Fara í efni

Íslenskt orð fyrir ?wellness? óskast

Laugardalslaug
Laugardalslaug

Sá þáttur ferðaþjónustu sem nefnist ?wellness? á ensku hefur verið mjög vaxandi. Nokkur umræða hefur átt sér stað um þægilegt íslenskt hugtak í þessu sambandi.

Orðið ?vellíðunarþjónusta? hefur verið notað fyrir ?wellness? en er þó e.t.v. ekki sérlega þjált í notkun. Þá er ?wellness? einnig tengt heilsuferðaþjónust en er þó víðara, Því auglýsum við hér með eftir góðum tillögum að íslensku nafni fyrir ?wellness?. Tillögur sendist á sunna@icetourist.is Til glöggvunar fylgir hér grein um skilgreiningu á Wellness Tourism eftir Melanie Smith og Catarine Kelly, en Melanie var einmitt fyrirlesari á ráðstefnu um heilsuferðaþjónustu sem haldin var hérlendis fyrr á árinu.