Fara í efni

Magnús Oddsson verkefnisstjóri Golf Iceland

MagnusOddsson
MagnusOddsson

Magnús Oddsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Golf Iceland. Þetta er kemur fram í nýju fréttabréfi samtakanna sem kom út í dag. Meðal efnis eru fréttir af markaðs-  og kynningarmálum, vinnu við vef og sagt frá málþingi sem verður í apríl.

Aðilar að samtökunum eru 18 holu golfvellir á Íslandi, nokkur ferðaþjónustufyrirtæki svo og Golfsamband Íslands og Ferðamálastofa. Unnið hefur verið að gerð kynningarefnis og ýmsu fleiru og vefur samtakanna var opnaður í október síðastliðnum. Magnús gegnir jafnframt stjórnarformennsku í samtökunum.

Aðalfundur og málþing
Aðalfundur Golf Iceland verði haldinn mánudaginn 20. apríl nk. Í tengslum við fundinn verður haldið málþing um golf og ferðamennnsku. Aðalerindi málþingsins flytur Paul Walton framkvæmdastjóri International Association of Golf Tour Operator en innan þeirra samtaka eru m.a. 323 ferðaheildsalar í 48 löndum auk fjölda flugfélaga, hótela og fleiri. Hann mun ræða um golf og ferðamennsku með sérstakri vísan til þessara nauðsynlegu tengsla við söluaðilana, mikilvægi vörunnar fyrir þá, dreifileiðir o.fl. Nánari upplýsingar um aðalfund og málþingið verða sendar síðar en vert er að taka síðdegið frá. Fréttabréfið í heild má nálgast hér að neðan.

Fréttabréf Golf Iceland - mars 2009 (PDF)