Fara í efni

Fundur um heilsuferðaþjónustu á Akureyri

Laugafell
Laugafell

Ferðaþjónustuaðilar á Akureyri og nágrenni viðhafa þann góða sið að hittast mánaðarlega á súpufundum í hádeginu og næsti fundur, sem verður þriðjudaginn 7 desember, er jafnframt kynningarfundur um heilsuferðaþjónustu.

Samtök um heilsuferðaþjónustu voru stofnuð fyrr á árinu og fyrir skömmu var heimasíða verkefnisins opnuð á slóðinni www.islandofhealth.is Verkefnið er vistað hjá Ferðamálastofu og er Sigrún Hlín Sigurðardóttir starfsmaður verkefnisins. Ákveðið var að halda kynningarfundi á nokkrum stöðum á landinu, sá fyrsti var á Suðurnesjum í liðnum mánuði og nú er komið að Akureyri.


Fundarstaður:
Menningarhúsið Hof í Hömrum, veitingastaðurinn 1862 Nordic Bistro sér um veitingarnar. Þær verða í boði Samtaka um heilsuferðaþjónustu og Ferðamálastofu “súpa, brauð og kaffi”

Skráning:
Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir kl 16.00 mánudaginn 6.desember:
Skráning hjá Akureyrarstofu á netfangið mariat@akureyri.is

Dagskrá:
12:00 Matur framreiddur og borðað meðan á kynningu og umræðum stendur
12:30 Kynningarfundur um heilsuferðaþjónustu og klasasamstarf innan geirans
            Magnús Orri Schram formaður samtaka um heilsuferðaþjónustu.
13.10   Klasasamstarf heilsuferðaþjónustu á Norðurlandi
           Sigurbjörg Níelsdóttir Framkvæmdastjóri FAB Travel ehf.
13:30  Fundarlok

Fundarstjóri: Kristín Sóley Björnsdóttir, kynningarstjóri Minjasafnsins á Akureyri