Fara í efni

Þátttaka á TUR ferðasýningunni

tur
tur

Íslandsstofa kannar áhuga íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á ferðasýningunni  TUR, sem haldin verður í Gautaborg í Svíþjóð  dagana 24.-27. mars 2011.

TUR er tvískipt sýning þar sem fyrstu tveir dagar sýningarinnar eru eingöngu B2B en seinni tveir dagar eru opnir fyrir almenning.

Á TUR gefst gott tækifæri fyrir íslensk fyriræki í ferðaþjónustu að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum. Þátttaka í sýningunni getur verið með tvennum hætti:

  • Full þátttaka  og viðvera á Íslandsbásnum
  • Senda kynningarefni til dreifingar á sýningunni

TUR er stærsta ferðasýningin á Norðurlöndunum en um 40.000–50.000 manns sækja hana.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband sem allra fyrst og eigi síðar en 8. desember.

Nánari upplýsingar veitir Sunna Þórðardóttir, sunna@islandsstofa.is. Sími: 5114000.

Nánari upplýsingar um sýninguna má sjá á vefsvæði hennar:
http://nemonet.swefair.se/templates/FlexiblePage____172374.aspx