Fara í efni

Umsóknarfrestur framlengdur í Krásir

Hangikjöt
Hangikjöt

Umsóknarfrestur í Krásir - matur úr héraði hefur verið framlengdur til föstudags 23. október.  Um er að ræða þróunarverkefni á sviði svæðisbundinnar matargerðar.

Tilgangur verkefnisins er að styrkja þróun í svæðisbundinni matargerð og efla ferðaþjónustu með því að framleiða og selja matvörur sem byggja á hráefni, sögu og þekkingu á ákveðnum svæðum. Ennfremur er markmiðið að auka samstarf milli fyrirtækja í ferðaþjónustu og lítilla fyrirtækja sem framleiða matvörur og auðvelda þeim sameiginlega markaðssetningu á svæðinu. Þeir, sem taka þátt í verkefninu taka þátt í fræðslu um í þróun, vinnslu og meðferð matvæla og fá auk þess fjárhagslegan og faglegan stuðning við þróun á nýjum afurðum. Með verkefninu er verið að auka þekkingu á gæðum og faglegri vinnu við þróun nýjum matvörum.  

Áherslur  - haust 2009

?Matur sem hluti af þróun ferðapakka
?Svæðistengdar matarminjar
?Samstarfsverkefni um framleiðslueldhús