Fréttir

Söguslóðir 2010

Samtök um sögutengda ferðaþjónustu halda málþingið "SÖGUSLÓÐIR 2010 - Sögumaður og/eða sýndarveruleiki?" í Þjóðmenningarhúsinu fimmtudaginn 29. apríl næstkomandi kl. 13-17. Þingið er að þessu sinni haldið í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Aðalfyrirlesari er Daniel Plentinckx frá Belgíu, sérfræðingur í notkun sýndarveruleikatækni í menningarferðaþjónustu. Þá er einnig hópur góðra innlendra fyrirlesara með framsögu. Söguslóðir 2010 - dagskrá (PDF)
Lesa meira

Ferðamálaþing 2010 á Hilton Reykjavík Nordica - áhrif eldgossins

Þriðjudaginn 4. maí kl. 13-17 gengst Ferðamálastofa í samvinnu við iðnaðarráðuneytið fyrir ferðamálaþingi á Hilton Reykjavík Nordica. Ákveðið var að breyta áður ákveðinni dagskrá þingsins og helga það þeim atburðum sem hæst hafa borið síðustu daga, það er eldgosinu í Eyjafjallajökli og áhrifum þess á ferðaþjónustuna. Yfirskriftin er: Íslensk náttúra ? afl ferðaþjónustunnar og áskorun. Dagskrá: 13:00 Setning -  Katrín Júlíusdóttir, ferða- og iðnaðarmálaráðherra 13:15 Tourism means globalization ? natural disasters  are global by nature - Norbert Pfefferlein, professor and president of TCME, a marketing and tourism research company. 13:35 Að móta umræðuna ? þankar um almannatengsl, Valþór Hlöðversson framkvæmdastjóri  Athygli ehf. 13:55 Mikilvægi markaðsaðgerða í kjölfar óvæntra atburða ? Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair og Matthías Imsland forstjóri Iceland Express. 14:20 Góðir gestir, hvað má bjóða ykkur? - Gestgjafahlutverkið á umbrotatímum - Þórólfur Árnason, stjórnarformaður ISAVIA. 14:40 Kaffi  15:00 Hvernig bregðast skal við í neyð og tryggja áframhaldandi rekstur- Leó Sigurðsson öryggis- heilsu- og umhverfisstjóri Actavis á Íslandi. 15:20 Eldgos á Suðurlandi ? orðspor og öryggi?  ? Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 15:30 Má bjóða þér gos? Eldfjöll sem aðdráttarafl í ferðamennsku - Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur 15:50 Samantekt ? Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar 16:00 Setið fyrir svörum  Katrín Júlíusdóttir ráðherra ferðamála, Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri,  Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair og Matthías Imsland forstjóri Iceland Express 16:30 Opnun og kynning á endurbættum landkynningarvef Ferðamálastofu 16:45 Veitingar í þinglok Fundarstjóri  Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður Skráning á ferðamálaþing 2010, smellið hér                 
Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir allt að 350 milljónir króna í kynningarátak á íslandi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja allt að 350 milljónir króna í kynningarátak á Íslandi, vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar ferðamanna til Íslands. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, sagði að sérstakt viðbragðsteymi stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustu hefði starfað frá því eldgosið í Eyjafjöllum hófst. Mjög mikilvægt væri að koma því á framfæri við umheiminn að ferðamenn væru öruggir á Íslandi. Ríkisstjórnin myndi leggja allt að 350 milljónir króna til kynningar á landinu, móti sams konar framlagi frá aðilum í ferðaþjónustu, sveitarfélögum og öðrum sem hefðu hag af ferðaþjónustunni. Heildarframlög til kynningarmála gætu því orðið allt að 700 milljónir króna. Katrín sagði að fjármununum yrði varið til beinna auglýsinga sem og kynninga, t.d. fyrir ferðaheildsöluaðila. Í raun væri um fjárfestingu að ræða því kynningin myndi bæði skila auknum skatttekjum og verja fjárfestingu undanfarinna ára í ferðaþjónustunni.
Lesa meira

Ferðamálaþing 2010 á Hilton Reykjavík Nordica - áhrif eldgossins

Þriðjudaginn 4. maí gengst Ferðamálastofa í samvinnu við iðnaðarráðuneytið fyrir ferðamálaþigi á Hilton Reykjavík Nordica. Ákveðið var að breyta áður ákveðinni dagskrá þingsins og helga það þeim atburðum sem hæst hafa borið síðustu daga, það er eldgosinu í Eyjafjallajökli og áhrifum þess á ferðaþjónustuna. Verið er að leggja lokahönd á dagskrána sem kynnt verður á næstu dögum en vert er að taka daginn strax frá. Reiknað er með að þingið hefjist um kl. 13 og standi fram eftr degi. Myndin er frá ferðamálaþingi 2008.
Lesa meira

Ferðasýningin Íslandsperlur í Perlunni 1.-2. maí

Helgina 1.-2.maí nk. verður ferðasýningin Íslandsperlur í Perlunni. Að sýningunni standa markaðstofur landshlutanna í ferðaþjónustu, Ferðaþjónusta bænda, Opinn landbúnaður og Beint frá býli. Mikið verður lagt í kynningu á þessarri sýningu og er gert ráð fyrir fjölda gesta. Myndin er frá ferðasýningu í Smáranum í Kópavogi. Dagskrá sýningarinnar er sem hér segir: Laugardagur 1. maí10:00 til 17:00 Opnunartími sýningar Sunnudagur 2. maí10:00 til 17:00 Opnunartími sýningar
Lesa meira

Golf Iceland opnar fyrir aðild 9 holu golfvalla

Aðalfundur Golf Iceland var haldinn fyrir skömmu en Golf Iceland  var stofnað 2008 til að vinna enn frekar í samvinnu golfklúbba og ferðaþjónustufyrirtækja að auknum umsvifum í golfferðamennsku á Ísland. Aðilar að samtökunum eru nú 24. Þrettán golfklúbbar og níu ferðaþjónustufyrirtæki auk Ferðamálastofu og Golfsambands Íslands.  Í samþykktum  samtakanna var einugis gert ráð fyrir aðild 18 holu valla, en á aðalfundinum var samþykkt tilllaga stjórnar um að breyta því í þá veru að nú geti 9 holu vellir sótt um aðild að samtökunum.  Með þessari breytingu gefst nú  tækifæri fyrir velli um allt land til að komast inn í markaðs- og kynningarkerfi Golf Iceland. Kynningarstarf og aðild að IAGTOÁ vegum Golf Iceland er unnið að kynningu og markaðssetningu á golfi á Íslandi gagnvart erlendum söluaðilum golfferða og einstaklingum. Samtökin svo og allir vellir og ferðaskrifstofur innan þeirra eru aðilar að IAGTO, ( The Global Golf Tourism Organisation),en í þeim samtökum eru um 400 sérhæfðir söluaðilar golfferða um allan heim auk golfvalla og annarra hagsmunaaðila. IAGTO vann á árinu 2009 sérstaka aðgerðar-og þróunaráætlun fyrir Golf Iceland,sem nú er unnið eftir af hálfu samtakanna. Mikil áhersla er lögð á að nýta dreifileiðir IAGTO í öllu kynningar- og markaðsstarfi. Þá hefur verið unnið hefbundið að kynningarstarfi með heimasíðu,gerð DVD myndbands, bæklingum,sýningarþátttöku, beinum auglýsingum erlendis o.fl. Aukinn áhugiVeruleg aukning hefur orðið á fjölda þeirra söluaðila sem bjóða golfferðir til Íslands. 10-15 sérhæfðar erlendar ferðaskrifstofur sem ekki hafa boðið golfferðir fyrr til Íslands eru nú með golfferðir til Íslands í sínum sölubæklingum fyrir 2010 og ljóst að mun meira berst nú af fyrirspurnum og bókunum hópa en áður í golf. Stærstu hóparnir sem von er á eru um 70 manns og eru bókanir allt fram í september. Kynnisferð í júníGolf Iceland hefur boðið um 20 sérhæfðum söluaðilum golfferða  golfblaðamönnum til Íslands í júní til að kynna sér golf á Íslandi. Alls sóttu 50 aðilar um að komast í ferðina þegar hún var kynnt, sem sýnir áhuga meðal golfferðasala. Heimasíða: www.golficeland.org  
Lesa meira

Söguslóðir 2010

Samtök um sögutengda ferðaþjónustu halda málþingið "SÖGUSLÓÐIR 2010 - Sögumaður og/eða sýndarveruleiki?" í Þjóðmenningarhúsinu fimmtudaginn 29. apríl næstkomandi kl 13-17. Þingið er að þessu sinni haldið í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Aðalfyrirlesari er Daniel Plentinckx frá Belgíu, sérfræðingur í notkun sýndarveruleikatækni í menningarferðaþjónustu. Þá er einnig hópur góðra innlendra fyrirlesara með framsögu. Söguslóðir 2010 - dagskrá (PDF)
Lesa meira

Gagnlegar síður vegna eldgossins

Vert er að benda á gagnlegar vefsíður þar sem hægt er að fylgjast með framgangi ýmissa mála í tengslum við eldgosið í Eyjafjallajökli. Flestar þessar síður eru uppfærðar reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar bætast við. Sérstaklega er vert að benda á að samhæfingarstjórn eldgossins er með upplýsingaveitu fyrir fjölmiðla á slóðinni http://shs.is/shsnews/default.aspx Þar koma reglulega inn upplýsingar um framgang mála, verkefni viðbragðsaðila og annað sem snýr að gosinu snýr. Á síðu Almananvarna eru allar nýustu tilkynningar settar inn á ensku og íslensku. Sá einnig eftirtaldar síður: visiticeland.com - Ferðamálastofa Keflavikurflugvöllur Upplýsingasíða Icelandair um flugumferð Upplýsingasíða Icelandair um gosið Upplýsingasíða Iceland Express Flugmálastjórn Flugstoðir Veðurstofan Vegagerðin Hætta á heilsustjóni vegna gosösku, bæklingur
Lesa meira

Áhugi á skotveiðitengdri ferðaþjónustu meðal sölu- og markaðsaðila erlendis

Mikill áhugi er á skotveiðitengdri ferðaþjónustu á Íslandi meðal sölu- og markaðsaðila í Evrópu ef marka má niðurstöður könnunar sem gerð var til að kanna markaðs- og framtíðarmöguleika skotveiðitengdrar ferðaþjónustu á norðurslóðum. Könnunin var gerð í tengslum við North Hunt verkefnið, sem er alþjóðlegt verkefni um þróun sjálfbærrar skotveiðitengdrar ferðaþjónustu á jaðarsvæðum á norðurslóðum. Jafnframt kom fram í könnuninni að þrátt fyrir þennan áhuga skorti söluaðila upplýsingar um hvað væri í boði í skotveiðum á Íslandi. ?Ísland var eitt fimm landa sem spurt var um í könnuninni og spurðum við um fýsileika þess að selja skotveiðitengda ferðaþjónustu í þessum löndum?, segir Hjördís Sigursteinsdóttir verkefnisstjóri North Hunt á Íslandi. Hin löndin eru Finnland, Svíþjóð, Skotland og Kanada. Að sögn Hjördísar kom Ísland mjög vel út úr könnuninni: ?Hér á landi hefur verið mikil gróska í þróun skotveiðitengdrar ferðaþjónustu á undanförnum misserum og það sjáum við meðal annars endurspeglast í niðurstöðum könnunarinnar. Könnunin gaf góðar vísbendingar um hvaða tækifæri væru til staðar en við þurfum klárlega að upplýsa söluaðilana betur um hvað er í boði hér á landi?, segir Hjördís. Hjördís bendir á að Ísland er ekki mjög stórt skotveiðiland samanborið við erlend lönd. Fjöldi íslenskra veiðikorthafa hefur verið í um það bil 10-12.000 en fjöldi erlendra veiðimanna á Íslandi hefur einungis verið í kringum 100 á síðustu árum. Þrátt fyrir áhuga markaðs- og söluaðila á skotveiðitengdri ferðaþjónustu á Íslandi er þó margt sem þarf að huga að. ?Við höfum heyrt mjög jákvæðar raddir hjá fyrirtækjum í  skotveiðitengdri ferðaþjónustu hér á landi og að þau séu reiðubúin að taka á móti erlendum skotveiðimönnum. En við þurfum að vera mjög meðvituð um að skotveiðar í íslenskri náttúru byggja á mjög takmarkaðri auðlind sem þarf að fara vel með, það er því ekki sama hvernig að farið er að þessu?, segir Hjördís. Svíþjóð, Finnland, Skotland og Kanda komu einnig vel út úr könnuninni en Hjördís segir að Íslendingar geti lært margt af þessum löndum varðandi veiðihefðir og þróun í skotveiðitengdri ferðaþjónustu. ?Öll þessi lönd þykja vera álitlegir markaðir og við lítum til þessara landa eftir fyrirmynd í ýmsu hvað varðar þróun sjálfbærrar skotveiðitengdrar ferðaþjónustu og sjálfbærni er einmitt lykilatriðið og það sem North Hunt verkefnið snýst um?, segir Hjördís að lokum. Nánari upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar og North Hunt verkefnið er að finna á  www.north-hunt.org/is
Lesa meira

Samráðshópur til að bregðast við fjölmiðlaumfjöllun vegna eldgossins

Samráðshópur stjórnvalda og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu hittist í dag í utanríkisráðuneytinu til að ræða samstarf og aðgerðir til að bregðast við fjölmiðlaumfjöllun erlendis um Ísland vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Héðan fari réttar og yfirvegaðar upplýsingarMarkmið hópsins er að tryggja að frá Íslandi fari áfram réttar og yfirvegaðar upplýsingar um stöðu mála en nokkuð hefur borið á að umfjöllun í erlendum fjölmiðlum hafi verið í æsifréttastíl. Því er mikilvægt, ekki síst með hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga, að halda áfram að koma upplýsingum á framfæri um að öryggi á Íslandi sé tryggt, að vel fari um þá ferðamenn sem hér eru og að íslenskt samfélag gangi að mestu sinn vanagang, þó vissulega séu menn meðvitaðir um áhrif eldgossins.  Í hópnum eiga sæti fulltrúar iðnaðarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins, Almannavarna, Ferðamálastofu, Ferðamálaráðs, Útflutningsráðs, Reykjavíkurborgar og Samtaka ferðaþjónustunnar, auk fulltrúa Icelandair og Iceland Express. Ýmislegt þegar verið gertFerðamálastofa og Höfuðborgarstofa hafa þegar sett í gang verkefni til að koma á framfæri upplýsingum í gegnum samfélagslega miðla s.s. á facebook og víðar, auk þess sem Höfuðborgarstofa hefur boðið þeim ferðalöngum sem eru strandaglópar á Íslandi upp á frítt gestakort Reykjavíkur sem veitir þeim ókeypis aðgang á söfn, í sund og strætó o.fl.  Sett hefur verið upp miðstöð fyrir erlenda fréttamenn í stjórnstöð almannavarna en fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins fer með erlend fjölmiðlasamskipti í stjórnstöðinni. Auk þess hafa almannavarnir sett upp aðstöðu fyrir erlenda blaðamenn á Hvolsvelli.
Lesa meira