Fréttir

Íslenskt orð fyrir ?wellness? óskast

Sá þáttur ferðaþjónustu sem nefnist ?wellness? á ensku hefur verið mjög vaxandi. Nokkur umræða hefur átt sér stað um þægilegt íslenskt hugtak í þessu sambandi. Orðið ?vellíðunarþjónusta? hefur verið notað fyrir ?wellness? en er þó e.t.v. ekki sérlega þjált í notkun. Þá er ?wellness? einnig tengt heilsuferðaþjónust en er þó víðara, Því auglýsum við hér með eftir góðum tillögum að íslensku nafni fyrir ?wellness?. Tillögur sendist á sunna@icetourist.is Til glöggvunar fylgir hér grein um skilgreiningu á Wellness Tourism eftir Melanie Smith og Catarine Kelly, en Melanie var einmitt fyrirlesari á ráðstefnu um heilsuferðaþjónustu sem haldin var hérlendis fyrr á árinu.
Lesa meira

Umsóknarfrestur framlengdur í Krásir

Umsóknarfrestur í Krásir - matur úr héraði hefur verið framlengdur til föstudags 23. október.  Um er að ræða þróunarverkefni á sviði svæðisbundinnar matargerðar. Tilgangur verkefnisins er að styrkja þróun í svæðisbundinni matargerð og efla ferðaþjónustu með því að framleiða og selja matvörur sem byggja á hráefni, sögu og þekkingu á ákveðnum svæðum. Ennfremur er markmiðið að auka samstarf milli fyrirtækja í ferðaþjónustu og lítilla fyrirtækja sem framleiða matvörur og auðvelda þeim sameiginlega markaðssetningu á svæðinu. Þeir, sem taka þátt í verkefninu taka þátt í fræðslu um í þróun, vinnslu og meðferð matvæla og fá auk þess fjárhagslegan og faglegan stuðning við þróun á nýjum afurðum. Með verkefninu er verið að auka þekkingu á gæðum og faglegri vinnu við þróun nýjum matvörum.   Áherslur  - haust 2009 ?Matur sem hluti af þróun ferðapakka?Svæðistengdar matarminjar?Samstarfsverkefni um framleiðslueldhús Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað  
Lesa meira

Goðafoss í kynningu Microsoft á Windows 7

Hugbúnaðarrisinn Microsoft setur síðar í vikunni á markað nýtt stýrikerfi, Windows 7. Er þess að vonum beðið með talsverðri eftirvæntingu en svo skemmtilega vill til að Goðafoss í Skjálfandafljóti kemur fram  í markaðskynningu Microsoft á þessari nýju afurð. Hermann Valsson, leiðsögumaður hjá Vikingtravel, vakti athygli Ferðamálastofu á þessari skemmtilegu staðreynd. Í nokkrum kynningarmyndböndum Microsoft bregður Goðafossi að minnsta kosti 5 sinnum fyrir. Mörg hundruð milljónir manna nota Windows-stýrikefið og tugir milljóna munu skipta yfir í nýju útgáfuna á næstunni. Ef að líkum lætur verða því ansi margir búnir að sjá Goðafoss á næstu vikum og mánuðum. Hér má skoða kynningarmyndbönd Microsoft  
Lesa meira

Skráning á "workshop" í London

Þann 10. febrúar 2010 mun Ferðamálastofa í samstarfi við Ferðamálastofur Eistlands og Finnlands halda kynningarfundi (workshop) í London. Skráningarfrestur er til 5 desember en mikilvægt er að gengið sé frá skráningu sem fyrst þar sem kaupendum verður sendur listi yfir þá seljendur sem taka þátt. Kaupendur munu svo bóka fundi við þá seljendur sem þeir vilja hitta. Nánari upplýsingar og skráningarblað er hér fyrir neðan. Nánari upplýsingar (PDF) Skráningarblað (PDF)  
Lesa meira

Vestnorden haldin á Akureyri 2010

Ákveðið hefur verið að hin árlega Vestnorden ferðakaupstefna verði haldin á Akureyri næsta haust. Fer hún fram í nýja menningar- og ráðstefnuhúsinu Hofi, og verður væntanlega einn fyrsti viðburðurinn í húsinu eftir opnun þess. Stærsti viðburður í ferðaþjónustunniDagsetning kaupstefnunnar er 14.-16. september. Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands, standa að kaupstefnunni og verður Vestnorden á Akureyri sú 25. í röðinni. Kaupstefan er haldin til skiptis af löndunum þremur, þar af annað hvert ár á Íslandi. Vestnorden er jafnan stærsti viðburðurinn í ferðaþjónustu hérlendis en um 560 þátttakendur voru skráðir síðast þegar kaupstefnan var haldin á Íslandi. Síðast var Vestnorden haldin á Akureyri árið 2002, þá í Íþróttahöllinni. Ferðamálastofa er aðili að NATA fyrir Íslands hönd og sér um framkvæmd Vestnorden þegar kaupstefnan er haldin hér á landi. Þátttakendur koma víða aðSýnendur eða seljendur á kaupstefnunni eru ferðaþjónustuaðilar frá vestnorrænu löndunum þremur og á Vestnorden hitta þeir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Markaðsskrifstofu Norðurlands, sagðist himinsæll með að fá Vestnorden norður yfir heiðar að þessu sinni. ?Það er okkur mikill heiður að Vestnorden verði haldin í Hofi og verði fyrsta stóra alþjóðlega ráðstefnan í húsinu. Að sama skapi sé ég þetta sem stórt tækifæri fyrir ferðaþjónustu hér á Norðurlandi að koma sér á framfæri,? segir Ásbjörn.
Lesa meira

Spennandi störf í ferðaþjónustu

Í miðri kreppunni er alltaf ánægjulegt þegar fyrirtæki eru að auka við sig. Iceland Express hefur nú auglýst eftir fólki vegna aukinna umsvifa á næsta ári, bæði flugliðum og svæðisstjóra í Bandaríkjunum. Félagið mun sem kunnugt er útvíkka leiðakerfi sitt næsta vor og hefja flug til New York. Því hefur verið auglýst eftir svæðisstjóra með aðsetur í Bandaríkjunum. Fleiri áfangastaðir kalla einnig á fjölgun starfsfólks, m.a. flugliða. Þar er auglýst eftir fólki með stúdentspróf eða sambærilega menntun, 22 ára eða eldri. Heimasíða Iceland Express.
Lesa meira

Haustþing Ríkis Vatnajökuls: Sjálfbær ferðaþjónusta ? Umhverfis- og skipulagsmál

Ferðaþjónustu, matvæla og menningarklasinn Ríki Vatnajökuls í samstarfi við Háskólasetur á Hornafirði mun standa fyrir opnu málþingi í Nýheimum á Höfn 21.-22. október 2009. Umfjöllunarefnið verður umhverfis- og skipulagsmál í ferðaþjónustu á Íslandi og er málþingið opið öllum. Málþingið verður tvískipt þar sem fyrri daginn verður horft til ferðaþjónustunnar á landinu í heild sinni og gæði umhverfis- og skipulagsmála rædd. Ólíkir einstaklingar og stofnanir munu deila sýn sinni. Frummælendur koma úr ýmsum áttum og má þar m.a. nefna Sigmund Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðing, Regínu Hreinsdóttur þjóðgarðsvörð Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli og Berglindi Viktorsdóttur hjá Ferðaþjónustu bænda. Seinni dag málþingsins verður unnið með Ríki Vatnajökuls þar sem fjórir vinnuhópar verða starfsræktir. Rætt verður um umhverfisleg, efnahagsleg og samfélagsleg viðmið & markmið fyrir þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu í Ríki Vatnajökuls, sem og samskipti Ríkis Vatnajökuls við Vatnajökulsþjóðgarð. Uppúr niðurstöðum vinnuhópanna er áætlað að vinna Gæða og umhverfisstefnu fyrir Ríki Vatnajökuls. Því eru heimamenn hvattir til þess að taka virkan þátt í umræðum. Dagskráin hefst kl. 9 og stendur til hádegis þann daginn. Uppskeruhátíð Ríkis Vatnajökuls verður haldin í kjölfar málþingsins á miðvikudagskvöldi. Þar munu aðilar í Ríkinu gæða sér á góðum mat og skemmta sér saman eftir annasamt og gæfuríkt sumar. Öllum er frjálst að taka þátt í fögnuðinum gegn vægu gjaldi. Skráning á Hótel Höfn í síma 478-1240. Vakin er athygli á því að Flugfélagið Ernir flýgur tvisvar á dag til og frá Höfn á miðvikudögum og er tekið mið af flugáætluninni við gerð dagskrár málþingsins. Þátttakendum málþingsins er bent á að taka fram við pöntun á flugi að þeir séu á leið á Haustþing Ríkis Vatnajökuls. Hægt er að panta flug í síma 562-2640. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu flugfélagsins www.ernir.is. Skráning á málþingið fer fram hjá Söndru Björgu hjá Háskólasetrinu á Höfn í síma 470-8044 eða á netfanginu sbs@hi.is. Lokadagur skráningar er sunnudagurinn 18. október 2009. Ekkert þátttökugjald er á málþinginu. Prentvæna útgáfu dagskrár má finna á pdf - skjali. Dagskrá Kl. 9.00 ? 9.10 Ólöf Ýrr Atladóttir ? Setning málþingsKl. 9.10 ? 9.30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ? Hagræn áhrif skipulagsKl. 9.30 ? 9.50 Sigbjörn Kjartansson ? Deiliskipulag ? tilgangur ?Kl. 9.50 ? 10.10 Egill Guðmundsson ? Vistvænir áningarstaðirKl. 10.10 ? 10.20 Regína Hreinsdóttir ? 252.362Kl. 10.20 ? 10.40 KAFFIKl. 10.40 ? 10.50Kl. 10.50 ? 11.10 Haukur Ingi Einarsson ? Staðardagsskrá í sveitarfélaginu Hornafirði - staða og stefna                          Stefán Gíslason ? Sveitarfélög og fyrirtæki á sama bátiKl. 11.10 ? 11.30 Sveinn Rúnar Traustason ? Stöðlun, vottun og skipulag ferðamannastaðaKl. 11.30 ? 12.00 UmræðurKl. 12.00 ? 13.00 HÁDEGISVERÐUR á Kaffihorninu og Mullers æfingarKl. 13.00 ? 13.40 Háskólasetrið á Hornafirði ? Þróun sjálfbærar ferðaþjónustuKl. 13.40 ? 14.00 Berglind Viktorsdóttir, F.B. ? Reynsla F.B. af Green Globe vottunarferlinuKl. 14.00 ? 14.20 Erna Hauksdóttir, SAF ? Hugvekja um umhverfis- og skipulagsmál Kl. 14.20 ? 14.40 Anna Dóra Hermannsdóttir á Klængshól ? Jarðerni Kl. 14.40 ? 15.00 KAFFIKl. 15.00 ? 16.30 PallborðsumræðurKl. 16.30 ? 16.40 Rósa Björk Halldórsdóttir ? Lokaorð og ráðstefnu slitið
Lesa meira

Ný ferðaþjónustubraut hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Á heimasíðu SAF er sagt frá ferðaþjónustubraut sem stefnt er á að hefjist  hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja á vorönn 2010. Skráning í námið fer fram í nóvember. Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem um samstarf atvinnulífsins ( SAF og SGS) og skóla er að ræða og jafnframt samstarf milli formlega og óformlega skólakerfisins. Þeir nemendur sem hafa lokið ?Færni í ferðaþjónustu I og II? fá áfanga metna úr því námi. Námið er jafnt ætlað nýjum nemendum sem og nemendum sem  hafa lokið Færni í ferðaþjónustu. Nánari upplýsingar veitir Guðlaug M. Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans, í síma 421-3100 / 896-5456 eða á netfanginu gp@fss.is Nánar upplýsingar um námið
Lesa meira

170 milljóna króna markaðsátak í ferðaþjónustu haustið 2009

Starfshópur sem í sátu fulltrúar Ferðamálastofu, Útflutningsráðs og Höfuðborgarstofu hefur farið yfir umsóknir um samstarfsverkefni til markaðssetningar Íslands á tímabilinu október 2009 til mars 2010. Alls bárust 20 umsóknir og hefur verið samþykkt að ganga til samninga um 6 verkefni að heildarfjárhæð um 170 milljónir króna. Öll verkefnin snúast um kynningu í formi auglýsinga í prentmiðlum og/eða á vefnum á því tímabili sem um ræðir og uppfylltu einnig önnur þau skilyrði sem fram komu í auglýsingunni um verkefnið. Ferðamálastofa í samstarfi við iðnaðarráðuneytið, Útflutningsráð og Reykjavíkurborg, auglýsti þann 11. september síðastliðinn eftir tillögum frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum að umræddum samstarfsverkefnum. Verkefni dreifast á meginmarkaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu í Bretlandi, á meginlandi Evrópu, í N-Ameríku og á Norðurlöndum. Þau  verkefni sem samþykkt var að ganga til samstarfs um voru þessi: Icelandair:  Winter Campaign Boston - New York - Seattle Iceland Express: Markaðsherferð á vefnum í Bretlandi frá október 2009 til mars 2010 Go To Iceland LLC: Go To Iceland Icelandair:  Newspaper & Online Campaign - Frankfurt, Paris and Amsterdam Iceland Express: Markaðsherferð á vefnum í Skandinavíu frá október 2009 til mars 2010 Iceland Travel ehf.: Iceland Total Heildarráðstöfunarfé/-framlag til samstarfsverkefnanna er 50 milljónir króna. Í auglýsingu var tekið fram að mótframlag umsóknaraðila skyldi vera að lágmarki tvöfalt hærra en framlag Ferðamálastofu (2 kr. á móti einni). Lágmarksframlag til eins verkefnis miðaðist við 5 milljónir króna og hámarksframlag til eins verkefnis 10 milljónir króna. Að teknu tilliti til mótframlags í þeim verkefnum sem samþykkt voru er ljóst að framlag til átaksins fullnýtist. Að viðbættu mótframlagi umsóknaraðila er heildarupphæð átaksins 170 milljónir króna, sem fyrr segir. (Sjá nánar um forsendur í auglýsingu) Jón Gunnar Borgþórsson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, segist ánægður að sjá þau góðu viðbrögð sem ferðaþjónustuaðilar sýndu verkefninu. Það sé mikilvægt að halda áfram að markaðssetja ferðamannalandið Ísland af krafti. Þeir fjármunir sem nú fari í þetta tiltekna verkefni komi á góðum tíma nú á haustmánuðum og því ríkir bjartsýni á að árangurinn verði góður.
Lesa meira

Fjölgun skráninga í Ferðaþjónustu bænda

Á þessu ári hefur áhugi bænda á að skrá sig í Ferðaþjónustu bænda aukist til muna frá fyrra ári, að því er kemur fram í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Aðilar allsstaðar að af landinu óska eftir inngöngu í félagið og meira ber á að bændur sem eru utan alfaraleiðar setji á fót ferðaþjónustu af einhverju tagi. Fram kemur að á þessu ári eru að bætast við um 20 bæir inn í félagið og er sú fjölgun helmingi meiri en á fyrra ári. Heildarfjöldi bænda innan Ferðaþjónustu bænda er um 140. Svo virðist sem bændur sjái nú atvinnutækifæri í ferðaþjónustunni sem þeir sáu ekki áður, enda mikil umferð af ferðamönnum innanlands í sumar. Sækja í gæðakerfi FBHaft er eftir Marteini Njálssyni, formanni Félags ferðaþjónustubænda, að flestallir sem skrá sig nú hafa verið með einhverskonar ferðaþjónustu en eru að fara af stað fyrir alvöru. ?Þetta eru þá bændur sem hafa prófað sig áfram í nokkur ár en ætla nú að opna með vandaðri aðstöðu. Ferðaþjónustuaðilar eru að sækjast í að komast undir okkar merki því við erum með 30 ára gamalt viðurkennt gæðakerfi. Það er ákveðinn ferill til að komast inn í Ferðaþjónustu bænda en þó að bændur séu ekki með alla hluti tilbúna þá vinnum við að því sem upp á vantar með þeim. Það eru bændur um allt land sem eru að skrá sig en hlutfallslega mesta aukningin er á Vestfjörðum og staðir sem eru utan alfaraleiðar eru að koma meira inn en áður því þeir eiga svo sannarlega erindi inn í ferðaþjónustuna eins og aðrir,? segir Marteinn. Myndin er frá Hunkubökkum á Síðu, sem er aðili að ferðaþjónustu bænda.
Lesa meira