Fara í efni

Ný lög um gjaldeyrishöft eiga ekki við um ferðaþjónustuna

Logo SAF
Logo SAF

Á vef Samtaka ferðaþjónustunnar er greint frá því að samtökin hafi rætt við stjórnvöld um nýju lögin um gjaldeyrishöft og hvernig þau snerta ferðaþjónustuna. Nú hefur viðskiptaráðuneytið staðfest þessi nýju lög snerti ekki ferðaþjónustuna þar sem þjónustan er innt af hendi hér á landi. 

Staðfesting ráðuneytisins er sem hér segir:

"Í framhaldi af símtali okkar þá vil ég staðfesta með þessum tölvupósti að ný samþykkt breytinga á  tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum og lögum um gjaldeyrismál nr. 87/1992, með síðari breytingum.  (Lagt fyrir Alþingi á 136. löggjafarþingi 2008?2009.)  eiga ekki við um ferðaþjónustu sem innt er af hendi á Íslandi."