Fara í efni

Fleiri sækja í ferðamálanám

Strönd
Strönd

Sífellt fleiri vilja auka við þekkingu sína um ferðamál ef marka má nýskráningar í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Fjölgun nema í grunnámi í haust er 80% frá fyrra ári sem samsvarar því að 81 setjist á skólabekk á haustönn. Aðsóknarmet var einnig á vorönn 2009 en þá voru alls 151 nemandi skráður í námið. Vinsældir ferðamálafræðinnar endurspegla mikilvægi ferðamála fyrir íslenskt samfélag enda greinin í vexti og sífellt fjölbreytilegri, segir í frétt frá HÍ.

Nýverið útskrifaðist 21 ferðamálafræðingur úr Háskóla Íslands með baccaleum laureate gráðu en alls hafa 255 nemendur lokið prófi frá 2002 þegar fyrstu nemarnir útskrifuðust. Rannsóknarverkefni nemenda til lokaprófs spönnuðu víð svið, bæði í tengslum við þátt ferðamála í atvinnuþróun heima fyrir en eins málefni alþjóða ferðamála af mismunandi tagi. Meðfylgjandi listi ber fjölbreyttri flóru viðfangsefna innan ferðamálafræða vitni og sýnir hversu miklir möguleikar felast í ferðaþjónustu/málum.

Nánari upplýsingar veitir Anna Karlsdóttir (annakar@hi.is), lektor í ferðamálafræði í síma 5254741.

Lsiti yfr lokaverkefni í ferðamálafræðum 2009 (PDF)