Fréttir

Verðmæt fjölmiðlaumfjöllun í Bandaríkjunum

Eins og fram hefur komið í  tölum um fjölda ferðamanna sem sækja landið heim þá hefur Bandaríkjamönnum fjölgað verulega síðustu mánuði. Bara í september var um fjórðungs aukning á milli ára. Að sögn Einars Gústavssonar, forstöðumanns skrifstofu Ferðamálastofu í New York, hefur mikil umfjöllun um Ísland verið í gangi í fjölmiðlum undanfarið. ?Ég geri ráð fyrir að Ísaland verði áfram mjög áberandi hér fram eftir vetri þar sem fjölmargir blaðamenn á okkar vegum eru væntanlegir til landsins á næstu mánuðum. Þessar ferðir eru að skila okkur umfjöllun nánast daglega og er varla í frásögur færandi núorðið. Þó má sérstaklega geta þess að við fengum nærri heilsíðu umfjöllun um gamlárskvöld á Íslandi í nóvember/desemberhefti AARP Magazine, sem var að koma út, undir fyrirsögninni "Hot Deals for a Winter Vacation?. AARP magazine er útbreiddasta tímarít veraldar með yfir 25.000.000 áskrifendur og auglýsingarverð er 475.000 bandaríkjadlalir fyrir heilsíðu eða 60 miljónir króna,? segir Einar. 
Lesa meira

Tölfræðibæklingur Ferðamálastofu kominn út

Ný útgáfa af tölfræðibæklingi Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, er nú komin út. Ferðamálastofa stefnir á að auka miðlun tölfræðilegra upplýsinga er varða atvinnugreinina og verður bæklingurinn endurnýjaður um það bil ársfjórðungslega. Tölfræðibæklingurinn er gefinn út á rafrænu formi sem PDF-skjal. Byrjað var á íslenskri útgáfu en innan skamms mun ensk útgáfa einnig bætast við. Verður enska útgáfan aðgengileg á ferðavefnum visiticeland.com og hún verður einnig send helstu samstarfsaðilum erlendis. Í bæklingnum eru teknar saman og settar fram í myndrænu formi ýmsar tölulegar staðreyndir um íslenska ferðaþjónustu, fjölda erlendra ferðamanna og ferðahegðun þeirra. Helstu heimildir eru kannanir Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna, talning ferðamanna í Leifsstöð og tölur frá Seðlabankanum og Hagstofunni. Meðal þess sem sjá má í bæklingnum er: ? Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu? Ársverk í ferðaþjónustu? Útflutningstekjur helstu atvinnugreina ? Tekjur af erlendum ferðamönnum ? Komur erlendra ferðamanna ? Ferðamenn eftir þjóðerni ? Árstíðabundnar breytingar komufarþega frá helstu markaðssvæðum ? Gistirými eftir landshlutum ? Nýting á gistirými ? Greining á ferðamönnum eftir kyni, aldri, starfi og tekjum ? Ákvörðunarferli vegna íslandsferðir og ástæður ferðar ? Hvaðan ferðamennirnir fá upplýsingar um landið? Hvaða staði/svæði fólk heimsækir ? Hvort Íslandsferðin hafi staðið undir væntingum Íslensk útgáfa: Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum (PDF-skjal 2,1 MB)
Lesa meira

Fjöldi erlendra ferðamanna í september

Í nýliðnum septembermánuði fóru 42.463 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð, samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þetta er 3,3% fækkun samanborið við september í fyrra.  Fækkunin í september nemur 1.444 gestum. Munar mest um tæplega 29% fækkun Breta, eða 1.967 manns. Aðrir markaðir vega hins vegar nokkuð upp samdrátt frá Bretlandi og munar þar mest um tæplega 23% fjölgun frá Norður-Ameríku og 10,5% fjölgun frá Mið- og Suður-Evrópu. Norðurlandabúar standa í stað. Fækkun er frá öðrum Evrópulöndum og fjærmörkuðum. Líkt og verið hefur á árinu er verulegur samdáttur í utanferðum Íslendinga, sem nemur 35,4% í september. Þrátt fyrir 3,3% fækkun erlendra gesta nú, er þetta engu að síður annar stærsti septembermánuður frá upphafi talninga. September í fyrra var raunar óvenju fjölmennur en þá fjölgaði gestum um 12% á milli ára. Fyrstu 9 mánuði ársins er fjölgun upp á 0,5%. Í töflunum hér að neðan má sjá nánari skiptingu eftir þjóðerni og markaðssvæðum. September eftir þjóðernum Janúar-september eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2008 2009 Fjöldi (%)   2008 2009 Fjöldi (%) Bandaríkin 3.784 4.721 937 24,8 Bandaríkin 34.210 37.061 2.851 8,3 Kanada 1.276 1.484 208 16,3 Kanada 9.185 10.090 905 9,9 Bretland 6.812 4.845 -1.967 -28,9 Bretland 55.095 46.810 -8.285 -15,0 Noregur 3.897 4.341 444 11,4 Noregur 27.524 29.435 1.911 6,9 Danmörk 4.123 3.451 -672 -16,3 Danmörk 33.857 34.312 455 1,3 Svíþjóð 3.337 3.290 -47 -1,4 Svíþjóð 25.992 26.087 95 0,4 Finnland 1.204 1.077 -127 -10,5 Finnland 8.999 9.756 757 8,4 Þýskaland 5.025 5.375 350 7,0 Þýskaland 40.782 48.126 7.344 18,0 Holland 1.629 1.837 208 12,8 Holland 15.982 16.257 275 1,7 Frakkland 1.708 2.249 541 31,7 Frakkland 23.728 26.445 2.717 11,5 Sviss 598 582 -16 -2,7 Sviss 6.709 8.208 1.499 22,3 Spánn 1.054 1.167 113 10,7 Spánn 9.663 12.835 3.172 32,8 Ítalía 874 817 -57 -6,5 Ítalía 9.429 11.976 2.547 27,0 Pólland 1.703 832 -871 -51,1 Pólland 18.187 11.229 -6.958 -38,3 Japan 538 591 53 9,9 Japan 5.083 5.549 466 9,2 Kína 425 599 174 40,9 Kína 4.545 4.307 -238 -5,2 Annað 5.920 5.205 -715 -12,1 Annað 64.478 57.090 -7.388 -11,5 Samtals 43.907 42.463 -1.444 -3,3 Samtals 393.448 395.573 2.125 0,5 September eftir markaðssvæðum Janúar-september eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2008 2009 Fjöldi (%)   2008 2009 Fjöldi (%) N-Ameríka 5.060 6.205 1.145 22,6 N-Ameríka 43.395 47.151 3.756 8,7 Bretland 6.812 4.845 -1.967 -28,9 Bretland 55.095 46.810 -8.285 -15,0 Norðurlönd 12.561 12.159 -402 -3,2 Norðurlönd 96.372 99.590 3.218 3,3 Mið-/S-Evrópa 10.888 12.027 1.139 10,5 Mið-/S-Evrópa 106.293 123.847 17.554 16,5 Annað 8.586 7.227 -1.359 -15,8 Annað 92.293 78.175 -14.118 -15,3 Samtals 43.907 42.463 -1.444 -3,3 Samtals 393.448 395.573 2.125 0,5 Ísland 33.587 21.688 -11.899 -35,4 Ísland 345.168 194.133 -151.035 -43,8
Lesa meira

Að segja sögur - sagnanámskeið

Fjallað verður um þær fjölmörgu leiðir þar sem nýta má sögur, t.d. í ferðaþjónustu, safnastarfsemi, í starfi með börnum og unglingum, með eldri borgurum og í allskyns menningarstarfsemi. Ætlunin er að auðvelda þátttakendum að velja þann vettvang sem höfðar til hvers og eins. Námskeiðið hefst föstudaginn 9. okt., kl. 20:00 og lýkur á laugardagskvöldinu 10. okt. kl. 20:30 með óformlegri sagnavöku. Námskeiðið er haldið á Húsabakka í Svarfaðardal á vegum Náttúruseturs á Húsabakka og Sagnamiðstöðvar Íslands í samstarfi við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Námskeiðið er styrkt af Menningarráði Eyþings Allar nánari upplýsingar og skráning í síma 865-7571 og á www.simey.is
Lesa meira

Sameiginlegur fundur forstöðumanna markaðsstofa

Síðastliðinn föstudag funduðu forstöðumenn allra markaðsstofa landshlutanna hjá Ferðamálastofu í Reykjavík. Þar var farið yfir ýmis sameiginleg málefni og stilltir saman strengir varðandi skipulag starfsins framundan. Meðal annars hitti hópurinn Rögnvald Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar. Kynnti Rögnvaldur rannsóknir og kannanir í ferðaþjónustu sem fyrirtækið hefur unnið og mögulega nýtingu landshlutanna á þeim.  Anna Sverrisdóttir, fulltrúi SAF í verkefnisstjórn rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, kynnti vinnuna sem fer fram á þeim vettvangi og hvatti landshlutanna til að vera vel vakandi í þessum efnum. Þá var farið yfir vefmál en nú hafa allir landshlutar opnað nýjar vefsíður sem byggja á sambærilegu útliti og virkni. Halldór Arinbjarnarson, vefstjóri Ferðamálastofu, sat fundinn og voru ræddar leiðir til að efla og skerpa á samstarfi Ferðamálastofu og landshlutanna í vefmálum. Voru aðilar sammála um að þar liggja spennandi tækifæri sem þarf að nýta í sameiningu. Þá var einnig fyrir yfir markaðsmálin með þeim Jóni Gunnari Borgþórssyni, forstöðumanni markaðssviðs Ferðamálastofu, og Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra. Frá vinstri: Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Ásbjörn Björgvinsson Norðurlandi, Sif Gunnarsdóttir Höfuðborgarstofu, Jónas Guðmundsson Vesturlandi, Jón Páll Hreinsson Vestfjörðum, Ólafur Hilmarsson Suðurlandi, Kristján Pálsson Suðurnesjum, Ásta Þorleifsdóttir Austurlandi og Jón Gunnar Borgþórsson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu.þ 
Lesa meira

Tæp 8% fjölgun gistnátta á hótelum í ágúst

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta á hótelum í ágúst síðastliðnum. Tölurnar sýna sýna að gistinóttum fjölgaði um tæp 8% á milli ára og fóru yfir 200 þúsund. Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum voru 205.100 en voru 190.500 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Norðurlandi úr 19.900 í 24.200 eða um rúmt 21%. Gistinóttum á Austurlandi fjölgaði um 16% miðað við ágúst 2008, úr 11.300 í 13.100. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum úr 28.000 í 30.300 eða um rúm 8% og á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 112.400 í 119.300 eða um rúm 6%. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækkaði gistinóttum úr 18.800 í 18.200 eða um 3%. Gistinóttum Íslendinga á hótelum í ágúst fækkaði um rúm 6% milli ára en gistinætur erlendra ríkisborgara jukust um tæp 10%. Gistinætursvipaðar fyrstu átta mánuði ársins Fjöldi gistinátta fyrstu átta mánuði ársins voru 977.700 en voru 977.200 á sama tímabili árið 2008. Gistinóttum fjölgaði á Norðurlandi um 10% og á Suðurlandi um 5%. Á öllum öðrum landsvæðum fækkaði gistinóttum, mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða, um 10%. Fyrstu átta mánuði ársins fækkaði gistinóttum Íslendinga um 13% en gistinóttum erlendra ríkisborgara fjölgaði um rúm 3% miðað við sama tíma í fyrra.
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í september

Rúmlega 141 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í septembermánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta eru 17,9% færri farþegar en í september 2008. Frá áramótum hafa rúmlega 1,3 milljónir farþegar farið um völlinn en til samanburðar þá voru þeir tæplega 1,7 milljónir á sama tímabili í fyrra, sem er 19,3% fækkun, eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan. Líkt og verið hefur aðra mánuði ársins má búast við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir september og verða þær birtar eftir helgina. Í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur þetta betur í ljós.   Sept. 09. YTD Sept.08. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 62.355 579.245 77.166 731.154 -19,19% -20,78% Hingað: 54.916 580.520 71.468 735.928 -23,16% -21,12% Áfram: 4.127 37.653 4.627 26.616 -10,81% 41,47% Skipti. 19.922 148.220 18.825 172.650 5,83% -14,15%   141.320 1.345.638 172.086 1.666.348 -17,88% -19,25%
Lesa meira

Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins

Við Skarfabakka í Reykjavík liggur nú síðasta skemmtiferðaskip sumarsins. Skipið, sem ber nafnið Emerald Princess, hefur viðkomu hér á landi á leið sinni frá Belfast á Norður Írlandi til Bandaríkjanna. Um borð eru 3.016 farþegar og um það bil 1.500 manns eru í áhöfn. Emerald Princess er  113.000 brúttótonn og er með allra stærstu skipum sem komið hafa til hafnar í Reykjavík. Samkvæmt uppsláttarbókinni Cruising and Cruise Ships, útgefin af Berlitz, fær skipið 4 stjörnur af 5 mögulegum. Með komu Emerald Princess hafa alls 67.680 farþegar  komið með skemmtiferðaskipum  til  Íslands í sumar og er það aukning frá því árið 2008 en þá komu alls 59.308 farþegar. Þess má geta að skipin eru færri í ár eða 80 talsins samanborið við 83 í fyrra en þó koma fleiri farþegar sem skýrist af því að skipin eru stærri. Meðfylgjandi mynd var tekin af Emerald Princess við Skarfabakka í morgun.  
Lesa meira

Ferðakynning Antor í Sviþjóð

Antor, alþjóðleg samtök ferðamálaráða, starfa í mörgum löndum og er Ferðamálastofa aðila fyrir Íslands hönd. Árleg ferðakynning Antor í Svíþjóð var haldin á dögunum og sá sendiráð Íslands í Stokkhólmi um framkvæmdina. Kynningin í ár var haldin í húskynnum skemmtistaðarins Nalen í Stokkhólmi. Alls tóku fulltrúar 37 landa þátt í kynningunni sem ætluð er blaðamönnum, ferðaskrifstofum og ráðstefnufyrirtækjum í Svíþjóð. Fulltrúar sendiráðs Íslands í Stokkhólmi, Elín Óskarsdóttir og Rakel Mánadóttir, sáu um kynninguna og eru þær á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira