Fara í efni

Ferðaþjónusta, náttúra og samfélag - Sjálfbærni á tímamótum

Málþing 12 mars 09
Málþing 12 mars 09

Fimmtudaginn 12. mars næstkomnadi kl. 13:00-17:00 gengst Félag umhverfisfræðinga á Íslandi fyrir málþinginu "Ferðaþjónusta, náttúra og samfélag". Það er haldið í aðalhúsnæði Háskólans á Akureyri, Sólborg, sal L201. Málþingið er númer tvö í röð málþinga sem félagið stendur fyrir undir yfirskriftinni Sjálfbærni á tímabótum. Sjónum verður beint að tilurð, mótun og sérstöðu íslenskrar ferðaþjónustu, vexti hennar, stöðu og þolmörkum og rætt um tengsl og upplifun fólks af náttúrunni. Þá verður fjallað um vöruþróun og stefnumótun á grunni sjálfbærni og rætt sérstaklega um sjálfbæra ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Búist er við auknum fjölda innlendra og erlendra ferðamanna á Íslandi á komandi misserum. Tryggja þarf að fjölgun ferðamanna hafi ekki í för neikvæð áhrif á náttúru Íslands og einstök byggðarlög. Þekking á þolmörkum náttúru og samfélags og hvernig þróa má ferðaþjónustu í átt að sjálfbærni eru lykilatriði í þessu sambandi, segir í tilkynningu um málþingið.

Dagskrá málþings

Setning
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Félags umhverfisfræðinga á Íslandi

Ferðaþjónusta á tímamótum? Tilurð ferðaþjónustu á Íslandi og sjálfbærni
Gunnar Þór Jóhannesson, nýdoktor, Mannfræðistofnun, Háskóla Íslands

Ferðaþjónustan í dag og líkleg þróun
Elías Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu

Þolmörk náttúru og samfélags í ferðaþjónustu
Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræðum, Háskóla Íslands

Upplifun og tengsl fólks við náttúruna
Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ og stundakennari við Hólaskóla

KAFFIHLÉ

Vöruþróun í ferðaþjónustu á grunni sjálfbærni - mikilvægi samræmdrar svæðisbundinnar stefnumótunar
Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála

Sjálfbær ferðaþjónusta á Norðurlandi
Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi

UMRÆÐUR

Fundarstjóri: Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Allir velkomnir

Dagskrá sem PDF til útprentunar