Fara í efni

Gistibæklingurinn Áning er kominn út

Áning 2011
Áning 2011

Gistibæklingurinn Áning er nú kominn út sautjánda árið í röð. Hann kemur út í 50.000 eintökum á íslensku, ensku og þýsku.

Í bæklingnum er að finna upplýsingar um tæplega 240 gististaði, um 60 tjaldsvæði og 40 sundlaugar og staðsetningu þeirra um land allt. Áningu er dreift ókeypis á öllum helstu ferðamannastöðum innanlands, á upplýsingamiðstöðvum, hótelum og gistiheimilum og víðar. Áningu er einnig dreift til yfir 200 ferðaskrifstofa í Evrópu og Norður-Ameríku,sem selja ferðir til Íslands. Þá er Áningu einnig dreift um borð í Norrænu. Netútgáfu bæklingsins er að finna á www.heimur.is/world og www.icelandreview.com   Útgáfufélagið Heimur hf. gefur bæklinginn út, ritstjóri er Ottó Schopka" segir í fréttatilkynningu frá útgáfufélaginu Heimi hf.