Fara í efni

Garðyrkju- og ferðaþjónustubændur hlutu hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2009

Garðyrkjuverðlaun
Garðyrkjuverðlaun

Garðyrkju- og ferðaþjónustubændurnir að Friðheimum, sem eru í Reykholti í Biskupstungum, fengu á dögunum hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2009. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin.

Ábúendur, þau Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir, sérhæfa sig í ræktun tómata en eru einnig með hestamiðstöð þar sem boðið er upp m.a. gangtegundasýningu fyrir ferðamenn. Í tengslum við það hafa þau opnað gróðurhúsin fyrir áhugasama þar sem þau hafa boðið upp á leiðsögn um húsin og fræðslu um ræktun tómata. ?Heimsókn á Friðheima hefur opnað augu margra fyrir þeirri fjölbreytni sem íslenskur landbúnaður býður upp á og er öðrum hvatning til nýsköpunar,? segir í tilkynningu.