerir strangar kröfur til þeirra sem hana hljóta og eru farfuglaheimilin í Reykjavík einu gististaðirnir hér á landi sem fengið hafa Svansvottunina. Til eftirbreytniÞá ganga farfuglaheimilin um margt lengra en kröfur eru gerðar um, s.s. í upplýsingagjöf til gesta, og áhugavert þykir að sjá hversu hlutlæg markmiðssetning og eftirfylgni heimilanna er. Þannig sé tryggt að boðað verklag verði ekki orðin tóm. Einnig er til eftirbreytni að mati dómnefndar hversu vel farfuglaheimilin vekja athygli á menningarviðburðum sem eru í gangi á hverjum tíma og taki jafnframt kröftuglega þátt í félagslífinu í sínu nærumhverfi. Fram kom í ávarpi ferðamálaráðherra við athöfnina í dag að farfuglaheimilin í Reykjavík væru vel að verðlaununum komin. Glöggt mætti sjá að umhverfisvitund væri ekki ný af nálinni hjá þeim því Farfuglar hefðu hlotið umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2003. Aðrir sem fengu tilnefningar til verðlaunanna að þessu sinni voru: Bílaleiga AkureyrarDjúpavogshreppurFarfuglaheimilin í ReykjavíkFerðir ehf. (Arinbjörn Jóhannsson Erlebnistouren)Heilsuþorpið á FlúðumHótel FljótshlíðReykholtsstaður Um umhverfisverðlaun FerðamálastofuVerðlaunagripurinn er skúlptúr eftir Aðalstein Svan Sigfússon, myndlistarmann. Hugmynd listamannsins að baki gripnum er að hann sé ör sem vísi upp á við til glæstrar framtíðar. Gripurinn er unninn úr íslensku gabbrói og lerki. Óunni hluti píramídans stendur fyrir ósnortna náttúru sem við viljum varðveita sem lengst. Frá afhendingu verðlaunanna. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri; Stefán Haraldsson, stjórnarformaður Farfugla; Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála; Ásta Kristín Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Farfuglum og Sveinn Rúnar Traustason, umhverfisstjóri Ferðamálastofu.
Lesa meira

Outdoor Guide - Sviss

Outdoor Guide (PDF)    
Lesa meira

Bergauf - Austurríki

Gein í Bergauf, tímariti félags fjallaleisögumanna í Austurríki. Opna (PDF)
Lesa meira

Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2010-2015

Undanfarið misseri hafa Ferðamálasamtök Vestfjarða unnið að stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu. Haldnir voru stefnumótunarfundir um allan fjórðunginn í þeim tilgangi að ná fram sjónarmiðum flestra þeirra sem starfa eða tengjast inn í greinina. Nokkuð á annað hundrað manns lögðu til hugmyndir í stefnumótunina sem fór fram á nokkrum fundum víðsvegar um Vestfirði, stórum og smáum. Þar var leitað eftir því að aðilar í ferðaþjónustu og aðrir sem koma að greininni legðu til sínar hugmyndir. Þessi stefnumótun er því afrakstur greinarinnar sjálfrar, þar sem hún leggur til hvert skuli stefna í ferðamálum fjórðungsins næstu misserin. Í stefnmótunarskýrslunni koma fram tölulegar upplýsingar um stöðu ferðaþjónustunnar í fjórðungnum í dag auk þess sem lagðar eru fram verkefnatillögur og aðgerðaráætlanir. Þar eru ákveðnum aðilum í stoðkerfinu gert að taka frumkvæði í ýmsum verkþáttum og stuðla að því að verkin komist í framkvæmd en rykfalli ekki ofan í skúffu, eins og segir í frétt um verkefnið frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða. Hér er hægt að skoða og fletta stefnumótuninni í vefútgáfu en einnig er hægt að hlaða henni niður í PDF-formi.
Lesa meira

Skotveiðitengd ferðaþjónusta ? málþing

Skotveiðitengd ferðaþjónusta, þróunarmöguleikar í dreifðum byggðum, er yfirskrift álþings sem haldið verður í háskólanum á Akureyri 13. desember kl. 13-17:30. Þar verða m.a. kynntar niðurstöður “North Hunt” verkefnisins. Fundarstjóri er Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála. Staður og tími:Háskólinn á Akureyri, Sólborg. Stofa M-102.13. desember 2010 kl. 13:00 Dagskrá málþings - PDF
Lesa meira

Ndtv.com

Ndtv.com    
Lesa meira

News.bbc.co.uk - Bretland

News.bbc.co.uk - Volcano is Iceland''s new tourist attraction
Lesa meira

Lagafrumvarp fjármálaráðherra um gjaldtöku á ferðamenn

Samkvæmt lagafrumvarpi sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í gær er gert ráð fyrir að greitt verði farþegagjaldi fyrir farþega sem ferðast í flugvélum sem og skipum og gistináttagjald fyrir hverja selda gistinótt. Farþegagjaldið miðast við lengd ferðar og er minnst 65 kr. en mest 390 kr. Gjaldið miðast við bæði innlenda og erlenda ferðamenn. Fyrir hverja gistinótt á hóteli skal greiða 100 krónur í ríkissjóð en 50 krónur fyrir hverja gistinótt á annars konar gististað. Börn undir tveggja ára aldri eru undanþegin gjaldtökunni og börn á aldrinum tveggja til tólf ára greiða helming. Markmiðið með gjaldtökunni er að „stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins," eins og þar segir Frumvarpið má lesa hér
Lesa meira

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2011

Þema náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2011 er sjálfbær ferðaþjónusta. Verðlaunin verða veitt í 17. sinn og nema 350 þúsund dönskum krónum. Þau verða veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur verið í fararbroddi og stuðlað að því að draga úr umhverfisáhrifum ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Öllum er heimilt að senda inn tillögur um verðlaunahafa. Í tillögunum þarf eftirfarandi að koma fram auk rökstuðnings: Kynning og lýsing á starfseminni. Hver hefur haft veg og vanda af starfseminni. Starfsemin skal vera faglega unnin og hafa þýðingu fyrir almenning í einu eða fleiri norrænu ríkjanna. Tillagan má að hámarki vera tvær A-4 síður og skal henta til fjölföldunar. Verðlaunahafinn verður valinn af nefnd sem skipuð er fulltrúum norrænu ríkjanna fimm og sjálfstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Tillögurnar skulu sendar inn á sérstöku eyðublaði og þurfa að berast skrifstofu sendinefndar Noregs í Norðurlandaráði, í síðasta lagi föstudaginn 10. desember 2010 kl. 12.00. Eyðublaðið er hægt að nálgast á vefsíðu Norðurlandaráðs, www.norden.org, eða hjá skrifstofu norsku sendinefndarinnar.  Nordisk RådDen norske delegationStortinget, 0026 OsloSími: +47 2331 3568Netfang: nordpost@stortinget.no
Lesa meira