Fara í efni

Söguslóðir 2009 - Unnið úr arfinum

Samtök um sögutengda ferðaþjónustu
Samtök um sögutengda ferðaþjónustu

Árlegt málþing Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu (SSF) verður haldið í Þjóðmenningarhúsinu fimmtudaginn 16. apríl næstkomandi kl. 13.00-17.00 undir yfirskriftinni "Söguslóðir 2009 - Unnið úr arfinum".

Aðalfyrirlesari verður Stephen Harrison, menningarfulltrúi ríkisstjórnarinnar á Mön á erlendum vettvangi og fyrrum forstöðumaður Manx National Heritage. ("Isle of Man Government International Representative for Heritage and Culture"). Hann hefur verið leiðandi í mikilli uppbyggingu menningarferðaþjónustu á Mön undir slagorðin "Story of Mann" sem hefur sópað að sér ýmiss konar viðurkenningum á síðustu 15 árum. Nánar um Stephen Harrison (PDF)

Annar erlendur fyrirlesari á Söguslóðaþingingu verður Dan Carlsson, prófessor í fornleifafræði við háskólann á Gotlandi sem hefur verið frumkvöðull í að rannsaka og kynna sögu víkingaaldar á Gotlandi og stuðla að eflingu ferðaþjónustu er á henni byggir. Nánar um Dan Carlsson (PDF)

Auk þess áhugaverðir innlendir fyrirlesarar.