Fara í efni

Erlendum ferðamönnum fjölgaði í apríl

Upplýsingamiðstöð
Upplýsingamiðstöð

Tæplega 28 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í aprílmánuði, sem er um 1700 fleiri gestir en í sama mánuði á síðastliðnu ári. Aukningin nemur 6,5 prósentum milli ára.

Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun frá Mið- og S-Evrópu eða um tæp 26%. N.-Ameríkönum og Norðurlandabúum fjölgar ennfremur talsvert eða um 11%. Svipaður fjöldi kemur hins vegar frá Bretlandi, en 11% fækkun á sér stað hjá öðrum mörkuðum sem ná yfir A.-Evrópulönd og fjarmarkaði utan Evrópu og N.-Ameríku.

Í aprílmánuði fóru hins vegar tíu þúsund færri Íslendingar utan en í sama mánuði í fyrra, voru 34.900 í aprílmánuði árið 2008 en 24.400 í ár. Talningin er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir um Leifsstöð, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls. Nánari skiptingu gesta eftir markaðssvæðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan.

Frá áramótum hafa 90 þúsund erlendir gestir farið frá landinu eða um 2,8% færri en árinu áður. Tæplega helmingsfækkun er hins vegar í brottförum Íslendinga.

Apríl eftir þjóðernum           Janúar-apríl eftir þjóðernum        
      Breyting milli ára         Breyting milli ára
  2008 2009 Fjöldi (%)     2008 2009 Fjöldi (%)
Bandaríkin 2.111 2.105 -6 -0,3   Bandaríkin 7.855 8.940 1.085 13,8
Kanada 350 640 290 82,9   Kanada 1.101 1.177 76 6,9
Bretland 5.817 5.794 -23 -0,4   Bretland 21.189 19.737 -1.452 -6,9
Noregur 3.001 2.757 -244 -8,1   Noregur 8.562 8.317 -245 -2,9
Danmörk 2.583 3.053 470 18,2   Danmörk 8.593 9.308 715 8,3
Svíþjóð 1.856 2.733 877 47,3   Svíþjóð 6.438 7.059 621 9,6
Finnland 804 644 -160 -19,9   Finnland 2.389 1.703 -686 -28,7
Þýskaland 1.468 2.017 549 37,4   Þýskaland 5.292 6.489 1.197 22,6
Holland 956 1.020 64 6,7   Holland