Fara í efni

Kynning í kjölfar bankahrunsins verðlaunuð

uk herferð
uk herferð

Almannatengslafyrirtæki Ferðamálastofu í Bretlandi, The Saltmarsh Partnership, var á dögunum verðlaunað fyrir að halda merki Íslands á lofti í kjölfar hruns banakanna í haust. Um var að ræða auglýsingaherferð með slagorðinu ?Still Banking on Tourism?.

Verðlaunin voru veitt af samtökunum ?Chartered Institute of Marketing Travel Industry Group? í flokknum ?Best Tactical PR Campaign? og fékk herferðin silfurverðlaun. Um var að ræða herferð í blöðum tímaritum og útvarpi sem Clair Horwood hjá The Saltmarsh Partnership stýrði. Clair hefur unnið fyrir Ferðamálastofu að almannatengslum og kynningu á Íslandi í Bretlandi í nokkurn tíma með afar góðum árangri. ?Hún er að auki orðinn mikill aðdáandi landsins og leggur sig því alla fram þegar Ísland er annars vegar,? segir Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu á Bretlandsmarkaði. Meðfylgjandi myndir sýnir dæmi um umfjöllun í Travel Mail.