Fréttir

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í janúar

Rúmlega 83 þúsund þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í janúarmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta er um eittþúsund færri farþegar en í janúar í fyrra. Farþegar á leið frá landinu voru heldur fleiri en fyrir ári síðan og á leið til landsins voru litlu færri farþegar en þá. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.     Jan.10 YTD Jan.09. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 38.411 38.411 38.252 38.252 0,42% 0,42% Hingað: 31.232 31.232 31.964 31.964 -2,29% -2,29% Áfram: 2.116 2.116 7.287 7.287 -70,96% -70,96% Skipti. 11.423 11.423 6.792 6.792 66,18% 66,18%   83.182 83.182 84.295 84.295 -1,32% 1,32%
Lesa meira

Spegill fortíðar ? silfur framtíðar

Spegill fortíðar ? silfur framtíðar er yfirskrift fyrirlestra sem Íslenska vitafélagið stendur fyrir í Sjóminjasafni Reykjavíkur ?Víkinni. Fimmtudagskvöldið 4 febrúar kl 20 verður tveimur merkum stöðum gerð skil í máli og myndum. Agnes Stefánsdóttir segir frá fornminjum á Reykjanesi og frá Reykjanesvita og safnvörðurinn Finnbogi Bernódusson mætir í fornum sjóklæðum og ræðir um Ósvör. Umfærður og kaffi. Reykjanesviti ?  á Valahnjúk á Reykjanesi var 1. desember 1878 tekinn í notkun fyrsti viti landsins. Agnes Stefánsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifavernd ríkisins ræðir um vitann og fornminjar á Reykjanesi. Ósvör ? ein elsta verstöð Íslands  og eitt helsta aðdráttarafl Bolungarvíkur. Finnbogi Bernódusson, safnvörður í Ósvör segir frá þessari gömlu verbúð sem m.a. geymir salthús, fiskihjalla, sexæring, dráttarspil, fiskireit og útihjalla sem gefa staðnum blæ liðinna tíma.  Hvernig getum við nýtt söguna og menningararfinn til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar?  Eigum við ónýttan arf við strendur landsins sem auðvelt og fyrirhafnarlítið er nýta til nýsköpunar og atvinuuppbyggingar?
Lesa meira

Mikill áhugi á heilsuferðaþjónustu

Um 90 manns mættu á stofnfund Samataka um heilsuferðaþjónustu sem haldin var í Nauthól við Nauthóslvík í gær. Veruleg tækifæri eru talin felst í þessari tegund ferðamennsku, ekki síst í ljósi þess að hún er síður háð veður fari árstíðabundnum sveiflum. Tækifærin fyrir hendiKatrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, ávarpaði fundinn og í máli hennar kom fram að að niðurstöður vinnuhóps iðnaðarráðuneytisins sýni að með markaðssetningu undir sameiginlegu merki íslenskrar heilsuferðaþjónustu megi fjölga umtalsvert ferðamönnum sem hingað koma í hressingarmeðferðir ýmis konar. Mikill áhugiKatrín segir að þetta verkefni eigi ekki eingöngu að taka til lækningaferðaþjónustu. Skilgreina megi heilsuferðaþjónustu mjög vítt. ?Þarna má fella undir baðmenningu, jarðhita, óspillta náttúru, gæði íslenskra matvæla, útivist og svo framvegis. Við eigum frábæra frumkvöðla í íslenskum ferðaþjónustuiðnaði og vonandi taka þeir sem flestir þátt í starfi hinna nýju samtaka um heilsuferðaþjónustu. Umtalsverð undirbúningsvinna hefur verið unninn í iðnaðarráðuneytinu í tengslum við þetta mál og sé miðað við þátttöku í vinnusmiðju sem haldin var á vegum Ferðamálstofu í nóvember, þá er geysilegur áhugi á meðal íslenskra ferðaþjónustuaðila að sækja inn á þennan markað," segir Katrín. Að sögn Katrínar verða settar 4 milljónir króna í verkefnið auk þess sem Ferðamálastofa mun leggja til 50% stöðugildi. Starfsmaður verkefnisins verður Sunna Þórðardóttir. Umhverfi við hæfiMeð sanni má segja að við hæfi hafi verið að vera með fundinn í þessu umhverfi, í einu vinsælasta útivistarsvæði borgarinnar, í návígi við göngustíga, siglingaklúbba, ilströndina, sjóböð o.fl. Til að undirstrika þetta enn frekar fóru ráðherra og fleiri fundarmenn að loknum fundinum í hjólreiðatúr um Nauthólsvíkina. Stjórn samtakannaFormaður: Magnús Orri SchramAðrir stjórnarmenn:Íris Elfa Þorkelsdóttir, Icelandair Hotels Sjöfn Kjartansdóttir, Iceland Pro Travel Ingi Þór Jónsson, Heilsustofnun NLFÍDagný Pétursdóttir, Bláa LóniðAnna Sverrisdóttir, RáðgjafiHansína B. Einarsdóttir, Hótel GlymurSigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnisstjóri HRStefán Gunnarsson, Jarðböðin við MývatnJón Gunnar Borgþórsson, FerðamálastofaJónína Benediktsdóttir, Detox Jónínu BenEyþór Guðjónsson, SkemmtigarðurinnElín María Björnsdóttir, Pure Health Þorleifur Þór Jónsson, ÚtflutningsráðSigríður Margrét Guðmundsdóttir, Deildartunguhver Þá verður skipuð fimm manna framkvæmdastjórn og þrír undirhópar sem fjalla munu um innra starf, gæðamál og markaðsmál. Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum:
Lesa meira

Námskeið fyrir starfsfólk gestamóttöku

Opni háskólinn í samvinnu við SAF býður upp á hagnýtt námskeið fyrir starfsfólk í gestamóttöku. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja bæta þjónustuframkomu og samskiptahæfni sína. Námskeiðið fer fram 4.-5. febrúar í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti.  Stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið að hluta og Opni háskólinn aðstoðar við umsókn til sjóðsins. Nánar á vef SAF
Lesa meira

Stofnfundur samtaka um heilsuferðaþjónustu

Stofnfundur samtaka um heilsuferðaþjónustu á Íslandi verður haldinn 28. janúar kl. 09:30-11:00. Fundurinn veður haldinn að Kaffi Nauthól  í Nauthólsvík í Reykjavík. Fundarefni: - Samtök um heilsuferðaþjónustu á Íslandi stofnuð- Farið yfir samþykktir og markmið félagsins- Kosning stjórnar- Árgjald Iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir situr fundinn. Fundarstjóri verður Helga Haraldsdóttir. Meðfylgjandi eru samþykktir og markmið samtakanna. Samþykktir Samtaka um heilsuferðaþjónustu (Word) Markmið Samtaka um heilsuferðaþjónustu (Word) Eftirfarandi aðilar hafa boðið sig fram í stjórn: Formaður - Magnús Orri SchramAðrir stjórnarmenn: Anna G. Sverrisdóttir, Dagný Pétursdóttir, Ingi Þór Jónsson, Íris Elva Þorkelsdóttir, Sjöfn Kjartansdóttir, Sigríður Hrafnkelsdóttir, Stefán Gunnarsson og Hansina B. Einarsdóttir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið: sunna@icetourist.is
Lesa meira

NATA auglýsir eftir styrkumsóknum

Auglýst hefur verið eftir umsóknum í styrki frá NATA, North Atlantic Tourist Association. Um er að ræða samning Íslands, Færeyja og Grænlands um samstarf landanna þriggja í ferðamálum. Hámarksstyrkupphæð er 100 þúsund danskar krónur. Allir sem áhuga hafa á bættum samskiptum á sviði ferðamála milli landanna þriggja geta leitað eftir aðstoð við að fjármagna verkefni, hugmyndir, ferðir eða því um líkt. Umsóknir skulu fela í sér samstarf milli tveggja af löndunum þremur hið minnsta.  Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum: Þróun ferðaSiglingar, þemaferðir, stuttar heimsóknir (shortbreak) o.s.frv. Markaðssetning í ferðaþjónustu og greining sóknartækifæraAlþjóðleg átaksverkefni á sviði ferðaþjónustu. MenntunFaglegar námsferðir, menntun á sviði ferðamála,dvöl til að kynna sér aðstæður. Allar umsóknir skulu vera á þar til gerðum eyðublöðum. Sem fylgiskjöl með umsókninni skal leggja fram nákvæma útlistun á verkefni, svo og fjárhagsáætlun. Umsóknir skulu vera á dönsku eðaensku og sendast til: NATA c/oFerðamálastofaGeirsgata 9,101 Reykjavík Lokafrestur til að senda umsóknir er til 15. febrúar 2010Umsóknareyðublað má nálgast á vef Ferðamálastofu,www.ferdamalastofa.is -Hægrismellið á tenglana hér fyrir neðan og veljið "Save Target As" til að vista umsóknareyðublöðin á eigin tölvu. Umsóknareyðublað á ensku (Word) Umdóknareyðublað á dönsku (Word) Fyrirspurnir varðandi vinnslu umsóknar sendist til:sigrun@icetourist.is NATA er samstarfssamningur ferðamálaráðuneyta í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi. Markmið samningsins er að auka skilvirkni í samstarfi aðila er sinna ferðamálum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi með því að styrkja, samhæfa og tryggja framboð samvinnuverkefna aðildarlandanna á þeim sviðum ferðamála þar sem þau eiga einkum sameiginlegra hagsmuna að gæta.
Lesa meira

Gerast meðlimir ?1% For the Planet?

Ísfirska ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures og Melrakkasetrið í Súðavík sem er fræðasetur um íslensku tófuna, hafa fyrst fyrirtækja á Íslandi gerst meðlimir í umhverfisverndarsamtökunum ?1% For the Planet?. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum tveimur. Það var árið 2001 sem bandarísku félagarnir Yvon Chouinard, stofnandi og eigandi útivistavöruframleiðandans Patagonia og Craig Matthews eigandi fluguveiðiverslunarinnar Blue Ribbon Flies stofnuðu samtök sem þeir kölluð ?1% fyrir jörðina? (www.onepercentfortheplanet.org). Þetta er samstarfsvettvangur fyrirtækja sem lofa að ánafna minnst einu prósenti af ársveltu til raunverulegra umhverfisverkefna. Bæði þessi fyrirtæki höfðu stutt grasrótarsamtök sem börðust fyrir umhverfisvernd og þeir deildu þeirri skoðun að heilbrigð náttúra væri nauðsynleg fyrir framtíð mannkyns og framtíð fyrirtækja þeirra. Síðan félagsskapurinn var stofnaður hafa um 42 milljónir bandaríkjadala runnið frá þeim til umhverfismála og meðlimir eru yfir þrjú þúsund fyrirtæki og samtök. Fyrirtækið Borea Adventures hóf rekstur árið 2006 og býður upp á fjölbreytt úrval ævintýraferða um norðanverða Vestfirði, austurströnd Grænlands og Jan Mayen á 60 feta seglskútu í eigu fyrirtækisins. Eins eru í boði styttri sem lengri kajak- og gönguferðir um Hornstrandir og Jökulfirði. Fyrirtækið starfar allan ársins hring en aðal tímabilið hefst í lok mars með sex daga fjallaskíðaferðum í Jökulfirði. Skíðaferðirnar eru í boði út maí síðan taka við náttúruskoðunarferðir á Hornstrandir, kajakferðir, leiðangrar til Jan Mayen og í ágúst er stefnan sett á austurströnd Grænlands. Borea Adventures hefur skýra umhverfisstefna og átta eigendur sig á því að helsta söluvara íslenskrar ferðaþjónustu er náttúran og því ber að hlúa að henni eins og kostur er. Sem betur fer eru sífellt fleiri fyrirtæki að átta sig á því að þau hafa skyldum að gegna gagnvart umhverfinu. Melrakkasetrið er fræðasetur, stofnað árið 2007 og er helgað íslenska refnum sem er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Markmið setursins eru að stuðla að og taka þátt í rannsóknum á líffræði tegundarinnar, þróun sjálfbærrar náttúrulífsferðamennsku og safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum í fortíð og nútíð. Einnig verkefni sem lúta að verndun vistkerfa og villtra dýrastofna. Í undirbúningi er sýning fyrir ferðamenn þar sem mun verða á boðstólnum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Sýningin verður opnuð í júní 2010 í gamla Eyrardalsbænum í Súðavík sem nú hefur verið endurbyggður í upprunalegri mynd. Refaskoðunar- og rannsóknarferð Samstarf þessara tveggja aðila á vonandi eftir að aukast í framtíðinni en dagana 19.-24. júlí verður í fyrsta skipti boðið upp á sérstaka refaskoðunar- og rannsóknarferð um Jökulfirði og Hornstrandir þar sem leiðsögumaður verður Ester Rut Unnsteinsdóttir, refasérfræðingur á Melrakkasetrinu. Íslenski refurinn er vannýtt auðlind í íslenskri ferðaþjónustu og hefur mikið aðdráttarafl, sérstaklega hjá erlendum náttúruunnendum þar sem mjög erfitt er að nálgast heimskautarefinn í löndunum í kringum okkur.Nánari upplýsingar: www.BoreaAdventures.com :: www.melrakkasetur.is
Lesa meira

Fjölbreytt verkefni Iceland Naturally 2010

Stórar kynningarherferðir á íslenskri ferðaþjónustu, kynning á íslenskum sjávarafurðum, kynning á endurnýjanlegri orku og tækni, íslenskir úrvalskokkar sem elda fyrir almenning, tónleikar, kvikmynda- og listahátíðir eru meðal þeirra fjölmörgu viðburða sem Iceland Naturally hefur skipulagt vestanhafs fyrir árið 2010. Um Iceland NaturallyKynningarverkefnið ?Iceland Naturally? er samstarfsverkefni ríkisstjórnar Íslands og íslenskra fyrirtækja sem starfa á mörkuðum Norður Ameríku og er tilgangur þess að auka eftirspurn eftir íslenskum vörum og þjónustu og efla ímynd Íslands meðal neytenda þar. Verkefnið er rekið af aðalræðisskrifstofu Íslands og skrifstofu Ferðamálastofu í New York. Framkvæmdastjórar verkefnisins eru Einar Gústafsson, forstöðumaður Ferðamálastofu í Bandaríkjunum og Hlynur Guðjónsson, ræðismaður og viðskiptafulltrúi. Formaður stjórnar Iceland Naturally er Pétur Þ. Óskarsson. Meðlimir Iceland Naturally ásamt íslenska ríkinu eru Icelandair, Icelandic USA, Inc., Reykjavíkurborg, 66°Norður, Keflavik Airport, Bláa lónið, Icelandic Glacial Water, Landsvirkjun, Útflutningsráð og nýlega bættist Íslandsbanki við í hópinn. Öflugri en nokkru sinni fyrr Iðnaðarráðherra, Mugison og Pétur Óskarsson við kynningu á verkefninu. ?Í ár verðum við öflugri en nokkru sinni fyrr en jákvæð kynning á Íslandi er eitt af lykilatriðum endurreisnar íslensks efnahagslífs. Iceland Naturally kynnir Ísland og íslenska vöru og þjónustu  á neytendamarkaði, en verkefnið nær til 30-40 milljóna manna á ári hverju,? segir Pétur Þ. Óskarsson, formaður stjórnar Iceland Naturally verkefnisins.  ?Iceland Naturally er ekki einungis vel heppnað markaðsverkefni á íslenskri vöru, þjónustu og menningu í Norður-Ameríku heldur er það einnig gott dæmi um hve miklu er hægt að áorka þegar ríki og einkafyrirtæki stilla saman strengi sína,? segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og bætir við að verkefnið hafi skilað gríðarlegum árangri í þann rúma áratug sem það hefur staðið.  Fjölbreytt og umfangsmikil verkefnaskráVerkefnaskrá Iceland Naturally 2010 er jafn fjölbreytt og hún er umfangsmikil. Sem dæmi má nefna íslenska daga, Taste of Iceland, í Boston, Toronto og Seattle ? en þar verða íslensk matvæli matreidd á fjölda veitingastaða af stjörnukokkum á borð við Þórarinn Eggertsson á ORANGE, sem fékk nýlega Conde Nast Traveller viðurkenninguna ?Hottest Tables 2009?. Þá verður ferðaþjónustan og íslenskar vörur kynntar sérstaklega og haldnar verða kvikmyndahátíðir og tónleikar með íslenskum tónlistarmönnum .   Önnur stór verkefni eru sem dæmi samstarf við listahátíðina Nuna now í Manitoba og víðar í Kanda, kynning á ábyrgum fiskveiðum  og samstarf við Icelandic Music Export í gegnum kynningarátakið Made in Iceland sem miðlar íslenskri tónlist á útvarpsstöðvar ásamt samstarfi við Film in Iceland með kynningu á Íslandi sem tökustað. Þá mun Iceland Naturally standa fyrir margvíslegum viðburðum með meðlimafyrirtækjum verkefnisins.  ?Við verðum til dæmis með Íslandskynningar og kynningar á íslenskum sjávarafurðum í veitingastöðum í um 40 háskólum á helstu markaðssvæðum Íslands á Austurströndinni og í um 150 stórfyrirtækjum á borð við Bank of America, City Bank, Boeing, Microsoft, Sameinuðu þjóðirnar, Reuters og fleiri,? segir Ævar Agnarsson, forstjóri Icelandic USA og bætir við að  ofantalin verkefni séu aðeins brot af verkefnum ársins. Fyrir tilstuðlan Iceland Naturally og meðlimafyrirtækjanna fær Ísland reglulega umfjöllun í fjölmörgum af helstu fjölmiðlum Norður-Ameríku. 8% fjölgun ferðamanna í árIceland Naturally byggir markaðsaðgerðir sínar á viðamiklum neytendakönnunum sem gerðar hafa verið annað hvert ár síðan 1999. ?Rannsóknirnar sýna að tiltekinn markhópur, fólk sem hefur áhuga á náttúru og útivist,  hefur mikinn áhuga á að koma til Íslands, og því hefur verið lögð áhersla á þessa þætti ,? segir Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs hjá Icelandair, en á árinu 2009 varð 8% aukning á komu ferðamanna frá Norður-Ameríku til Íslands. ?Í Iceland Naturally samstarfinu leggjum við  mikla áherslu á að kynna þá möguleika sem landið hefur uppá að bjóða.?  Reynslan nýtist víða?Ímynd Íslands er skemmtilega fjölþætt,? segir Katrín Júlíusdóttir. ?Okkar bíða stór markaðsfæri í til að mynda í orkugeira og ferðaþjónustu eins og endurspeglast í áherslum Iceland Naturally. Verkefnið hefur náð ótrúlega miklum árangri á því sem er í raun mjög skammur tími. Þennan árangur sjáum við ekki einungis í aukinni vitund fólks um Ísland, heldur einnig í auknum útflutningi á íslenskri framleiðslu sem og verkviti ? og stórauknum fjölda ferðamanna. Við viljum nýta okkur þessa reynslu og aðferðafræði sem verkefnið hefur skapað til kynna Ísland um víða veröld..?  Verkefni IN árið 2010Iceland Naturally tekur þátt í og skipuleggur fjölda atburða, herferða og verkefna á ári hverju. Í ár kennir ýmissa grasa og má þar helst nefna: Endurnýjanlegir orkugjafar ? átaksverkefni um sérstöðu Íslands hvað orku varðar, ætlað að efla áhuga fjárfesta á Íslandi og vekja áhuga umhverfissinnaðra ferðalanga.Mikilvægi sjálfbærra fiskveiða ? átaksverkefni.Grænn ferðamannaiðnaður ? átaksverkefni.Íslenskar kvikmyndahátíðir í Fíladelfíu, Pittsburg, Washington DC, New Haven, Jersey City, Chicago og Boston.Þátttaka íslenskra sérfræðinga og kynningar á fjölda ráðstefnum og sýningum: Finance in Geothermal Conference,  Cod and Cask Festival, RETECH, Earth Day, Film Location Expo, og margar fleiri.Íslandskynning í 40 háskólum á markaðssvæðum á austurströnd Bandaríkjanna.Íslandskynning í 150 stórfyrirtækjum á markaðssvæðum Íslands í BNA, til að mynda Bank of America, City Bank, Boeing, Microsoft og Reuters.Nuna Now ? Listahátíð í Manitoba og víðar í Kanada. Taste of Iceland dagar í Seattle, Toronto og Boston: Íslenskir eðalkokkar kynna íslensk matvæli á fjölda veitingastaða, sérstakt ferðamálaátök, kvikmyndahátíðir, tónleikar með Mugison og kynningar á íslenskri vöru og þjónustu.Made in Iceland. Íslenskri tónlist miðlað til bandarískra útvarpsstöðva í samstarfi við IMX. Kynning á Hörpu ? tónleika og ráðstefnumiðstöð í Reykjavík.Food & Fun og Iceland Airwaves eru meðal stuðningsverkefna INKynningarátak við komu á Keflavíkurflugvelli.Kynningar í NY Times, LA Times, San Fransisco Chronicle og fleiri miðlum auk auglýsingaherferða.Hámörkun á leitarþjónustu internetsins (e. Search Engine Optimization)Skipulagðar fjölmiðlaferðir ? erlendum fjölmiðlamönnum boðið til Íslands í mismunandi themaferðir eftir miðlum/áhugasviði. T.d. ferð á Hvannadalshnjúk, ferð í Bláa lónið o.s. frv.
Lesa meira

Kynningarfundi um námsbraut frestað

Að beiðni HR/Opna háskólans hefur fyrirhuguðum kynningarfundi um Námsbraut í ferðamálum og þjónustu, sem vera átti í húsnæði Ferðamálastofu í dag kl. 17, verið frestað. Ný dagsetning verður auglýst síðar. Sjá frétt um Námsbraut í ferðamálum og þjónustu  
Lesa meira

Nýtt ferðamálaráð skipað

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðrráðherra og ráðherra ferðamála, hefur skipað í ferðamálaráð til fjögurra ára. Formaður ferðamálaráðs er sem fyrr Svahildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Varaformaður er Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. Aðrir fulltrúar í ferðamálaráði eru Ásbjörn Jónsson og Unnur Halldórsdóttir frá Ferðamálasamtökum Íslands. Anna G. Sverrisdóttir, Helgi Már Björgvinsson og Sævar Skaptason frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Aldís Hafsteinsdóttir og Dofri Hermannsson eru fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Jón Ásbergsson frá Útflutningsráði. Hlutverk ferðamálaráðs skv. 6. gr. laga um skipan ferðamála er að: Gera árlega eða oftar, tillögur til ráðherra um markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar. Vera ráðgefandi aðili fyrir ráðherra um áætlanir í ferðamálum. Veita umsagnir um breytingar á lögum og reglum er varða ferðamál og annað er ráðherra felur ráðinu eða ráðið telur ástæðu til að taka upp í þágu ferðaþjónustunnar.  
Lesa meira