Fréttir

EDEN ? Gæða áfangastaðir sem tengjast vatni

Ferðamálastofa óskar eftir umsóknum vegna fjórðu Evrópsku EDEN samkeppninnar um gæða áfangastaði í Evrópu. (European Destination of Excellence). Þema ársins 2010 er Sjálfbær ferðaþjónusta tengd vatni (Sustainable Aquatic Tourism). MarkmiðMarkmið EDEN verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni. Áfangastaðurinn þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Staðurinn/svæðið má ekki vera hefðbundinn ferðamannastaður. Fjöldi ferðamanna skal vera lítill eða mjög lítill miðað við landsmeðaltal. Staðurinn/svæðið þarf að vera hannaður eða skilgreindur sem áfangastaður með áherslu á strand-, ár-, eða vatnaferðamennsku og hafi sett sér markmið um að starfa skv. markmiðum WTO um sjálfbæra ferðaþjónustu*. Staðurinn/svæðið þarf að geta sýnt fram á áhugaverða nýsköpun í ferðaþjónustu sem tengist vatni, sjó eða laugum. Nánari upplýsingar:Einn áfangastaður er valinn frá hverju þátttökuríki í Evrópu og hljóta verðlaunahafar titilinn ?2010 EDEN Destination for Sustainable Aquatic Tourism?. Verðlaunaafhendingin og sýning með kynningu á öllum verðlaunaáfangastöðunum fer fram í tengslum við ferðamálaráðstefnuna The European Tourism Forum í nóvember 2010. Allir EDEN verðlaunahafar fá töluverða umfjöllun og kynningu í fjölmiðlum í Evrópu í tengslum við verðlaunaafhendinguna og á vefsíðum og kynningarritum EDEN verkefnisins eftir það. EDEN verðlaunin eru bæði viðurkenning á gæðum viðkomandi áfangastaðar og hafa mikla þýðingu fyrir markaðssetningu. Engin eiginleg peningaverðlaun eru í boði. Hverjir geta tekið þátt:Bæir, sveitarfélög og landssvæði sem mynda landfræðilega heild og sem falla undir skilyrðin hér að ofan. Útfyllt umsóknareyðublöð (sjá hér að enðan) þurfa að hafa borist á netfang umhverfisstjóra Ferðamálastofu sveinn@icetourist.is fyrir miðnætti 31. mars 2010. Ath! Aðeins vandaðar umsóknir, sem eiga fullt erindi í þessa samkeppni, koma til greina.Umsóknum ber að skila á ensku Umsóknareyðublað:Best er að byrja á að vista umsóknina á eigin tölvu áður en útfylling hefst. T.d. hægri smella á hlekkinn og velja "Save as". Umsóknareyðublað (word) Nánari upplýsingar:http://ec.europa.eu/enterprise/sectors/tourism/eden/http://en.wikipedia.org/wiki/European_Destinations_of_Excellence ________________________________________* Skilgreining World Tourism Organization (WTO) á sjálfbærri ferðamennsku hljóðar svo: ?Sjálfbær ferðamennska mætir þörfum ferðamanna og heimamanna en stuðlar um leið að verndun og auknum markaðstækifærum til framtíðar. Þetta felur í sér að auðlindum er stjórnað með þeim hætti að efnahagslegum, félagslegum og fagurfræðilegum þörfum er fullnægt, á sama tíma og viðhaldið er menningu, nauðsynlegum vistfræðilegum ferlum, líffræðilegri fjölbreytni og nauðsynlegum lífsskilyrðum?.
Lesa meira

Fjölmennur aðalfundur SAF

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn í gær á Hilton Reykjavík Nordica og sóttu hann vel yfir tvö hundruð manns.  Aðalumræðuefni var tækifæri til verðmætasköpunar með aukinni vetrarferðamennsku og hvernig við hámörkum sölu ferða til Íslands á netinu. Árni Gunnarsson, formaður SAF,  og Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, komu bæði víða við í erindum sínum. Marianne Krause, markaðsstjóri Comma Group og fyrrverandi ferðamálastjóri Finnlands fjallaði um hvernig Finnar komust út úr kreppunni með því að leggja áherslu á vetrarferðamennsku og að ferðamenn að vetrarlagi skyldu að jafnaði eftir meiri tekjur en ferðamenn að sumarlagi. Peter Dennis, forstjóri Time Communications Group, fjallaði um sölu Íslandsferða á netinu. Þá fór fram verðlaunaafhending Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, en það var ritgerð Jónu Sigurbjargar Kjölur ? Fjölbreytt landslag, ferðamennska og upplifun, frá verkfræði og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands ? ferðamálafræði sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Í lok fundar sköpuðust líflegar umræður um efni fundarins. Nánari upplýsingar um fundinn og þau erindi sem þar voru flutt má nálgast á vef SAF. Óbreytt stjórn SAFTillaga kjörnefndar var að stjórn SAF sæti óbreytt og var Árni Gunnarsson endurkjörinn formaður samatkanna til næstu tveggja ára. Aðrir í stjórn eru Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Lára B. Pétursdóttir, Gunnar Guðmundsson, Sævar Skaptason, Ólafur Torfason og Friðrik Pálsson.
Lesa meira

Óður til hreindýrsins - málþing

Málþingið Óður til hreindýrsins á Vetrarhátíð í Ríki Vatnajökuls, verður haldið miðvikudaginn 31.mars (daginn fyrir Skírdag). Málþingið fer fram í Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Markmiðið er að fræðast almennt um hreindýrin og greina þau tækifæri sem felast í þessari auðlind sem hreindýrin eru. Leitast verður við að málþingið verði þverfaglegt og varpi ljósi á flesta þá þætti sem tengjast hreindýrum, eins og ferðaþjónustu, handverk, mat úr héraði, skotveiði og veiðilendur. Um kvöldið veður kvöldverður á Hótel Höfn þars em snæddur verður matur úr héraði og einnig frumflutt skemmtiatriði sem ber heitið Óður til hreindýrsins. Vinsamlega skráið þátttöku sem fyrst í netfangið rosa@rikivatnajokuls.is en í síðasta lagi föstudaginn 26. mars, tilkynna þarf sérstaklega þátttöku í kvöldverði. Dagskrá (PDF)    
Lesa meira

Málþing um jarðminjagarða

Miðvikudaginn 24. mars næstkomandi verður haldið málþing um Jarðminjagarða (Geopark) á Íslandi í Salnum, Kópavogi. Að málþinginu standa Jarðfræðafélag Íslands, Náttúrustofa Suðurlands, Náttúrustofa Norðurlands vestra, Náttúrustofa Reykjaness, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Aðgangur er ókeypis en þátttöku þarf að tilkynna á netfangið steini@nnv.is fyrir 22. mars. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir og Óskar Bergsson, formaður Borgarráðs ávarpa þingið. Að því loknu koma ellefu erindi og má sjá dagskrá þingsins í meðfylgjandi skjali. Dagskrá málþing um Jarðminjagarða (PDF)  
Lesa meira

Norræn ráðstefna um náttúru- og menningarminjar í ferðaþjónustu

Meðfylgjandi er auglýsing og dagskrá norrænnar ráðstefnu þar sem fjallað verður um  hvernig tengja má náttúru- og menningarminjar saman í ferðaþjónustu. Áhersla er lögð á sjálfbæra ferðaþjónustu. Ráðstefnan er þriðja og síðasta þema-ráðstefnan í verkefni sem kallast Natur och kulturarv som resurs för hållbar utveckling och tillväxt. Að verkefninu standa opinberar stofnanir á Norðurlöndunum sem fjalla um náttúru og menningararf. Fyrir hönd Íslands eru fulltrúar frá Fornleifavernd ríkisins og Umhverfisstofnun í verkefninu. Ath. skráningu á ráðstefnuna lýkur 24. mars. www.raa.se/naturochkulturarv
Lesa meira

Island ProTravel verðlaunað á ITB

Island ProTravel hlaut annað sætið þegar Golden Palm verðlaunin voru veitt á alþjóðlegu ferðakaupstefnunni ITB í Berlín í síðustu viku. Verðlaunin voru veitt fyrir sjóstangveiðiferðir til Íslands. Í frétt frá Iceland Pro Travel kemur fram að Golden Palm verðlaunin veiti þekktasta ferðatímarit Þýskalands, GEO SAISON (kemur út í 137.000 eintökum) fyrir bestu einstöku pakkaferð sem skipulögð er af ferðaþjónustuaðila og er tekið tillit til nýsköpunar og frumleika, sem og góðs skipulags. Slíkar ferðir þurfa að uppfylla kröfu um alla hefðbundna þjónustuþætti og bjóða einstaka ferðaupplifun. Pakkaferðin sem Island ProTravel hlaut annað sætið fyrir er ferð sem fyrirtækið hefur boðið upp á síðan árið 2006 og er samstarf Island ProTravel í Þýskalandi, Island ProTravel á Íslandi, ferðaskrifstofunnar Vögler?s Angelreisen í Þýskalandi og fyrirtækisins Hvíldarkletts á Vestfjörðum. Ferðirnar eru pakkaferðir fyrir sjóstangveiðimenn en þeir koma hingað til lands og dvelja í viku á Suðureyri eða Flateyri á Vestfjörðum við veiðar.  Island ProTravel hefur áður hlotið verðlaun fyrir þessar ferðir en það var árið 2008, þegar það hlaut ?Scandinavian Travel Award? sem Norðurlöndin veita fyrir nýsköpun, gæði og gott aðgengi gesta. Island ProTravel er ferðaþjónustufyrirtæki í eigu Guðmundar Kjartanssonar og Ann-Cathrin Bröcker. Þau hafa aðsetur og stýra skrifstofu fyrirtækisins í Hamborg og hafa um 20 ára reynslu í að bjóða erlendum ferðamönnum ferðir til Íslands. Auk skrifstofunnar í Hamborg er Island ProTravel með söluskrifstofur í eigin nafni í Sviss, Bretlandi, Svíþjóð og á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í Íslandsferðum og býður upp á margskonar ferðir til landsins: ferðir þar sem gestir keyra sjálfir um landið, rútuferðir, hestaferðir, gönguferðir, fuglaskoðunarferðir, sérhópa- og hvataferðir, borgarferðir, fjölskylduferðir, kvennaferðir, sjóstangveiðiferðir, yoga-ferðir, golf-ferðir og margt, margt fleira. Skrifstofa fyrirtækisins á Íslandi er í Ármúla 15 og henni stýrir Sjöfn Kjartansdóttir.  
Lesa meira

Mikið líf á ITB

Síðastliðinn sunnudag lauk ITB ferðakaupstefnunni í Berlin, þeirri stærstu á alþjóðlegum vettvangi. Í ár kynntu um 11 þúsund sýnendur frá 187 löndum starfsemi sína fyrir um 180 þúsund gestum, þar af 110 þúsund faggestum. Að sögn sýningarhaldara (Messe Berlin) voru gerðir viðskiptasamningar fyrir um sex milljarða Evra á meðan sýningunni stóð, sem þykir gott í skugga almenns efnahagsástands í heiminum. Ísland var þáttakandi í 41. sinn. Að þessu sinni sóttu 20 íslensk fyrirtæki kaupstefnuna til að kynna starfsemi sína á kynningarbás Ferðamálastofu, en auk þessu kynntu  Icelandair og systurfyrirtæki þess starfsemi sína. Íslensku sýnendurnir voru almennt ánægðir með undirtektir og greinilegt að komandi sumar getur orðið býsna líflegt. Þreifingar um aukið framboð yfir vetrartímannÞá eru og uppi þreifingar bæði íslenskra og erlendra flugfélaga um að auka framboð á flugi yfir vetrartímann frá meginlandinu. Þar myndu hugsanlega einnig koma inn borgir sem ekki hefur verið flogið frá áður á þessum tíma.  Davíð Jóhannsson, svæðisstjóri Ferðamálastofu í Mið-Evrópu, sem skipulagði þátttöku Íslands á ITB, segir enga spurningu að svona viðbót yfir vetrartímann yrði kærkomin.?En hún er líka alhliða áskorun fyrir alla sem koma að markaðssetningu landsins og þá sem ákveða umfang hennar. Tækifæri í landkynningu eru margvísleg og alltaf er eitthvað um að ný slík líti dagsins ljós á sýningu sem þessari. Þau eru mörg hver að mínu mati ekki síst viðurkenning á því hvernig tekist hefur að verja ímynd Íslands sem áfangastað ferðamanna, þrátt fyrir allt sem á hefur gengið? segir Davíð.
Lesa meira

Málþing um landbúnaðartengda ferðaþjónustu

Þann 16. mars verður haldið málþing í Háskólanum á Hólum um landbúnaðartengda ferðaþjónustu. Yfirskriftin er Landbúnaður laðar og lokkar. Hlín C. Mainka Jóhannesdóttir, aðjúnkt við ferðamáladeild, hefur haft veg og vanda að skipulagningu en málþingið er haldið á vegum skólans og Vaxtarsamnings Norðurlands vestra. Nánari upplýsingar á vef Hólaskóla
Lesa meira

Gistiskýrslur 2009 - 6,6% fjölgun gistinátta

Hagstofa Íslands hefur gefið út Gistiskýrslur 2009 í ritröðinni Hagtíðindum. Í þessu hefti eru birtar niðurstöður um gistináttatalningu fyrir allar tegundir gististaða árið 2009. Heildarfjöldi gistinátta var 2,9 milljónir árið 2009, en það er um 6,6% aukning frá fyrra ári. Gistinóttum fjölgaði milli ára á öllum tegundum gististaða nema hótelum og gistiheimilum, en þar var fjöldi gistinátta svipaður. Gistinóttum fjölgaði um 29% á tjaldsvæðum, 23% á heimagististöðum, 18% á farfuglaheimilum og í orlofshúsabyggðum. Gistinóttum fjölgaði einnig um 15% í skálum í óbyggðum og 13% á svefnpokagististöðum. Eftir landsvæðum fjölgaði gistinóttum hlutfallslega mest á Suðurlandi, um 20%, en á Vestfjörðum um 17,6%, á Norðurlandi vestra um 17,3% og á Austurlandi um 7,8%. Gistinætur á Norðurlandi eystra og Suðurnesjum fjölgaði um 7% frá árinu 2008 en fjöldi gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi var svipaður á milli ára. Gistiskýrslur 2009 - Hagtíðindi
Lesa meira

Málþing um landbúnaðartengda ferðaþjónustu

Þann 16. mars verður haldið málþing í Háskólanum á Hólum um landbúnaðartengda ferðaþjónustu. Yfirskriftin er Landbúnaður laðar og lokkar. Hlín C. Mainka Jóhannesdóttir, aðjúnkt við ferðamáladeild, hefur haft veg og vanda að skipulagningu en málþingið er haldið á vegum skólans og Vaxtarsamnings Norðurlands vestra. Nánari upplýsingar á vef Hólaskóla
Lesa meira