Fara í efni

Tónlistar- og ráðstefnuhús tilbúið 2011

Tónlsitarhúss
Tónlsitarhúss

Fyrr í vikunni var gengið frá samkomulagi Austurhafnar-TR og Íslenskra aðalverktaka um framkvæmdir við uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins allt til loka. Miðað er við að verkinu ljúki í febrúar 2011 og að húsið verði tekið í notkun í apríl það ár, samkvæmt tilkynningu.

Austurhöfn-TR hefur eignast félögin Portus og Situs, sem höfðu með höndum uppbyggingu Tónlistar ? og ráðstefnuhússins (TR), ásamt byggingarrétti á allri lóðinni að Austurbakka 2 eftir að samningsskilmálar þar um hafa nú verið undirritaðir af Austurhöfn, NBI hf., skilanefnd Landsbanka Íslands hf., menntamálaráðherra, fjármálaráðherra, borgarstjóra og Nýsi hf. Með samkomulaginu tekur Austurhöfn við öllum réttindum og skyldum sem fylgja samningum um byggingu og rekstur TR. Áframhaldandi fjármögnun framkvæmdanna hefur jafnframt verið tryggð og er hún hluti af samkomulaginu. Áætlaður kostnaður við að ljúka verkefninu er 14,5 milljarðar króna, að meðtöldum vöxtum á byggingartíma.

Það er afar gleðilegt fyrir ferðaþjónustuna að nú sé fundin lausn á þessu mikilvæga máli sem bygging hússins er.