Fara í efni

Fengu verðlaun fyrir Íslandsbækling

DTW Íslandsbæklingur 2009
DTW Íslandsbæklingur 2009

Í vikunni var tilkynnt um vinningshafa í árlegum ferðaverðlaunum bresku miðlanna Guardian / Observer. Ferðaskrifstofan Discover the World hlaut verðlaunin í flokkum ?Besti ferðabæklingurinn", fyrir 2009 Íslandsbækling sinn.

Discover the World er öflugur aðili í sölu Íslandsferða í Bretlandi og koma þúsundir gesta hingað til lands á þeirra vegum árlega. Ferðaverðlaun Guardian og Observer vekja jafnan talsverða athygli en úrslitin má nú sjá á vefsíðu Guardian og um helgina munu þau birtast í prentuðum útgáfum blaðanna.

Heimasíða Discover the World

Skoða úrslit í ferðaverðlaunum Guardian / Observer 2009