Fara í efni

Markaðsstofa Austurlands 10 ára - afmælishátíð

Austurland
Austurland

Um þessar mundir eru liðin 10 ár frá stofnun Markaðsstofu Austurlands, elstu markaðsstofu landshlutanna. Af þessu tilefni verður haldin afmælishátíð á Hótel Héraði á Egilsstöðum nú á laugardaginn, 7 mars. 

Dagskrá:

Kl. 15:00 - 18:00 AFMÆLISMÁLÞING
? Ávarp menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur
? Ávarp formanns MA, Skúla Björns Gunnarssonar
? Stofnun MA rifjuð upp. Ásmundur Gíslason, fyrrum form. FAUST
? Ferðaþjónusta á Austurlandi áður fyrr. Sveinn Sigurbjarnarson
? Ferðaþjónusta á Austurlandi í dag. Berglind og Sævar á Mjóeyri 

Kaffihlé

? Niðurstöður ferðamannakönnunar 2008. Rögnvaldur Guðmundsson
? Stefnumótun kynnt og afhjúpað nýtt merki og kjörorð Austurlands
? Opnað fyrir umræður og ávörp gesta

Málþingsstjóri: Ásta Þorleifsdóttir framkvæmdastjóri MA

Kl. 18:00 Fordrykkur
Kl. 19:00 Hátíðarkvöldverður með skemmtidagskrá
? Viðurkenningarnar Frumkvöðullinn og Kletturinn afhentar
? Tónlist og skemmtiatriði
Veislustjóri: Magnús Már Þorvaldsson
3ja rétta kvöldverður kr. 3.900.

Vinsamlega staðfestið þátttöku á heida@east.is