Fara í efni

Fundur um sóknarfæri í heilsutengdri ferðaþjónustu

Hornstrandir
Hornstrandir

Óformlegur starfshópur iðnaðarráðherra um heilsutengda ferðaþjónustu efnir til vinnufundar um heilsutengda ferðaþjónustu á Íslandi. Þeir sem vinna að uppbyggingu ferðaþjónustu af þessum toga  eru hvattir til að mæta og taka þátt í að ræða helstu verkefni framundan.

Fundurinn fer fram á Ferðamálastofu, Geirsgötu 9, fimmtudaginn 5. nóvember kl. 9-11. Tekið verður á móti skráningu til hádegis miðvikudagsins 4. nóvember á netfanginu sunna@icetourist.is