Fara í efni

Könnun meðal brottfararfarþega frá Akureyri

Akureyri
Akureyri

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur sett af stað könnun meðal brottfararfarþega í millilandaflugi frá Akureyrarflugvelli í sumar. Markmið könnunarinnar er að er að kanna ferðavenjur þeirra erlendu gesta sem fara frá landinu í gegnum Akureyraflugvöll og kortleggja ferðamynstur þeirra um Norðurland. Könnunin hófst upp úr miðjum júní og stendur yfir fram í ágúst. Könnunin er unnin í samvinnu við Flugstoðir og viðskiptafræðideild HA í samvinnu við sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu.

Undirbúningur könnunarinnar fór af stað í kjölfarið á vinnufundi um millilandaflug frá Akureyri, sem fram fór samhliða árlegri ráðstefnu Háskólans á Akureyri um þjóðfélagsfræði 8. og 9. maí sl. Slík könnun hefur ekki verið gerð áður á Akureyrarflugvelli en er stöðugt haldið úti á Keflavíkurvelli frá 2004. Niðurstöður könnunarinnar munu veita veigamikið innlegg í umræðuna um millilandaflug frá Akureyri á heilsársgrundvelli, segir í frétt frá Rannsóknamiðstöð ferðamála.