Fréttir

Vestfirðir fá evrópsk ferðamálaverðlaun

Í vikunni voru EDEN ferðaverðlaunin afhent í Brussel. Einn áfangastaður er valinn frá hverju þátttökuríki í Evrópu og hljóta verðlaunahafar titilinn "2010 EDEN Destination for Sustainable Aquatic Tourism" og voru Vestfirðir fulltrúar Íslands.
Lesa meira

RSÍ í úrslit alþjóðlegra markaðsverðlauna

Ráðstefnuskrifstofa Íslands og Inspired By Iceland verkefnið eru komin í úrslit markaðsverðlauna ICCA-samtakanna. Úrslitakeppnin fer fram 26. október í Hyderabad á Indlandi en þeir þrír aðilar sem komast áfram þurfa að kynna sína umsókn fyrir dómnefnd og ráðstefnugestum sem velja svo sigurvergarann. Úrslitin verða svo gerð kunn daginn eftir. ICCA eru stærstu alþjóðleg samtök aðila á ráðstefnu og hvataferðamarkaðinum. Meðlimir eru um 900 talsins í 86 löndum um allan heim. Verðlaunin sem um ræðir nefnast ?Best Marketing Award? og eru veitt til aðila sem þykir hafa staðið sig framúrskarandi vel í að koma vöru sinni eða þjónustu á framfæri. Bæði getur verið um að ræða einstök fyrirtæki eða jafnvel einstakar herferðir. Keppinautar Ráðstefnuskrifstofu Íslands í ár eru Excel-sýningarhöllin í London, sem er mörgum Íslendingum að góðu kunn eftir þátttöku á World Travel Market, og Sandon ráðstefnumiðstöðin í Suður-Afríku.  Umsókn RSÍ tengist Inspired by Iceland verkefninu og hvernig aðildarfélagar RSÍ brugðust við þeim vanda sem eldgosið í Eyjafjallajökli skapaði. Þetta er því í raun viðurkenning á frábæru starfi aðildarfélaga RSÍ og fagmennsku þeirra sem tryggði að höggið var minna en upphaflega stefndi í sem og hvernig Inspired by Iceland verkefnið studdi við allar gerðir ferðamennsku til landsins. Anna Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Ráðstefnuskrifstofu Íslands, segir það eitt að komast í úrslit vera mikla viðurkenningu. Ljóst sé að óháð endanlegum úrslitum hafi útnefningin þegar vakið verðskuldaða athygli innan greinarinnar. ?Það er afar gott að fá þessa auglýsingu núna þegar styttist í að Harpa verði opnuð og allt hjálpar þetta við að koma Íslandi betur á kortið í þessum efnum,? segir Anna.
Lesa meira

Nafn óskast!

Ferðamálastofa, í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands, efnir til samkeppni um nafn á nýju gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Nafnið skal vera á íslensku og lýsandi fyrir verkefnið en jafnframt þjált í framburði á alþjóðavettvangi. 100.000 króna verðlaunVinningshafi hlýtur í verðlaun 100.000.- kr. Ferðamálastofa áskilur sér óskoraðan rétt til að nota það nafn sem hlutskarpast verður án þess að til komi aðrar greiðslur en verðlaunaféð. Ef fleiri en einn aðili eiga sömu tillögu verður vinningshafinn dreginn út. Skilafrestur til 18 októberKeppnin er öllum opin og frestur til að skila inn tillögum er til 18. október 2010. Tillögum skal skila, í lokuðu umslagi merktu dulnefni, til Ferðamálastofu, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík. Í umslaginu skal vera annað lokað umslag með réttu nafni þátttakanda, heimilisfangi og símanúmeri. Auglýsing til útprentunar (PDF) Nánar um gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustuFerðaþjónusta á Íslandi er sívaxandi atvinnugrein bæði með tilliti til aukins straums ferðamanna en einnig hvað varðar þekkingu og þróun innan  greinarinnar. Ferðaþjónusta snýst, eins og nafnið segir til um, fyrst og fremst um þjónustu.  En þjónustuna  þarf að vanda og það er gert  m.a. með því að tryggja að gæði, sem og að fagmennska og sjálfbærni séu höfð að leiðarljósi hvert sem litið er. Skipulagt umhverfisstarf ferðaþjónustuaðila og  ferðamálayfirvalda og stöðugar umbætur á gæðum í þjónustu styrkja og efla ferðaþjónustuna sem atvinnugrein og því er mikilvægt að sem flestir séu meðvitaðir hvort heldur um er að ræða gæði þjónustunnar eða sjálfbærni greinarinnar þannig að hún megi dafna og þrífast um ókomna tíð. Ferðamálastofa, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands hafa um nokkurt skeið unnið að samræmdu gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu sem fyrirhugað er að innleiða á komandi misserum. Meginmarkmið kerfisins er að auka og efla gæði í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Gæðakerfið skiptist í tvo flokka;? Stjörnuflokkun fyrir gististaði  ( frá einni og upp í fimm stjörnur) innan 5-7 undirflokka.?  Önnur þjónusta sem tengist ferðamanninum, þessi úttekt byggist á tvennskonar viðmiðum, annarsvegar almennum viðmiðum og hinsvegar sértækum viðmiðum fyrir hvern og einn undirflokk sem verða vel á þriðja tuginn.   Umhverfiskerfið byggir á fjórum höfuðflokkum þar sem 16 meginatriði eru skoðuð. Flokkarnir eru:  orkunýting, endurvinnsla, náttúrvernd og samfélagsleg ábyrgð.  Í framhaldi af úttektinni  er þjónustuaðilunum raðað í 3 flokka. Nánari upplýsingar veitir Alda Þrastardóttir hjá Ferðamálastofu, alda@icetourist.is  
Lesa meira

Rannsóknamiðstöð ferðamála með NPP-verkefni

Nú á haustdögum mun Rannsóknamiðstöð ferðamála leiða verkefni á vegum Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins á Íslandi um þróun sjálfbærra samgangna í þágu ferðaþjónustu á jaðarsvæðum. Er markmið verkefnisins að þróa nýjungar í samgögnum fyrir svæði á jaðri norður Evrópu sem byggja afkomu sína á ferðaþjónustu að hluta eða öllu leyti. Er verkefnið unnið í samvinnu við Svía og Skota og mun leitast við að bæta net almenningssamgangna og upplýsingagjöf þar um. Þannig stendur til að þróa: Nýjar leiðir fyrir ferðaþjónustu sem mætir árstíðarsveiflum og tengist flugsamgögnum Samnýting leiða fyrir flutning á mat til áfangastaða og sorphirðu og endurvinnslu frá áfangastöðum Notendavæna upplýsingagjöf gegnum netið og farsíma Er Rannsóknamiðstöðin nú að leita áfangastaða innanlands sem og fyrirtækja sem vilja taka þátt í þróunarvinnunni á næstu þremur árum. Vefur Rannsóknamiðstöðvar ferðamála  
Lesa meira

Vinna gegn svartri atvinnustarfsemi

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands, Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðaþjónustu bænda, embættis ríkisskattstjóra  og Vinnumálastofnunar skrifuðu í gær undir yfirlýsingu um samstarf til að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustugreinum. Undirskriftin fór fram í tengslum við tveggja daga ráðstefnu um þetta efni sem nú stendur yfir á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. Það voru þau Kistján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar og Jóhann Ásgrímsson, fulltrúi Ríkisskattstjóra sem undirrituðu yfirlýsinguna. Vísað er sérstaklega til starfsemi  í veitinga- og gistihúsum, greiðasölu og hliðstæðri starfsemi en markmið samstarfsins er að hvarvetna sé fylgt ákvæðum kjarasamninga í ferðaþjónustugreinum og að leikreglur á vinnumarkaði séu virtar. Markmiðinu hyggjast samstarfsaðilar ná með markvissu vinnustaðaeftirliti, gegnsæi og miðlun upplýsigna milli aðila. Samstarfsaðilarnir hvetja vinnuveitendur og starfsfólk til þess að virða reglur um vinnustaðaskírteini þar sem þau auðvelda m.a. gegnsæi í því sambandi að um lögmæta, skráða atvinnustarfsemi sé að ræða á viðkomandi vinnustað.
Lesa meira

Markaðsstofan Suðurnesja opnar í Leifsstöð

Markaðssstofa Suðurnesja  hefur opnað nýjan upplýsingabás í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Aðstaðan hefur verið rýmkuð til muna og skipulögð þannig að hægt verði að veita fjölbreyttari þjónustu við flugfarþega en hingað til hefur verið unnt. Komið hefur verið upp rekkum með upplýsingum fyrir hvern landshluta og ljósmyndir prýða veggi upplýsingamiðstöðvarinnar. Boðið verður upp á bókunarþjónustu í upplýsingamiðstöðinni og hefur Markaðsstofan samið við ITA hf um að annast reksturinn í Leifsstöð. Það er von þessara samstarfsaðila að breytingarnar auðveldi gestum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að skipuleggja ferðir sínar og veiti þeim meira öryggi í ferðum um landið. Á myndinni, sem fenginn var af vef Víkurfrétta, er Kristján Pálsson, forstöðumaður Markaðsstofunnar og formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja.  
Lesa meira

Fréttatilkynning 22. september

Markaðsátakið Inspired by Iceland í samvinnu ferðaþjónustufyrirtækja, ríkisstjórnar, Reykjavíkurborgar og Íslandsstofu verður haldið áfram til áramóta. Aðilar að átakinu hittust á sameiginlegum vinnufundi í síðustu viku til skrafs og ráðgerða og var talið að það hefði gagnast ferðaþjónustunni og þjóðarbúskapnum vel. Fréttatilkynning í heild (PDF)    
Lesa meira

Inspired by Iceland framlengt til áramóta

Markaðsátakið Inspired by Iceland í samvinnu ferðaþjónustufyrirtækja, ríkisstjórnar, Reykjavíkurborgar og Íslandsstofu verður haldið áfram til áramóta. Aðilar að átakinust hittust á sameiginlegum vinnufundi í síðustu viku til skrafs og ráðgerða og var talið að það hefði gagnast ferðaþjónustunni og þjóðarbúskapnum vel. Markaðsátakið hefur notið góðs af hagstæðri gengisþróun ásamt varfærnum samningum í upphafi og því er hægt að framlengja það til áramóta. Vefsíða átaksins verður virk áfram og haldið uppi umfjöllun á samfélagsmiðlum um Ísland sem áfangastað.  Efnt verður til nýrrar auglýsingaherferðar á vefnum í Bretlandi og Bandaríkjunum og ráðstefnu- og hvataferðir til Íslands kynntar sérstaklega á sex markaðssvæðum. Blaðamönnum verður einnig eftir sem áður boðið til Íslands í tengslum við átakið. Í viðhorfsrannsókn sem gerð var af MMR í þremur löndum, Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku í maí og ágúst voru Danir, Bretar og Þjóðverjar mun jákvæðari í garð Íslands sem áfangastaðar í ágúst en í maímánuði þegar átakið hófst. Þannig voru 24% Dana jákvæðari í garð Íslands sem áfangastaðar í ágúst en í maímánuði, 48% Breta voru jákvæðari og 25% Þjóðverja. Þetta eru góð tíðindi fyrir íslenska ferðaþjónustu þar sem um lykilmarkaði er að ræða. Þegar síðan var spurt hversu líklegt væri að Danir, Bretar og Þjóðverjar myndu ferðast til Íslands í framtíðinni er ljóst að Ísland er í sókn á ný sem áfangastaður. Mun fleiri Danir töldu í ágúst eða 30% fleiri að þeir myndu ferðast til Íslands einhvern tíma í framtíðinni en í maí, 37% fleiri Bretar töldu að líklegt að þeir myndu ferðast til Íslands í ágúst og 32% Þjóðverja. Samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð kom svipaður fjöldi ferðamanna til landsins í sumar og í fyrra en það sem af er ári hefur erlendum gestum um Leifsstöð fækkað um 2,5% í samanburði við 2009. Hótel gistinóttum erlendra gesta hefur hins vegar fjölgað um 1% frá áramótum samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Kreditkortavelta hjá erlendum ferðamönnum jókst um nærri tíu prósent umfram verðlagshækkanir fyrstu sjö mánuði ársins.
Lesa meira

Málþing um víkinga og víkingaímyndina

?Eins og sannir víkingar? er yfirskrift málþings um víkinga og víkingaímyndina sem hadið verður næstkomandi föstudag, 24. september. Málþingið er haldið í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, sal 132, klukkan 13-17. Víkingahugtakið hefur verið nokkuð til umræðu síðustu misseri, í ýmsu samhengi. Er hægt að skilgreina hugtakið ?víkingur? og hver er mynd Íslendinga nú til dags af víkingum? Hefur sú ímynd breyst síðustu ár og áratugi eða er hún óljós? Er nálgun fræðimanna ólík þeirri  mynd sem dregin er upp á sýningum eða innan ferðaþjónustunnar? Sjö fyrirlesarar fjalla um efnið frá ólíkum sjónarhornum og kynna verkefni sem tengjast víkingum. Dagskrá. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins:Söguþjóðin og víkingaímyndin. Gunnar Karlsson, prófessor emeritus: Ísland: athvarf uppgjafarvíkinga. Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði við HÍ: Víkingar, ný ímynd ogEvrópusambandið. Sverrir Jakobsson, aðjunkt í sagnfræði við HÍ: ?I am not an Eskimo. I am aViking?. Víkingar og íslensk sjálfsmynd á 20. öld. Elisabeth Ward, forstöðumaður Víkingaheima í Reykjanesbæ: Making ?Vikings?Work ? Sýningartexti og almenningsskilningur. Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálafræðingur: Öxi Gauks á Stöng: reynsla afEvrópuverkefninu Destination Viking ? Sagalands. Ole J. Fursett framkvæmdastjóri Sør-Troms Museum: Childrens VikingFestival Trondenes - Learning by doing. Að loknum framsögum verða umræður. Að málþinginu standa Minjasafn Reykjavíkur í samvinnu við námsleið í hagnýtri menningarmiðlun á Hugvísindasviði HÍ og Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Lesa meira

Möguleikar á styrkjum í norrænu samstarfi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands heldur utan um átaksverkefni um markvissa upplýsinga-miðlun um fjármögnunarleiðir innan norræns samstarfs. Markmiðið er að upplýsa og auka möguleika íslenskra fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga að sækja í norræna styrkja- og stuðningsmöguleika. Nú er búið að bæta verulega við það yfirlit sem er yfir möguleika á  styrkjum í norrænu samstarfi, á vefsíðunni: www.norraentsamstarf.is Þar eru styrkjamöguleikar flokkaðir eftir sviðum og heildaryfirlit umsóknafresta næstu mánuðina, auk þess sem lýst er eftir umsóknum á ýmsum sviðum í fréttum á síðunni. Frumkvæði að verkefninu kom frá Norrænu ráðherranefndinni, sem fjármagnar það. Stýrihóp verkefnisins skipa fulltrúar frá utanríkis-, iðnaðar- og menningar- og menntamálaráðuneyti.
Lesa meira