Fréttir

Alþjóðleg ráðstefna og opinn fyrirlestur

Dagana 29. febrúar til 1. mars verður haldin tveggja daga alþjóðleg ráðstefna í Norræna húsinu undir yfirskriftinni ?Journeys of Expression VII - Celebrating the Edges of the World: Tourism and Festivals of the Coast and Sea?. Einnig verður opinn fyrirlestur um með mynddæmum um notkun kvikmynda til ímyndarsköpunar í ferðaþjónustu. Fyrir ráðstefnunni gangast land- og ferðamálafræðiskor Háskóla Íslands, Centre for Tourism and Cultural Change við Leeds Metropolitan University, Hólaskóli og Ferðamálasetur Íslands. Þátt tekur fjöldi íslenskra og erlendra sérfræðinga og er dagskráin þéttskipuð. Sjá dagskrá (PDF) og Nánar um ráðstefnuna Notkun kvikmynda til ímyndarsköpunarOpni fyrirlesturinn, um notkun kvikmynda til ímyndarsköpunar, er í umsjón Dr. Darrell Varga, prófessors við Kvikmyndadeild Nova Scotia College of Art and Design, í Kanada. Hann verður haldinn 29. febrúar næstkomandi í sal 132, Öskju náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands og hefst kl. 17. Allir velkomnir meðan húsrými leyfir. Í fyrirlestrinum fjallar Darrell Varga um kvikmynda- og sjónvarpsmyndagerð á austurströnd Kanada og þá fagurfræði og frásagnarhefðir sem þar birtast. Algengt er að áhersla sé lögð á sérstæðar hefðir og alþýðumenningu svæðisins, enda er slíkt iðulega notað sem uppistaða ímyndarsköpunar í ferðamennsku. En Varga bendir einnig á annars konar ímyndir, sem taka áhorfandann á aðrar brautir. Í fyrsta lagi er iðulega reynt að má út staðbundin sérkenni úr myndunum til að gera þær gjaldgengar á hinum almenna kvikmyndamarkaði. Önnur tegund mynda leggur áherslu á eymd og útlegð; á harðneskju svæðisins og efnahags- og félagslega vanþróun. Loks eru myndir sem gera miskunnarlaust grín að þeim staðalímyndum sem loða við svæðið. Í öllum þessum dæmum gætir spennunnar sem er svo algeng, á milli sjálfsmyndar svæðis og ímyndar þess þegar horft er á það utan frá. Kvikmyndagerðarfólk leitar sífellt leiða til að brjótast úr þeim ramma sem efnahagslíf og ríkjandi hugmyndir skapa sérhverjum stað og svæði.  
Lesa meira

Hópbílar hlutu starfsmenntaviðurkenningu SAF

Starfsmenntaviðurkenning Samtaka ferðaþjónustunnar var afhent í fyrsta sinn á Degi menntunar í ferðaþjónustu, sem haldin var á Grand Hóteli í gær. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra afhenti viðurkenninguna sem kom í hlut Hópbíla í Hafnarfirði. Í frétt frá SAF segir að Hópbílar hafi með skýrri sýn lagt áherslu á mikilvægi starfsmenntunar í allri starfsemi sinni með það að markmiði að auka starfsánægju starfsmanna og síðast en ekki síst náð samkeppnisforskoti og arðsemi í rekstri fyrirtækisins þannig að til eftirbreytni sé. Í rökstuðningi dómnefndar segir að einkum hafi eftirfarandi legið til grundvallar ákvörðunar hennar: Markviss stefna fyrirtækisins og fast verklag við að innleiða gæðakerfi þar sem umhverfis- og gæðamál eru höfð að leiðarljósi Fyrirtækið hefur náð ákveðnu samkeppnisforskoti með beinum hætti gegnum markvissa símenntunarstefnu Fyrirtækið hefur lagt sig fram um að standa vel að menntun og aðlögun erlendra starfsmanna Fyrirtækið sinnir af kostgæfni greiningu á þjálfunarþörf, markvissri nýliðafræðslu og leggur áherslu á að starfsmenn fái tækifæri til þess að þróast í starfi Fyrirtækið hefur nýtt sér markvisst starfsmenntasjóði í því skyni að ná betri árangri í starfsemi sinni   Í aðgerðaráætlun SAF á sviði fræðslu og menntamála kemur m.a. fram að eitt af höfuðmarkmiðum sé að bæta arðsemi og samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu og að hafa áhrif á gildismat og viðhorf stjórnenda og starfsfólks til menntunar, símenntunar og þjálfunar. Dagur menntunar í ferðaþjónustu var liður í ofangreindum markmiðum, þ.e. að vekja athygli atvinnurekanda á mikilvægi menntunar, símenntunar og þjálfunar starfsfólks. Á myndinni eru Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Pálmar Sigurðsson frá Hópbílum.
Lesa meira

Ísland meðal eftirsóknarverðustu eyja

Ísland er í hópi 14 eyja sem komast í efsta flokk ferðablaðs National Geographic yfir eftirsóknarverðustu eyjarnar til að heimsækja. Ísland er í sæti 7-9 ásamt Kengúrueyju við suðurströnd Ástralíu og Mackinac í Michigan í Bandaríkjunum. Í efsta sæti sitja frændur okkar í Færeyjum. Fjórða árið í röð tók blaðið fyrir 111 eyjar og fékk 522 sérfræðinga á sviði sjálfbærrar ferðamennsku til að meta þær. Verið er að horfa til þeirra miklu breytinga á náttúru og þjóðfélagsgerð hafa víða fylgt ferðaþjónustu og hætta sé á að spilla stöðum með of miklum ágangi nema gripið sé til viðeigandi ráðstafana. Það eru m.a. aðgerðir svæða og landa til að gera ferðaþjónustu að eðlilegum hluta samfélagsins, án þess að spilla því sem fyrr er, sem verið er að meta. Ísland kemst í flokkinn ?Best Rated Islands? með þá umsögn að hér séu hlutir almennt í góðu standi, landið sé tiltölulega óspillt og líklegt til að verða svo áfram. Náttúra landsins og menning fær góða umsögn, fólk sé meðvitað um umhverfi sitt og hér séu fjölbreyttir ferðamöguleikar fyrir hendi. Aukin stóriðja er á hinn bóginn nefnd sem áhættuþáttur en almennt leitist Íslendingar við að vernda umhverfi sitt og þjóðfélag og tryggi hagnað af ferðaþjónustu án þess að valda skaða. Greinin í desemberhefti National Geographic Traveler (PDF) Nánari umfjöllun á vef National Geographic  
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum í styrki frá NATA

Auglýst hefur verið eftir umsóknum í styrki frá NATA, North Atlantic Tourist Association. Um er að ræða samning Íslands, Færeyja og Grænlands um samstarf landanna þriggja í ferðamálum. NATA tók gildi í byrjun síðasta árs og tók við af Vestnorræna ferðamálaráðinu og tvíhliða ferðamálasamningunum SAMIK og FITUR, sem verið höfðu í gildi við Grænland og Færeyjar. Markmið samningsins er að auka skilvirkni í samstarfi aðila er sinna ferðamálum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi með því að styrkja, samhæfa og tryggja framboð samvinnuverkefna aðildarlandanna á þeim sviðum ferðamála þar sem þau eiga einkum sameiginlegra hagsmuna að gæta. Hverjir geta sótt um?Allir sem áhuga hafa á bættum samskiptum á sviði ferðamála milli landanna þriggja geta leitað eftir aðstoð við að fjármagna verkefni, hugmyndir,  ferðir eða því um líkt. Umsóknir skulu fela í sér samstarf milli tveggja af löndunum þremur hið minnsta. Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum: MenntunDvöl til að kynna sér aðstæður, faglegar námsferðir, skólaferðalög, menntun á sviði ferðamála, rannsóknir o.s.frv. Þróun ferðaSiglingar, þemaferðir, stuttar heimsóknir (short break) o.s.frv. Samstarf þjóða í milliMenningartengdir viðburðir, skólaferðir, íþróttaferðir, vinabæjartengsl o.s.frv. Markaðssetning og skilgreining ferðamennsku Leita má eftir stuðningi við verkefni, ferðir eða starfsemi sem fer fram fyrir árslok 2008. Allar umsóknir skulu vera á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má hér neðar á síðunni. Sem fylgiskjöl með umsókninni skal leggja fram nákvæma útlistun á verkefni, svo og fjárhagsáætlun. Umsóknir skulu vera á dönsku eða ensku og sendast til: NATA c/o FerðamálastofaLækjargata 3, 101 Reykjavík Lokafrestur til að senda umsóknir er til og með 7. mars 2008-Hægrismellið á tenglana hér fyrir neðan og veljið "Save Target As" til að vista umsóknareyðublöðin á eigin tölvu. Umsóknareyðublað á ensku (Word) Umsóknareyðublað á dönsku (Word)
Lesa meira

Ferðamálastofa meðal stofnaðila Golf Iceland

Ferðamálastofa er meðal stofnaðila samtakanna Golf Iceland en stofnfundur þeirra var haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær. Hvað uppbyggingu og ýmsa starfsemi varða eru samtökin hugsuð á hliðstæðan hátt og Cruise Iceland, það er að kynna þennan sérhæfða þátt ferðaþjónustunnar sem golfið er. Meðal stofnenda samtakanna, sem eru 20 talsins, eru flestir golfklúbbar landsins sem reka 18 holu velli, auk nokkurra fyrirtækja úr ferðaþjónustunni. Má þar t.d. nefna Icelandair, RadissonSAS, Icelandairhotels og Bílaleigu Akureyrar, að því er fram kemur á heimasíðu Golfsambandsins. Fyrsti stjórnarformaður var kjörinn Magnús Oddsson, fyrrverandi ferðamálastjóri. Forsögu málsins má rekja til þess að ferðamálanefnd Golfsambands Íslands kynnti áfangaskýrslu sína um golf og ferðaþjónustu á síðasta golfþingi og kom þar fram að unnið væri að því að stofna samtök til að stuðla að fjölgun erlendra kylfinga hingað til lands. Samtökin urðu að veruleika í gær eins og áður segir. Mynd: Frá stofnfundinum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær (af heimasíðu GSÍ).
Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um hátíða- og viðburðahald haldin í Reykjavík

Nú styttist óðum í alþjóðlega ráðstefnu um hátíða- og viðburðahald sem haldin verður í Reykjavík dagana 27. - 29. febrúar næstkomandi. Um er að ræða árlega ráðstefnu IFEA samtakanna - International Festivals and Events Association, sem nú er haldin í fyrsta skipti á Íslandi. Nú þegar hafa á annað hundrað manns skráð sig og koma þeir víðs vegar að úr heiminum. IFEA samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum 1956 en hafa vaxið þannig að nú eru starfrækt sjálfstæð IFEA samtök í Evrópu, Ástralíu og víðar. Til Reykjavíkur koma þátttakendur bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum til að fræðast og ræða um hátíðir og viðburði og um leið kynnast Reykjavík og því öfluga menningarstarfi sem hér þrífst. Fyrirlesarar í fremstu röðMargir fyrirlesarar, sem eru í fremstu röð í faginu, munu flytja erindi og eða stjórna pallborðsumræðum á ráðstefnunni. Meðal þeirra eru: Dragan Klaic er stjórnarmeðlimur í Felix Meritis Foundation í Amsterdam. Hann er doctor frá Yale háskóla og kennir Lista og menningastjórnun í Háskólanum í Leiden auk þess að vera eftirsóttur fyrirlesari. Fyrirlestur hans ber heitið: Artistic Festivals: How Creative, How Intercultural ? Dr. Joe Goldblatt er einn fremsti kennari á heimsvísu í hátíðar og viðburðarstjórnun og starfar sem slíkur við Queen Margaret University in Edinborg, Skotlandi. Hann mun fjalla um framtíð hátíða og viðburða í Evrópu undir heitinu ?An Atlas for 21st Century Eventologists?. Lorna Clarke er stjórnandi BBC Electric Proms tónlistarhátíðarinnar auk þess sem hún er yfirstjórnandi viðburða hjá BBC 1Xtra. Jaume Bernadet hefur áratuga reynslu af stjórnun skrúðgangna af ýmsum toga víða um heim. Hann er auk þess þátttakandi í Comediant´s Creation Center La Vinya sem heldur úti námskeiðum fyrir alþjóðleg götuleikhús. Umfjöllunarefni hans mun verða Göngur í fjölþjóðlegu umhverfi. Johan Moerman er stjórnandi Rotterdam Festivals. Hann hefur áratuga reynslu af hátíðastjórnun og er einn af stjórnarmeðlimum IFEA World. Hann mun fjalla um hvort hægt sé að stjórna sköpun þannig að hún nýtist samfélaginu. Madani Younis, stjórnandi Red Ladder Theatre Company´s Asian Theatre School / Freedom Studios mun fjalla um áhrif fjölþjóðlegrar menningar á nútímalist. Fyrirlesturinn ber heitið ?The place I call home?. Richard Hadley er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og mun fjalla um hvernig þróa megi áhorfendahópa og viðhalda þeim. Moniek Hover fyrirlesari í ímyndarsköpun við NHTV International University of Applied Sciences, Academy of Leisure í Hollandi mun fjalla um ímyndarsköpun eða hvaða aðferð má nota til að skilja og móta merkingarbæra upplifun. Max Dager forstjóri Norræna Hússins hefur víðtæka reynslu af menningarstjórnun og fjallar um kosti og galla menningarlegrar heimsvæðingar á skapandi iðnað hvað varðar  samkeppni og möguleika og nauðsyn á að ná til nýrra og ólíkra þátttakenda. Agnieszka Wlazel er margverðlaunaður kvikmyndagerðarmaður. Fyrirlestur hennar nefnist: ?River//Cities ? Creative Connections?. Sérstakir fyrirlestrar 27. febrúarMiðvikudaginn 27. febrúar fara fram tveir fyrirlestar með úrvals fyrirlesurum. Sylvia Allen er stjórnandi einnar helstu markaðsskrifstofu Bandaríkjanna varðandi hátíðir og viðburði og mun fyrirlestur hennar fjalla um bakhjarla og styrktaraðila. Allan Wenius Grige er eigandi CACC, Copenhagen Arts & Culture Consult og stjórnarformaður Evrópudeildar IFEA. Fyrirlestur hans sem ætlaður er stjórnendum menningarstofnana mun fjalla um vandamál sem upp kunna að koma þegar koma á á samskiptum við listamenn frá ólíkum menningarheimum. Skráning og nánari upplýsingarSkráning fer fram á http://ifeaeurope.com/reykjavik og þar eru einnig nánari upplýsingar um ráðstefnuna auk dagskrár. Ráðstefnugjaldið fyrir meðlimi IFEA er 39.000.- en fyrir aðra er verðið 47.900.- Fyrir fyrirlestrana 27. febrúar er hins vegar greitt sérstaklega. Verðið er 100 evrur á hvorn. Frekari upplýsingar veita Ása Sigríður Þórisdóttir (asa@reykjavik.is) og Heiðrún Hákonardóttir (heidrun.hakonardottir@reykjavik.is)  
Lesa meira

Nýr bæklingur Cruise Iceland

Út er kominn nýr bæklingur samtakanna Cruise Iceland. Þetta er annar bæklingurinn frá stofnun samtakanna árið 2004 en sá fyrri kom út árið 2006. Bæklingurinn er 36 síður. Í honum er áhersla lögð á að kynna alla þá aðila sem eru í Cruise Iceland og þá þjónustu sem þeir bjóða, svo og áfangastaðinn Ísland, undir yfirskriftinni Iceland ? your natural cruise destination. Bæklingnum er fyrst og fremst ætlað að vera markaðstæki í þeirri sókn sem Ísland er á þessum vettvangi. Bæklingurinn er prentaður í 4.000 eintökum og verður dreift af Lloyd?s Cruise fyrir Seatrade sýninguna í Miami nú í mars. Seatrade sýningin er fagsýning aðila úr skemmtiferðaskipageiranum og verður Cruise Iceland þar með bás fyrir Íslands hönd. Skoða bækling Cruise Iceland (PDF)  
Lesa meira

Málstofa um ferðamál

?Ferðaþjónusta ? breytingar og áskoranir. Sjálfbærni og samkeppnishæfni: Andstæður eða samrýmanlegt? er yfirskrift málstofu sem haldin verður í Norræna húsinu næstkomandi föstudag, 15 febrúar. Til málstofunnar boðar utanríkisráðuneyti Lettlands og er hún hluti af viðamikilli dagskrá sem Lettar skipuleggja í aðildarlöndum Eystrasaltsráðsins á árinu þar sem þeir gegna nú formennsku. Ýmsir íslenskir og erlendir sérfræðingar taka þátt í umræðunum og meðal fyrirlesara er Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga og þróunarsviðs Ferðamálastofu. Umræðunum stýrir Dr. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands. Dagskrá málstofunnar .pdf
Lesa meira

Ásýnd íslenskrar ferðaþjónustu menningartengd í æ ríkari mæli

Í gær fór úthlutun menningarstyrkja Menningarráðs Austurlands fram við hátíðlega athöfn á Vopnafirði en alls hlutu 85 verkefni styrki. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri flutti ávarp við þetta tilefni og afhenti styrkina. Í ávarpi sínu vísaði Ólöf Ýrr til flutnings ferðamála um síðustu áramót til iðnaðarráðuneytis. Með því sagðist hún að möguleikar geti skapast á frekari eflingu nýsköpunarstarfs að þessu leyti, enda mætast í nýju ráðuneyti ferðamála aðrar stofnanir sem koma að nýsköpunar- og byggðamálum. ?Það er von mín að sú nánd nýtist til eflingar á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu,? sagði Ólöf Ýrr. Vaxandi hlutur menningar í ferðaþjónustuHún benti jafnframt á að á undanförnum árum hafa yfirvöld ferðamála í auknum mæli beint sjónum að markvissri uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu enda er menning þjóðarinnar  einn þeirra fjögurra grunnþátta sem Ferðamálaáætlun til ársins 2015 miðast við. Þá hafi einstakir frumkvöðlar út um allt land lyft grettistaki, þannig að ásýnd íslenskrar ferðaþjónustu hefur í æ ríkari mæli orðið menningartengd. ?Það hefur verið afar gaman að fylgjast með þróuninni á þessu sviði, bæði viðtökum innlendra og erlendra ferðamanna við auknu framboði menningar og menningartengdrar afþreyingar  á sviði ferðaþjónustu, en ekki síður hvernig hugmyndavinna á þessu sviði í byggðarlögum landsins hefur fært fólki heim sanninn um að sérstök og áhugaverð tækifæri leynast í heimabyggð, tækifæri sem grundvölluð eru á menningararfi og dægurmenningu. Út um allt land hefur byggst upp starfsemi á þessu sviði sem vekur með heimafólki verðskuldað stolt af arfleifð sinni og uppruna?, sagði Ólöf Ýrr. Ólöf Ýrr ásamt styrkhöfum. Myndir: Skúli Björn Gunnarsson.
Lesa meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins

Aðalfundur Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins (FSH) verður haldinn í Hlégarði í Mosfellsbæ, föstudaginn 22. febrúar 2008 og hefst kl: 14:00. Formaður samtakanna er Pétur Rafnsson. Af verkefnum síðasta starfsárs nefnir hann að samtökin tóku þátt í Ferðasýningunni 2007 (áður Ferðatorg) með öðrum landshlutasamtökum, eins og þau hafa gert frá árinu 2000. Áfram var unnið eftir samstarfssamningi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og FSH um kynningarmál og upplýsingamiðlun sem Pétur segir vera komna góða reynslu á. Á þeim vettvangi sé ýmislegt á döfinni til að efla kynningu á svæðinu enn frekar. Samtökin áttu í fjórða sinn aðild að verkefninu Ferðalangur, með Höfuðborgarstofu og fyrirtækjum á svæðinu, og tókst nokkuð vel til. Loks nefnir Pétur að fulltrúar FSH hafi tekið virkan þátt í starfi Ferðamálasamtaka Íslands og fleiri samtaka og ráða tengdum ferðamálum og ferðaþjónustu. Dagskrá : Kl.: 14:00  Afhending fundargagna Kl.: 14:05  Setning - Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka hbsv.  Kl.: 14:10  Ávarp Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar Kl.: 14:25  Aðalfundarstörf skv. lögum FSH Kl.: 15:30  Kaffihlé Kl.: 16:00  Framhald aðalfundarstarfa skv. lögum FSH Kl.: 16:30  Fundarslit  Kl.: 16:40  Móttaka Fundarstjóri: Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. Fulltrúar sveitarfélaga og fyrirtækja skrái sig á fundinn í síma 898-6635 eða petur@icetourist.is .  
Lesa meira