Fréttir

Leiðsögunám á háskólastigi

Leiðsögunám á háskólastigi er námsbraut hjá Endurmenntun HÍ sem fór af stað í fyrsta sinn haustið 2008. Umsóknarfrestur fyrir námið sem hefst næsta haust er til 11 maí næstkomandi. Námið er 60 eininga (ECTS) nám á grunnstigi háskóla og er kennt á tveimur misserum. Kennd er ein námsgrein í senn sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en sú næsta hefst. Mögulegt er að taka námið hvort sem er í staðnámi eða fjarnámi. Námið hentar þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi með erlenda ferðamenn. Námið er kennt samhliða í staðnámi og fjarnámi. Fjarnámið fer fram netinu. Þátttaka er því hvorki háð búsetu né fjarfundabúnaði heldur getur hver og einn stundað námið frá nettengdri tölvu. Upplýsingar um staðbundnar lotur verða gefnar síðar. Þeir sem hafa hug á að stunda fjarnám eru beðnir um að taka það sérstaklega fram í umsókn KennslutilhögunKennslu er þannig háttað að kennt er eitt námskeið í einu sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en næsta námskeið hefst. Kennsla fer fram tvisvar í viku, á þriðjudögum  og fimmtudögum frá kl. 16:10 ? 19:55. Þar fyrir utan fer fram talþjálfun í smærri hópum sem hittast reglulega á hverju misseri. Kennsla hefst í ágúst 2009 og náminu lýkur í júní 2010. Seinni umsóknarfrestur er til 11. maí Nánari upplýsingar um Leiðsögunám á háskólastigi
Lesa meira

Erlendum ferðamönnum fjölgaði í apríl

Tæplega 28 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í aprílmánuði, sem er um 1700 fleiri gestir en í sama mánuði á síðastliðnu ári. Aukningin nemur 6,5 prósentum milli ára. Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun frá Mið- og S-Evrópu eða um tæp 26%. N.-Ameríkönum og Norðurlandabúum fjölgar ennfremur talsvert eða um 11%. Svipaður fjöldi kemur hins vegar frá Bretlandi, en 11% fækkun á sér stað hjá öðrum mörkuðum sem ná yfir A.-Evrópulönd og fjarmarkaði utan Evrópu og N.-Ameríku. Í aprílmánuði fóru hins vegar tíu þúsund færri Íslendingar utan en í sama mánuði í fyrra, voru 34.900 í aprílmánuði árið 2008 en 24.400 í ár. Talningin er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir um Leifsstöð, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls. Nánari skiptingu gesta eftir markaðssvæðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan. Frá áramótum hafa 90 þúsund erlendir gestir farið frá landinu eða um 2,8% færri en árinu áður. Tæplega helmingsfækkun er hins vegar í brottförum Íslendinga. Apríl eftir þjóðernum           Janúar-apríl eftir þjóðernum               Breyting milli ára         Breyting milli ára   2008 2009 Fjöldi (%)     2008 2009 Fjöldi (%) Bandaríkin 2.111 2.105 -6 -0,3   Bandaríkin 7.855 8.940 1.085 13,8 Kanada 350 640 290 82,9   Kanada 1.101 1.177 76 6,9 Bretland 5.817 5.794 -23 -0,4   Bretland 21.189 19.737 -1.452 -6,9 Noregur 3.001 2.757 -244 -8,1   Noregur 8.562 8.317 -245 -2,9 Danmörk 2.583 3.053 470 18,2   Danmörk 8.593 9.308 715 8,3 Svíþjóð 1.856 2.733 877 47,3   Svíþjóð 6.438 7.059 621 9,6 Finnland 804 644 -160 -19,9   Finnland 2.389 1.703 -686 -28,7 Þýskaland 1.468 2.017 549 37,4   Þýskaland 5.292 6.489 1.197 22,6 Holland 956 1.020 64 6,7   Holland 3.259 3.417 158 4,8 Frakkland 1.204 1.382 178 14,8   Frakkland 4.411 4.184 -227 -5,1 Sviss 151 230 79 52,3   Sviss 547 735 188 34,4 Spánn 173 380 207 119   Spánn 810 889 79 9,8 Ítalía 279 290 11 3,9   Ítalía 972 900 -72 -7,4 Pólland 1.292 969 -323 -25   Pólland 4.902 2.873 -2.029 -41,4 Japan 172 282 110 64   Japan 2.310 2.514 204 8,8 Kína 320 242 -78 -24,4   Kína 824 672 -152 -18,4 Annað 3.548 3.247 -301 -8,5   Annað 12.851 10.829 -2.022 -15,7 Samtals 26.085 27.785 1.700 6,5   Samtals 92.305 89.743 -2.562 -2,8                       Apríl eftir markaðssvæðum           Janúar-apríl eftir markaðssvæðum               Breyting milli ára         Breyting milli ára   2008 2009 Fjöldi (%)     2008 2009 Fjöldi (%) N-Ameríka 2.461 2.745 284 11,5   N-Ameríka 8.956 10.117 1.161 13,0 Bretland 5.817 5.794 -23 -0,4   Bretland 21.189 19.737 -1.452 -6,9 Norðurlönd 8.244 9.187 943 11,4   Norðurlönd 25.982 26.387 405 1,6 Mið-/S-Evrópa 4.231 5.319 1.088 25,7   Mið-/S-Evrópa 15.291 16.614 1.323 8,7 Annað 5.332 4.740 -592 -11,1   Annað 20.887 16.888 -3.999 -19,1 Samtals 26.085 27.785 1.700 6,5   Samtals 92.305 89.743 -2.562 -2,8                       Ísland 34.891 24.370 -10.521 -30,2   Ísland 137.000 75.800 -61.200 -44,7
Lesa meira

Ferðalög og frístundir um helgina

Sýningin Ferðalög og frístundir verður haldin í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal dagana 8.-10. maí nk. Þar sameinast á einum stað allt sem viðkemur ferðalögum og  frístundum, innanlands og utan. Sýningin Golf 2009 verður haldin samhliða Ferðalögum og frístundum ? og kjarninn í ferðasýningunni verður Ferðatorgið, þar sem ferðamálasamtök  og markaðsstofur landshlutanna kynna ferðaþjónustu á sínu svæði. Á Matartorginu verða svo þrjár matreiðslukeppnir á vegum Klúbbs matreiðslumeistara, ásamt því að fyrirtæki í matvæla- og veitingageiranum kynna starfsemi sína. Keppnirnar eru Matreiðslumaður ársins, Matreiðslumeistari Norðurlanda og landshlutakeppnin Íslenskt eldhús 2009. Þá fer fram á sýningunni úrslitaviðureign í keppninni Delicato vínþjónn Íslands 2009, sem haldin er af Vínþjónasamtökum Íslands. Fjölmargir sýnendur úr öllum landshlutum hafa skráð sig til leiks og að sögn Margrétar Sveinbjörnsdóttur, kynningar- og verkefnastjóra sýningarinnar, er mikill hugur í fólki. Hún segir sérstaklega ánægjulegt að sjá ferðaþjónustufyrirtæki í ákveðnum landshlutum taka sig saman og kynna starfsemi sína undir sameiginlegum merkjum. Markmið sýningarinnar er að kynna fjölbreytni ferðaþjónustu og frístundamöguleika og vekja athygli á þeim öflugu fyrirtækjum og stofnunum sem koma að ferða-, frístunda- og afþreyingarmálum. Á sýningunni verða kynntir þeir fjölbreyttu möguleikar sem í boði eru og bent á nýjar og spennandi leiðir til að upplifa og kynnast landinu; auk þess sem framboð á ferðum til útlanda verður kynnt. Ennfremur verða kynntir möguleikar golfíþróttarinnar hérlendis sem erlendis í tengslum við ferðalög, og fjölbreytt framboð frístunda-, afþreyingar- og íþróttastarfs. Matarmenning er samofin velheppnuðum ferðalögum og frístundum og fellur því vel að sýningunni að kynna hana. Sýningunni er ætlað að vera einskonar ?fyrsta stopp? fyrir fjölskylduna til að afla sér upplýsinga um það sem í boði er í sumar. Ferðatorgið hefur verið haldið sjö sinnum frá árinu 2000 og er því ætlað að vera markaðstorg ferðaþjónustu á Íslandi. ?Ferðatorgið verður sem fyrr kynning þeirra mörgu ferða- og afþreyingarmöguleika sem bjóðast á Íslandi. Markmið okkar með Ferðatorginu er að stuðla að auknum ferðalögum Íslendinga um eigið land. Ferðaþjónusta hér innanlands er víða mesti vaxtarbroddur atvinnulífsins,? segir Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. Á sýningunni Golf 2009 verður hægt að nálgast á einum stað allt það nýjasta um golfíþróttina ? og þeir sem hafa áhuga á að kynna sér golfið í fyrsta sinn finna líka eitthvað við hæfi því golfkennarar verða á staðnum til að ráðleggja þeim um fyrstu skrefin. Þar verður einnig sérstakt krakkagolfsvæði með kylfum og boltum ætlað börnum með öryggi þeirra að leiðarljósi. ?Ætlun okkar er að kynna það starf sem fram fer á golfvöllum landsins og bjóða fyrirtækjum sem þjónusta kylfinga og golfvellina að kynna starfsemi sína. Útbúin verður glæsileg aðstaða í sýningarhöllinni þar sem hægt verður að prófa og fá upplýsingar um nýjasta búnaðinn auk þess sem golfklúbbar landsins hafa aðstöðu til að kynna sig. Golfsýningin verður jákvæð og uppbyggileg byrjun á skemmtilegu golfsumri,? segir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands.  Framkvæmdaraðili sýningarinnar er AP almannatengsl og samstarfsaðilar iðnaðarráðuneytið, Ferðamálasamtök Íslands, Ferðamálastofa, Golfsamband Íslands og Icelandair. Nánari upplýsingar er að finna á www.ferdalogogfristundir.is. Nánari upplýsingar veitir: Margrét Sveinbjörnsdóttir, kynningar- og verkefnastjóri sýningarinnar Ferðalög og frístundir, í síma 514 1430 eða farsíma 863 7694.
Lesa meira

Málþingið Ferðaþjónusta 2009

Málþing um stöðu markaðs- og kynningarmála í ferðaþjónustu 2009 verður haldið í Laugardalshöll, sal 1, föstudaginn 8. maí kl. 14:30. Málþingið er haldið af Ferðamálasamtökum Íslands í tengslum við sýninguna Ferðalög og frístundir, sem verður opnuð klukkan 16 sama dag. Þingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Dagskrá:14:30-14:35      Setning ? Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands14:35-14:55      Erindi ? Ársæll Harðarson, verkefnastjóri erlendra umboðsskrifstofa Icelandair14:55-15:15      Erindi ? Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri15:15-15:45      Fyrirspurnir og umræður15:45                Málþingi slitið Málþingsstjóri: Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda
Lesa meira

Tækifæri á norska markaðinum

Fyrir nokkru lauk fundaferð til þriggja borga í Noregi. Yfirskriftin var "Ferðaþjónusta, heilbrigði og útivist". Ferðin var skipulögð af Ferðamálastofu og Útflutningsráði og tóku 20 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki þátt. Ferðin hófst í Osló, þaðan var farið til Stavanger og endað í Bergen. Á hverjum stað voru tveggja klukkustunda vinnufundir sem hófust á  almennri kynningu á Íslandi auk þess sem greint var frá hagnýtum upplýsingum um ferðamenn frá Norðurlöndunum. Að því loknu kynntu íslensku fyrirtækin vöru sína og þjónustu fyrir norskum ferðaskipuleggjendum. Að sögn Sunnu Þórðardóttur hjá Ferðamálastofu tókst ferðin vel þó að þátttaka norskra fyrirtækja hefði mátt vera betri. Eftir ferðina má greina verulegann áhuga Norðmanna á Íslandi og ljóst er að mikil tækifæri eru á þessum markaði.  Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt voru: Ferðamiðstöð Austurlands, Ísafold Travel, Íshestar, Hótel Hekla, IT-travel , Hótel Reynihlíð, Keahotels, Hótel Selfoss, Landnámssetrið, Icelandair, Radisson SAS - Hótel Saga, Icelandair Hotels, Reykjavik Excursions, Iceland Excursions, Reykjavík Whale Watching, Ferðaþjónusta bænda, Snæland Grímsson, Iceland Travel, Reykjavik hotels og Fosshótel.
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í apríl

Rúmlega 118 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í aprílmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Frá áramótum, það er á fyrsta ársþriðjungi, fóru rúmlega 516 þúsund farþegar um völlinn sem er 26,7% samdráttur sé miðað við sama tímabil í fyrra. Fækkunin í apríl nemur 14% en til samanburðar var fækkunin í mars 37% á milli ára. Hafa ber í huga í þessu sambandi að í fyrra taldist páskaumferðin með marsmánuði en kemur inn í apríltölur í ár. Búast má við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir apríl en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur þetta betur í ljós.   April.09. YTD Apri. 08. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 51.911 167.795 60.640 230.789 -14,39% -27,30% Hingað: 53.617 162.850 62.883 233.055 -14,74% -30,12% Áfram: 3.216 19.625 2.098 9.194 53,29% 113,45% Skipti. 9.438 27.947 11.882 43.005 -20,57% -35,01%   118.182 378.217 137.503 516.043 -14,05% -26,71%
Lesa meira

Nýtt fyrirkomulag landkynningarstarfsemi á Norðurlöndunum

Nú um mánaðamótin breytti Ferðamálastofa landkynningarstarfsemi sinni í því augnamiði að auka skilvirkni og hagræðingu til hagsbóta fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi og viðskiptaaðila hennar á Norðurlöndum. Markaðsverkefnum á Norðurlöndunum verður stýrt og fylgt eftir frá aðalskrifstofu Ferðamálastofu fyrst um sinn, en samstarf er við utanríkisþjónustuna, Útflutningsráð, almannatengslafyrirtæki og dreifingafyrirtæki um að sinna ýmsum markaðsverkefnum sem áður voru í höndum starfsmanna Ferðamálastofu í Kaupmannahöfn. Í þessu samhengi hefur markaðssvið Ferðamálastofu á Íslandi verið styrkt en sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn mun verða ?andlit? Íslands á Norðurlöndunum og sinna símsvörun,  almennri upplýsingargjöf  og öðrum markaðstengslum. Í sendiráðum Íslands í Osló, Stokkhólmi og Helsinki verða að auki sérstakir tengiliðir ferðaþjónustunnar við Noreg, Svíþjóð og Finnland til að bæta aðgengi að upplýsingum, stytta viðbragðstíma vegna fyrirspurna og fylgjast með og miðla upplýsingum til Íslands um breytingar á markaðnum. Gerður hefur verið samningur við fyrirtæki sérhæft á sviði netmiðlunar til að annast tengsl við fagaðila og neytendur í löndunum fjórum með því að senda út reglulega fréttatilkynningar með upplýsingum um það helsta sem er að gerast  í íslenskri  ferðaþjónustu, nýjungar sem boðið er upp á o.s.frv. Íslandsbæklingar Ferðamálastofu á dönsku, norsku, sænsku og finnsku eru afgreiddir frá dreifingarmiðstöð í Svíþjóð, og er hægt að panta eintök af þeim á  www.visiticeland.com Skrifstofa Ferðamálastofu í Reykjavík mun sinna tengslum við blaðamenn og fagaðila fyrst um sinn. Síminn þar er 535 5500 og fyrirspurnir sendist á info@icetourist.is Tengiliðir Ferðamaálstofu: Sigrún Hlín Sigurðardóttir sigrun@icetourist.isSunna Þórðardóttir sunna@icetourist.is Tengiliðir á Norðurlöndum eru: Kaupmannahöfn - Rósa Viðarsdóttir: rosa.vidarsdottir@utn.stjr.isHelsinki - Päivi Kumpulainen: paivi.kumpulainen@utn.stjr.isOsló - Haukur Stefánsson: haukur.stefansson@utn.stjr.isStokkhólmur - Elín Óskarsdóttir: elin.oskarsdottir@utn.stjr.is
Lesa meira

Garðyrkju- og ferðaþjónustubændur hlutu hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2009

Garðyrkju- og ferðaþjónustubændurnir að Friðheimum, sem eru í Reykholti í Biskupstungum, fengu á dögunum hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2009. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Ábúendur, þau Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir, sérhæfa sig í ræktun tómata en eru einnig með hestamiðstöð þar sem boðið er upp m.a. gangtegundasýningu fyrir ferðamenn. Í tengslum við það hafa þau opnað gróðurhúsin fyrir áhugasama þar sem þau hafa boðið upp á leiðsögn um húsin og fræðslu um ræktun tómata. ?Heimsókn á Friðheima hefur opnað augu margra fyrir þeirri fjölbreytni sem íslenskur landbúnaður býður upp á og er öðrum hvatning til nýsköpunar,? segir í tilkynningu.
Lesa meira

Gistinóttum fjölgaði í mars

Hagstofan hefur gefið út tölur um fjölda gistinátta í mars og samkvæmt þeim var fjölgun um 2% á milli ára. Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu en í öðrum landshlutum varð fækkun milli ára. Gistinætur á hótelum í mars síðastliðnum voru 84.700 á landinu öllu en voru 83.000 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurlandi, úr 8.900 í 11.300 eða um tæp 28%  miðað við mars 2008. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 60.100 í 61.400 eða um rúm 2% miðað við sama mánuð í fyrra. Hlutfallslega fækkaði gistinóttum mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða, úr 6.600 í 5.100 eða um 23%. Gistinóttum fækkaði einnig á Austurlandi úr 2.100 í 1.700 eða um tæp 18%. Á Norðurlandi fækkaði gistinóttum um tæp 4% , voru 5.100 miðað við 5.300 í mars 2008. Fjölgun gistinátta á hótelum í mars má aðallega rekja til Íslendinga en gistinóttum þeirra fjölgaði um tæp 4% á meðan og gistinóttum útlendinga fjölgaði um rúmt 1% miðað við mars 2008. Gistinóttum á hótelum fyrstu þrjá mánuði ársins fækkaði um rúm 3% milli áraGistinætur fyrstu þrjá mánuði ársins voru 212.200 en voru 219.000 á sama tímabili 2008.  Fjölgun varð á Suðurlandi um tæp 30% og á Norðurlandi um tæp 6%. Fækkun varð á öllum öðrum landsvæðum, mest á Austurlandi eða um rúm 38%. Fyrstu þrjá mánuði ársins fækkaði gistinóttum Íslendinga um tæp 14% á meðan gistinóttum útlendinga fjölgði um tæp 2% miðað við sama tímabil 2008. Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið.  Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. 
Lesa meira

Rekstur flugfélaga ? áskoranir og tækifæri

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, stendur fyrir ráðstefnu um rekstur flugfélaga, áskoranir og tækifæri föstudaginn 8. maí kl. 13:00-17:00 í hátíðarsal Tækniskólans v/Háteigsveg. Rekstrarumhverfi flugfélaga í dag er þannig háttað að áskoranirnar eru margar, fjölbreytilegar og verða til með afar skjótum hætti. Eldsneytisverð hefur lengi verið hátt og samdráttur allsráðandi í efnahagslægð þeirri sem gengur yfir heimsbyggðina. Hugsanlegur inflúensufaraldur er nú enn eitt áfallið sem mun hafa áhrif á flugrekstur um heim allan. Áskoranirnar eru sannarlega til staðar en tækifærin líka, segir í tilkynningu. Tveir undirskólar Tækniskólans, Endurmenntunarskólinn og Flugskóli Íslands hafa safnað saman forsvarsmönnum í flugrekstri á Íslandi, flugmálastjóra og John Wensveen Ph.D. sérfræðingi í rekstri flugfélaga og deildarforseta Flugmálaskólans við Dowling College í New York til þess að fjalla um rekstur flugfélaga frá þessu sjónarhorni og leggja til umræðunnar hugmyndir um framtíðina í þessum geira. Ofangreindum skólum er málið skylt því bæði Endurmenntunarskólinn og Flugskóli Íslands bjóða upp á nám í flugtengdum greinum. Í Endurmenntunarskólanum er kennd flugrekstrarfræði á háskólastigi og Flugskóli Íslands býður upp á alla flugkennslu, þar með talið einkaflug og atvinnuflug, þyrluflug og flugumferðarstjórn. Ennfremur sér Flugskóli Íslands um sí- og endurmenntun áhafna flugvéla, þ.e. flumanna og flugliða. Nánari upplýsingar á www.tskoli.is    Ráðstefnugjald er 4000 kr. Skráning fer fram í s. 514 9000 eða á netfangið ave@tskoli.is Dagskrá ráðstefnunnar (PDF) Auglýsing um ráðstefnauna (PDF)
Lesa meira