Fara í efni

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í apríl

Flugstöð
Flugstöð

Rúmlega 118 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í aprílmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Frá áramótum, það er á fyrsta ársþriðjungi, fóru rúmlega 516 þúsund farþegar um völlinn sem er 26,7% samdráttur sé miðað við sama tímabil í fyrra.

Fækkunin í apríl nemur 14% en til samanburðar var fækkunin í mars 37% á milli ára. Hafa ber í huga í þessu sambandi að í fyrra taldist páskaumferðin með marsmánuði en kemur inn í apríltölur í ár. Búast má við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir apríl en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur þetta betur í ljós.

 

April.09.

YTD

Apri. 08.

YTD

Mán. % breyting

YTD % Breyting

Héðan: 51.911 167.795

60.640

230.789

-14,39%

-27,30%
Hingað: 53.617 162.850

62.883

233.055

-14,74%

-30,12%
Áfram: 3.216 19.625

2.098

9.194

53,29%

113,45%
Skipti. 9.438 27.947

11.882

43.005

-20,57%

-35,01%
  118.182 378.217 137.503 516.043

-14,05%

-26,71%