Fréttir

EDEN ? Gæða áfangastaðir sem tengjast vatni

Ferðamálastofa óskar eftir umsóknum vegna fjórðu Evrópsku EDEN samkeppninnar um gæða áfangastaði í Evrópu. (European Destination of Excellence). Þema ársins 2010 er Sjálfbær ferðaþjónusta tengd vatni (Sustainable Aquatic Tourism). MarkmiðMarkmið EDEN verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni. Áfangastaðurinn þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Staðurinn/svæðið má ekki vera hefðbundinn ferðamannastaður. Fjöldi ferðamanna skal vera lítill eða mjög lítill miðað við landsmeðaltal. Staðurinn/svæðið þarf að vera hannaður eða skilgreindur sem áfangastaður með áherslu á strand-, ár-, eða vatnaferðamennsku og hafi sett sér markmið um að starfa skv. markmiðum WTO um sjálfbæra ferðaþjónustu*. Staðurinn/svæðið þarf að geta sýnt fram á áhugaverða nýsköpun í ferðaþjónustu sem tengist vatni, sjó eða laugum. Nánari upplýsingar:Einn áfangastaður er valinn frá hverju þátttökuríki í Evrópu og hljóta verðlaunahafar titilinn ?2010 EDEN Destination for Sustainable Aquatic Tourism?. Verðlaunaafhendingin og sýning með kynningu á öllum verðlaunaáfangastöðunum fer fram í tengslum við ferðamálaráðstefnuna The European Tourism Forum í nóvember 2010. Allir EDEN verðlaunahafar fá töluverða umfjöllun og kynningu í fjölmiðlum í Evrópu í tengslum við verðlaunaafhendinguna og á vefsíðum og kynningarritum EDEN verkefnisins eftir það. EDEN verðlaunin eru bæði viðurkenning á gæðum viðkomandi áfangastaðar og hafa mikla þýðingu fyrir markaðssetningu. Engin eiginleg peningaverðlaun eru í boði. Hverjir geta tekið þátt:Bæir, sveitarfélög og landssvæði sem mynda landfræðilega heild og sem falla undir skilyrðin hér að ofan. Útfyllt umsóknareyðublöð (sjá hér að enðan) þurfa að hafa borist á netfang umhverfisstjóra Ferðamálastofu sveinn@icetourist.is fyrir miðnætti 31. mars 2010. Ath! Aðeins vandaðar umsóknir, sem eiga fullt erindi í þessa samkeppni, koma til greina.Umsóknum ber að skila á ensku Umsóknareyðublað:Best er að byrja á að vista umsóknina á eigin tölvu áður en útfylling hefst. T.d. hægri smella á hlekkinn og velja "Save as". Umsóknareyðublað (word) Nánari upplýsingar:http://ec.europa.eu/enterprise/sectors/tourism/eden/http://en.wikipedia.org/wiki/European_Destinations_of_Excellence ________________________________________* Skilgreining World Tourism Organization (WTO) á sjálfbærri ferðamennsku hljóðar svo: ?Sjálfbær ferðamennska mætir þörfum ferðamanna og heimamanna en stuðlar um leið að verndun og auknum markaðstækifærum til framtíðar. Þetta felur í sér að auðlindum er stjórnað með þeim hætti að efnahagslegum, félagslegum og fagurfræðilegum þörfum er fullnægt, á sama tíma og viðhaldið er menningu, nauðsynlegum vistfræðilegum ferlum, líffræðilegri fjölbreytni og nauðsynlegum lífsskilyrðum?.
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í febrúar

Rúmlega 84.500 farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum febrúarmánuði, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta er 1,7% fjölgun farþega á milli ára, það er miðað við febrúar í fyrra. Fjöldi farþega á leið um Keflavíkurflugvöll það sem af er ári er nánast ábreyttur á milli ára en farþegar á leið til og frá landinu eru aðeins fleiri nú en í fyrra. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu. Væntanlegar eru tölur frá Ferðamálastofu um talningu farþega sem fara um úr landi þar sem hægt er að sjá skiptingu eftir þjóðerni.   Feb.10 YTD Feb.09. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 36.670 75.081 35.954 74.206 1,99% 1,18% Hingað: 37.558 68.790 36.071 68.035 4,12% 1,11% Áfram: 1.675 3.767 5.757 13.044 -71,32% -71,12% Skipti. 8.670 20.073 5.332 12.124 62,23% 65,56%   84.529 167.711 83.114 167.409 1,70% 0,18%
Lesa meira

Úthlutun styrkja vegna úrbóta á ferðamannastöðum 2010

Ferðamálastofa hefur tekið ákvörðun um úthlutun styrkja vegna úrbóta á ferðamannastöðum fyrir árið 2010. Alls bárust 260 umsóknir, sem er um 18% fjölgun frá 2009 sem þá var metár. Mörg áhugaverð verkefniHeildarupphæð sem sótt var um var um 510 milljónir króna en til úthlutunar að þessu sinni voru 48 milljónir króna, eða 9.4%. Umsóknir voru almennt mjög vel vandaðar og verkefnin áhugaverð. Því reyndist sérlega erfitt að velja á milli umsókna. Samtals 89 verkefni styrktAlls hlutu 89 verkefni styrk. Lægstu styrkirnir nema 70 þúsund krónum en þrjá hæstu styrkina, 3 milljónir hvert verkefni, fengu Sveitarfélagið Skagafjörður vegna snyrtingar fyrir fatlaða við Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ, Ríki Vatnajökuls við Hornafjörð vegna þróunarverkefnis um vistvæna áningastaði og Borgarbyggð vegna deiliskipulags og tröppugerðar við Grábrók. Ferðamálastofa óskar styrkþegum hjartanlega til hamingju með veitta styrki og hvetur jafnframt umsækjendur sem ekki fengu styrk í þetta skipti, að skoða aðrar fjármögnunarleiðir og/eða reyna aftur á næsta ári með enn vandaðri umsókn. Listi yfir styrkþega 2010 (PDF)  
Lesa meira

Íslenskir fjalleiðsögumenn hlutu starfsmenntaviðurkenningu SAF

Íslenskir fjallaleiðsögumenn hlutu starfsmenntaviðurkenningu Samtaka ferðaþjónustunnar 2010. Hún var afhent í þriðja sinn á Degi menntunar í ferðaþjónustu sem haldin var á Grand Hóteli í gær. Fram kemur í frétt frá SAF að Íslenskir fjallaleiðsögumenn fá verðlaunin fyrir menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna hafa með skýrri sýn lagt áherslu á mikilvægi starfsmenntunar í allri starfsemi sinni með það að markmiði að auka öryggi, starfsánægju, draga úr starfsmannaveltu  og síðast en ekki síst til að ná samkeppnisforskoti og auka arðsemi í rekstri fyrirtækisins með aukinni starfsmenntun. www.fjallaleidsogumenn.is Í rökstuðningi dómnefndar segir að einkum hafi eftirfarandi legið til grundvallar ákvörðunar hennar: Markviss starfsmannaþjálfun með það að leiðarljósi að betri þjálfun starfsfólks skili sér í auknu öryggi Ótvíræður árangur starfmannaþjálfunar hvað starfsánægju og minni starfsmannaveltu varðar Þjálfunarkerfið er aðlaðandi fyrir metnaðarfullt fjallafólk sem sækir í faglega þjálfun og hefur gert alla stjórnun skilvirkari Öflugt samstarf við Nýsjálendinga á sviði þjálfunarstarfs þar sem hugað er að öryggismálum og jafnframt tekur þjálfunin einnig til þjónustu- og gæðaþátta. Þrepaskipt nám fyrir starfsfólk sem þarf oft að takast á við erfiðar aðstæður Jákvætt viðhorf til símenntunar allra starfsmanna með fræðslukvöldum um margvísleg efni Þjálfun og öryggismál verða stærri þáttur í markaðsmálum fyrirtækisins og skapa því ákveðið samkeppnisforskoti gegnum markvissa símenntunarstefnu Í stefnu SAF á sviði fræðslu og menntamála kemur fram að eitt af höfuðmarkmiðum sé að bæta arðsemi og samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu og að hafa áhrif á gildismat og viðhorf stjórnenda og starfsfólks til menntunar, símenntunar og þjálfunar. Dagur menntunar í ferðaþjónustu er liður í ofangreindum markmiðum þ.e. að vekja athygli atvinnurekanda á mikilvægi menntunar, símenntunar og þjálfunar starfsfólks. Mynd: Frá hægri Katrín Júlíusdóttir, ferðamálaráðherra, Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Einar Torfi Finnsson, framleiðslustjóri, Elin Sigurveig Sigurðardóttir og Arnar Jónsson frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, Árni Gunnarsson, formaður SAF og María Guðmundsdóttir, Upplýsinga- og fræðslufulltrúi SAF.  
Lesa meira

Fyrsta brautskráningin úr Leiðsögunámi á háskólastigi

Alls voru 24 kandídatar brautskráðir af námsbrautinni Leiðsögunám á háskólastigi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíó þann 12. febrúar síðastliðinn. Þetta var fyrsta brautskráningin af þessari námsbraut sem fór fyrst af stað haustið 2008. Stór dagur fyrir ferðaþjónustuna á ÍslandiKatrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála hélt hátíðarræðu í tilefni dagsins. Katrín óskaði öllum útskriftarnemum og fjölskyldum þeirra til hamingju með árangurinn. Hún sagði jafnframt í ræðu sinni að sem ferðamálaráðherra væri hún mjög stolt. Þetta væri stór dagur fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi þar sem nú væri í fyrsta sinn verið að brautskrá leiðsögumenn á háskólastigi og framtíðin væri vissulega björt í ferðaþjónustunni. Verðlaun fyrir framúrskarandi árangurVeitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur og þau hlaut Tryggvi Jakobsson. Nýr hópur fer af stað haustið 2010Leiðsögunám á háskólastigi er námsbraut fyrir þá sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. Megináhersla er lögð á hagnýta þekkingu á sviði leiðsagnar með ferðamenn. Námið er 60 eininga nám (ECTS) á grunnstigi háskóla og er kennt á tveimur misserum bæði í staðnámi sem og í fjarnámi. Námið er viðurkennt sem aukagrein með ferðamálfræði svo og í hugvísindadeild Háskóla Íslands. Næsti hópur fer af stað haustið 2010 og er umsóknarfrestur til 1. júní.   Myndatexti: Neðsta röð frá vinstri: Siv Friðleifsdóttir, Ragna Ólafsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Úlfheiður Ingvarsdóttir, Íris Sigurðardóttir, Katharina Maria Christa Ruppel, Hrafnhildur Faulk, Vilborg Þórunn GuðbjartsdóttirMiðröð frá vinstri: Höskuldur Jónsson, Alexía Björg Jóhannesdóttir, Íris Sveinsdóttir, Þorsteinn S McKinstry, Ása K Jóhannsdóttir, Auður Eir GuðmundsdóttirEfsta röð frá vinstri: Tryggvi Sigurbjarnarson , Hermann Valsson, Finnur A P Fróðason, Tyrfingur Tyrfingsson,  Tryggvi Jakobsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Þorgerður Jónsdóttir, Á myndina vantar: Ester Bergsteinsdóttir, Kjartan Emil Sigurðsson, Jurgita Statkevicius
Lesa meira

Auglýst eftir styrkumsóknum í norrænu menningar- og listaáætlunina

Menningar- og listaáætlunin, sem er liður í norrænu samstarfi, veitir styrki til verkefna á sviði allra menningar- og listgreina. Áætlunin veitir styrki fagfólki og áhugafólki sem starfar að listum og menningarmálum. Áætlunin skiptist í tvo hluta. Framleiðslumiðuð starfsemi og miðlunStyrkur er ætlaður í verkefni sem leggja áherslu á framleiðslu menningar og listar og skapandi starf. Lykilorðið er nýsköpun en í því felst þróun og prófun nýrra hugmynda, hugtaka og ferla. Hæfnisþróun, gagnrýni og þekkingarmiðlunStyrkur er ætlaður í verkefni sem leggja áherslu á hæfnisþróun og þekkingarmiðlun þeirra sem starfa að menningu og listum. Um getur t.d.verið að ræða; ráðstefnur, námskeið og vinnubúðir (workshop). Menningar- og listaáætlunin hefur 2.012.215 evra (14.991.000 dsk) til heildarráðstöfunar á árinu 2010. http://www.kulturkontaktnord.org/lang-is/menningaraaetlanir/lista-og-menningaraaetlunin
Lesa meira

Áhyggjur af boðuðu verkfalli

Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir miklum áhyggjum vegna boðaðs verkfalls flugvirkja 22.-28. febrúar næstkomandi enda um verkfall að ræða sem mun stöðva flug til landsins. Samtökin telja klárt að ef af verkfallinu verður muni mikil viðskipti fara forgörðum með tilheyrandi tapi fyrir fyrirtæki og þjóðarbú. ?Verkföll sem stöðva flug til landsins eru slæm fyrir orðspor íslenskrar ferðaþjónustu og fæla ferðamenn frá. Það þarf oft ekki annað en orðróm um verkfall til að ferðamenn hætti við enda er flug eina ferðaleiðin til og frá Íslandi,? segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá skora þau á samningsaðila að ná niðurstöðu áður en til verkfalls kemur.  
Lesa meira

Tölfræðibæklingur Ferðamálastofu - handhægar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu

Í nýútgefnum tölfræðibæklingi Ferðamálastofu má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu. Niðurstöðurnar eru settar fram á myndrænu formi með stuttum skýringum í texta með það að markmiði að auka og auðvelda aðgengi að handhægum upplýsingum um atvinnugreinina. Meðal efnis má nefna niðurstöður úr könnunum meðal erlendra gesta á Íslandi 2008-2009 og könnun meðal  Íslendinga um eigið land 2009, auk samantektar um ferðaþjónustureikninga,  ferðamanna- og gistináttatalningar. Tekjur af erlendum ferðamönnumEins og sjá má í bækling eru tekjurnar af erlendum ferðamönnum áætlaðar í kringum 155 milljarðar árið 2009 og er um að ræða 21% raunaukningu frá árinu áður.  Ferðaþjónustan er  því ein af stærstu gjaldeyrisskapandi greinum þjóðarinnar en hlutdeild hennar í heildarútflutningstekjum hefur verið að jafnaði tæp 18% síðustu árin. Ólík árstíðabundin sveifla eftir þjóðernumAf þeim 494 þúsund erlendum gestum sem heimsóttu landið á síðastliðnu ári komu langflestir í gegnum Leifsstöð en þar hefur Ferðamálastofa um árabil haldið úti talningum. Eins og sjá má af myndrænum gröfum í bæklingi er mikil árstíðabundin sveifla í komum ferðamanna. Þannig eru heimsóknir Þjóðverja, Frakka, Spánverja og Ítala að mestu bundnar við sumarmánuðina þrjá, júní, júlí og ágúst, á meðan Bretar og Norðurlandabúar dreifast meira yfir árið. Árstíðabundinnar sveiflu gætir ennfremur í ferðum Íslendinga um eigið land en langflestir ferðast að sumri til. GistinæturErlendir ferðamenn  gista skv. könnunum að jafnaði 5,5 nætur að vetri og 10 nætur að sumri. Íslendingar gistu hins vegar að jafnaði 14,3 nætur á ferðalögum innanlands árið 2009. Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum voru um ein milljón árið 2009 en gistinætur Íslendinga um 260 þúsund. Íslendingar sækja í ódýrari gistingu skv. könnun Ferðamálstofu en af þeirri könnun má ennfremur sjá að Íslendingar eru ekki að greiða fyrir náttúrutengda afþreyingu í miklum mæli. Hvaðan fær fólk upplýsingar?Notkun og aðgengi að netinu eykst hröðum skrefum. Meira en tvöfalt fleiri erlendir gestir á Íslandi fá upplýsingar um land og þjóð á netinu en fyrir tíu árum. Þetta og margt fleira má lesa út úr þeim könnunum sem byggt er á í þessari talnasamantekt. Um 6,8% fjölgun að jafnaðiFerðamönnum hefur fjölgað um 6,8% milli ára að jafnaði síðastliðin tíu ár og ef fram heldur sem horfir má búast við einni milljón erlendra gesta til Íslands árið 2020. Til að tryggja áframhaldandi vöxt og velgengni íslenskrar ferðaþjónustu þarf að búa vel í haginn til að ferðaþjónusta geti þróast í sátt við land og þjóð. Meðal þess sem sjá má í bæklingnum er: 1. Tekjur af ferðamönnum, ferðaþjónustustörf, hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu og útflutningstekjum.2. Erlendir gestir til Íslands eftir komustöðum3. Brottfarir um Leifsstöð eftir þjóðernum og mánuðum4. Erlendir gestir til ársins 20205. Erlendir gestir með skemmtiferðaskipum6. Gistinætur á hótelum7. Erlendir ferðamenn á Íslandi (kyn, aldur, tilgangur ferðar, ferðafélagar, ferðamáti, dvalarlengd)8. Hvar afla erlendir gestir upplýsinga um Ísland9. Ferðalög Íslendinga innanlands (hve oft er ferðast, í hvaða mánuði, hve lengi er dvalið, hvar er gist, tegund gistingar)10. Fyrir hvaða afþreyingu greiða Íslendingar á ferðalögum11. Hvað hefur mest áhrif á að farið er í ferðalög12. Ferðaáform Íslendinga13. Hvaða landssvæði finnst Íslendingum mest spennandi til vetrarferða Bæklingurinn í PDF-útgáfu: Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - febrúar 2010  
Lesa meira

Öskudagurinn 2010

Venju fremur gestkvæmt var á skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri í morgun. Rík hefð er í bænum fyrir öskudeginum þar sem börn fara í hópum um bæinn og syngja í skiptum fyrir eitthvað góðgæti. Hóparnir sem heimsóttu Ferðamálastofu voru af ýmsum stærðum og gerðum. Í þeim mátti samkvæmt venju finna hinar ýmsu kynjaverur, allt frá englum til hvers kyns púka og illmenna, þ.e.a.s. á yfirborðinu. Söngurinn var að sama skapi í ýmsum tóntegundum en allir fóru sælir á braut með nammi í poka. Meðfylgjandi myndir voru teknar af nokkrum hópum sem litu við í morgun. Skoða myndir frá Öskudeginum 2010    
Lesa meira

Vel heppnað Workshop í London

Ferðamálastofa hélt í liðinni viku vel heppnað Workshop í London. Þátt tóku 20 íslensk fyrirtæki og komu rúmlega 40 bresk ferðaþjónustufyrirtæki auk nokkurra blaðamanna til að hitta ferðaþjónustuaðilana. Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við Ferðamálastofu Finnlands og Eistlands og þótti það samstarf takast með ágætum enda samlegðaráhrifin töluverð þar sem margir ferðaþjónustuaðilar eru að selja ferðaþjónustu í öllum löndunum. Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsstjóri Bretlandsmarkaðar, sá um að skipuleggja þátttökuna fyrir Íslands hönd. Hún er lengst til hægri á myndinni hér til hægri ásamt þremur kaupendum, þeim Kate Maple, Chris Barker og Tammy Olmsted frá GTA by Travelport. Fleiri myndir eru í myndasafni: Workshop í London 2010 Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt voru:Icelandair HotelsCenter HotelsFarfuglarHótel VarmahlíðKea HotelsIcelandair Iceland ExpressSBA-Norðurleið Höldur/Bílaleiga AkureyrarSuperjeep.isMarkaðsstofa NorðurlandsBláa LóniðMývatnssveitHvalalíf NorðursiglingReykjavik ExcursionSnæland GrímssonFerðaþjónusta bændaIceland travel Iceland Excursion-Gray Line Iceland
Lesa meira